Um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 9. maí 2017 10:00 Rökin sem nefnd hafa verið fyrir því að sameina Tækniskólann (TS) og Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ) eru rekstrarlegar forsendur og fækkun nemenda vegna fámennari árganga og styttingar menntunar í framhaldsskólum. Það er í sjálfu sér gott og gilt verkefni hverju sinni að fara yfir rekstur framhaldsskóla og skoða hvort hægt sé að haga hlutunum með öðrum hætti og að gæta þess að það bitni ekki á gæðum menntunar og hagsmunum nemenda. En sameining skólanna snýst ekki um þetta því hér eru á ferðinni miklu stærri atriði og grundvallarspurningar um stefnu í menntamálum og vinnubrögð. Fyrst þarf að halda því til haga hvernig stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum saumað að framhaldsskólum landsins með niðurskurði, og beinum sparnaðaraðgerðum sem felast í styttingu menntunar og að takmarka aðgengi 25 ára nemenda og eldri að skólunum sem hefur grafið smám saman undan kerfinu. Það eru þekktar aðferðir að draga máttinn úr opinberum stofnunum og að koma þeim því næst í hendur einkaaðila. Og ákvarðanirnar um að takmarka aðgengi 25 ára nemenda að skólunum eru heill kapítuli út af fyrir sig og sýna þær fullkomið skilningsleysi á högum ungs fólks. Vinnubrögðin í þessu máli eru ámælisverð. Í marga mánuði er búið að vinna að þessari sameiningu sem farið hefur leynt en það óheppilega gerist síðan að málin kvisast út og komast í kastljósið. Í kjölfarið eru málin lögð þannig upp að TS segir þau komin á kynningarstig en ráðherra að verið sé að skoða hlutina og engar ákvarðarnir hafi verið teknar. Starfsfólk FÁ upplifir að málin séu orðinn hlutur og að ekki sé hlustað á fagleg rök, og hvað má þá segja um nemendur. Hvernig stendur á því að það sé hægt bara si svona að fara með mál af þessu tagi framhjá starfsfólki og nemendum skólans og að afgreiða það „úti í bæ“ án þess að það komi fyrst til atbeina Alþingis? Er eitthvað í þessu máli sem ekki þolir dagsins ljós? Þeir sem stýra þarna ferðinni þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Er það eðlilegur hlutur að opinber skóli sé settur í hendur atvinnulífsins? Er það eðlilegur hlutur að hagsmunir atvinnulífsins ráði ákvörðunum í menntamálum? Er það endilega svo að hagsmunir nemenda og almennings séu þeir sömu og hagsmunir atvinnurekenda og atvinnulífsins? Eru hér að baki í þessu máli einhver lýðræðisleg fjöldasamtök sem eru málsvarar hagsmuna nemenda og almennings? Og sýnir sameining þessara skóla að ráðherra hyggst láta atvinnulífinu eftir það hlutverk að halda úti verk-, tækni- og starfsmenntun í landinu? Gæti þá næsta skrefið verið að setja fleiri skóla í hendur atvinnulífisins, VMA í hendur Samherja og VA í hendur Síldarvinnslunnar og Norðuráls? Það sjá allir sem um þetta vilja hugsa að þetta eru galnar hugmyndir og að við erum sem samfélag komin út á hættulegar brautir í menntamálum. Sameining TS og FÁ og vinnubrögðin í því máli gefa upp boltann með að verið er að lækka þröskuldana fyrir meiri umsvifum einkaaðila í almenna skólakerfinu og að lokað er á lýðræðislega umræðu um stefnumótun í menntamálum. Og hér er ástæða til að rifja upp orð forsætisráðherra á dögunum um að hann sæi hreint ekkert athugunarvert við að einkaaðilar sem hafa með höndum opinbera starfsemi fyrir almenning geti tekið hagnað úr rekstrinum. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir miklum áskorunum vegna alþjóðavæðingar og tæknibreytinga. Það er staðreynd að við eigum í vök að verjast gegn áhrifum enskunnar og rætt er um að ákveðnar grundvallarstoðir menntunar séu í hættu, menning, saga og tunga, með þeim afleiðingum að þráðurinn milli kynslóðanna rakni upp. Það eru galin viðbrögð við okkar áskorunum og stöðu að veikja almenna skólakerfið og minnka menntun. Miklu frekar þurfum við sem samfélag að gefa í. Sterkt almennt skólakerfi er mikilvægur hluti af lýðræðislegu og opnu samfélagi og lífskjörum almennings