Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. apríl 2017 14:00 Fernando Alonso dreymir um þrefalda krúnu. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. Indy 500 og Mónakó kappaksturinn fara báðar fram 28. maí í ár. Alonso verður því ekki með í Mónakó, keppninni þar sem McLaren liðið á kannski helst möguleika á að sækja stig. Alonso mun aka undir merkjum McLaren í Indy 500. Raunar verður það Andretti Autosport bíll, í appelsínugulu til heiðurs Bruce McLaren, stofnanda McLaren liðsins. Þátttaka í Indy 500 er hluti af markmiði Alonso, sem er að ná í þrefalda krúnu áður en ferlinum lýkur. Til þess þarf að vinna Mónakó kappaksturinn, Indy 500 og sólarhringsþolaksturinn í Le Mans. Alonso vann í Mónakó 2006 og 2007 og stefnir á að vinna Indy 500 í ár. „Ég er afar spenntur fyrir því að aka í Indy 500, með McLaren, Honda og Andretti Autosport,“ sagði Alonso. „Indy 500 er einn frægasti kappaksturinn í heimi akstursíþrótta, einungis Le Mans 24 klukkustunda kappaksturinn og Mónakó kappaksturinn eru frægari, auðvitað verður það leiðinlegt að geta ekki verið með í Mónakó í ár,“ bætti Alonso við. „Mónakó keppnin veðrur sú eina sem ég missi af í ár, ég verð aftur undir stýri á McLaren-Honda MCL32 í kanadíska kappakstrinum snemma í júní,“ sagði Alonso að lokum. Það verður forvitnilegt að sjá hver tekur sæti Alonso í McLaren bílnum. Líklega verður það Jenson Button en þó er aldrei að vita hvort McLaren komi enn frekar á óvart með þeirri ákvörðun.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30 Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Alonso: Aflskorturinn bara eitt af vandamálum Honda Fernando Alonso segir að hann hafi þurft að setja met í sparakstri í Ástralíu til að sjá fram á að bíllinn kæmist í endamark. Aflskortur er ekki eina vandamál Honda vélarinnar. 7. apríl 2017 22:30
Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. 10. apríl 2017 17:45
Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29