í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Rökin sem nefnd hafa verið fyrir því að sameina Tækniskólann (TS) og Fjölbrautaskólann við Ármúla (FÁ) eru rekstrarlegar forsendur og fækkun nemenda vegna fámennari árganga og styttingar menntunar í framhaldsskólum. Það er í sjálfu sér gott og gilt verkefni hverju sinni að fara yfir rekstur framhaldsskóla og skoða hvort hægt sé að haga hlutunum með öðrum hætti og að gæta þess að það bitni ekki á gæðum menntunar og hagsmunum nemenda. En sameining skólanna snýst ekki um þetta því hér eru á ferðinni miklu stærri atriði og grundvallarspurningar um stefnu í menntamálum og vinnubrögð. Fyrst þarf að halda því til haga hvernig stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum saumað að framhaldsskólum landsins með niðurskurði, og beinum sparnaðaraðgerðum sem felast í styttingu menntunar og að takmarka aðgengi 25 ára nemenda og eldri að skólunum sem hefur grafið smám saman undan kerfinu. Það eru þekktar aðferðir að draga máttinn úr opinberum stofnunum og að koma þeim því næst í hendur einkaaðila. Og ákvarðanirnar um að takmarka aðgengi 25 ára nemenda að skólunum eru heill kapítuli út af fyrir sig og sýna þær fullkomið skilningsleysi á högum ungs fólks. Vinnubrögðin í þessu máli eru ámælisverð. Í marga mánuði er búið að vinna að þessari sameiningu sem farið hefur leynt en það óheppilega gerist síðan að málin kvisast út og komast í kastljósið. Í kjölfarið eru málin lögð þannig upp að TS segir þau komin á kynningarstig en ráðherra að verið sé að skoða hlutina og engar ákvarðarnir hafi verið teknar. Starfsfólk FÁ upplifir að málin séu orðinn hlutur og að ekki sé hlustað á fagleg rök, og hvað má þá segja um nemendur. Hvernig stendur á því að það sé hægt bara si svona að fara með mál af þessu tagi framhjá starfsfólki og nemendum skólans og að afgreiða það „úti í bæ“ án þess að það komi fyrst til atbeina Alþingis? Er eitthvað í þessu máli sem ekki þolir dagsins ljós? Þeir sem stýra þarna ferðinni þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Er það eðlilegur hlutur að opinber skóli sé settur í hendur atvinnulífsins? Er það eðlilegur hlutur að hagsmunir atvinnulífsins ráði ákvörðunum í menntamálum? Er það endilega svo að hagsmunir nemenda og almennings séu þeir sömu og hagsmunir atvinnurekenda og atvinnulífsins? Eru hér að baki í þessu máli einhver lýðræðisleg fjöldasamtök sem eru málsvarar hagsmuna nemenda og almennings? Og sýnir sameining þessara skóla að ráðherra hyggst láta atvinnulífinu eftir það hlutverk að halda úti verk-, tækni- og starfsmenntun í landinu? Gæti þá næsta skrefið verið að setja fleiri skóla í hendur atvinnulífisins, VMA í hendur Samherja og VA í hendur Síldarvinnslunnar og Norðuráls? Það sjá allir sem um þetta vilja hugsa að þetta eru galnar hugmyndir og að við erum sem samfélag komin út á hættulegar brautir í menntamálum. Sameining TS og FÁ og vinnubrögðin í því máli gefa upp boltann með að verið er að lækka þröskuldana fyrir meiri umsvifum einkaaðila í almenna skólakerfinu og að lokað er á lýðræðislega umræðu um stefnumótun í menntamálum. Og hér er ástæða til að rifja upp orð forsætisráðherra á dögunum um að hann sæi hreint ekkert athugunarvert við að einkaaðilar sem hafa með höndum opinbera starfsemi fyrir almenning geti tekið hagnað úr rekstrinum. Við sem samfélag stöndum frammi fyrir miklum áskorunum vegna alþjóðavæðingar og tæknibreytinga. Það er staðreynd að við eigum í vök að verjast gegn áhrifum enskunnar og rætt er um að ákveðnar grundvallarstoðir menntunar séu í hættu, menning, saga og tunga, með þeim afleiðingum að þráðurinn milli kynslóðanna rakni upp. Það eru galin viðbrögð við okkar áskorunum og stöðu að veikja almenna skólakerfið og minnka menntun. Miklu frekar þurfum við sem samfélag að gefa í. Sterkt almennt skólakerfi er mikilvægur hluti af lýðræðislegu og opnu samfélagi og lífskjörum almennings í landinu.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar