Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2017 16:00 Hildur Sigurðadóttir, Benedikt Guðmundsson og Heiðrún Kristmundsdóttir. Vísir/Samsett Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson er einn allra reyndasti körfuboltaþjálfari landsins og einn af fáum sem hafa unnið bæði Íslandsmeistaratitil karla og kvenna sem þjálfari. Benedikt gerði frábæra hluti með nýliða Þórs í vetur og kom Akureyrarliðinu alla leið í úrslitakeppnina á fyrsta ári. Benedikt þjálfaði einnig kvennalið Þórs í 1. deildinni og þar voru hans konur aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Domino´s deild kvenna á næsta tímabili. Þór varð deildarmeistari en tapaði í oddaleik á móti Breiðabliki í úrslitakeppninni. Benedikt tapaði þar fyrir liði sem var undir stjórn Hildar Sigurðardóttur. Hildur Sigurðardóttir var fyrirliði KR-liðsins sem Benedikt gerði að Íslandsmeisturum vorið 2010. Hildar var á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og skilaði Blikum upp í Domino´s deildina í fyrstu tilraun. Benedikt Guðmundsson hrósar frammistöðu Hildar í vetur í pistil sínum á fésbókinni. Það er ekki slæmt að fá hrós frá slíkum reynslubolta sem gjörþekkir körfuboltann frá öllum hliðum enda búinn að ná flottum árangri sem þjálfari karlaliða, kvennaliða og svo í yngri flokkunum líka. Benedikt segir að Hildur hafi stýrt liðinu með miklum myndarskap og að hún hafi vaxið mikið sem þjálfari á þessu fyrsta tímabili sínu. „Metnaðarfullt og skemmtilegt lið sem á klárlega heima þar,“ segir Benedikt. Benedikt ánægður með kvenþjálfarana í deildinni sinni. „Einnig fannst mér algjörlega frábært að mæta henni og Heiðrúnu Kristmundsdóttur í vetur og hvet ég fleiri komur til að skella sér í þjálfun. Þær eiga jafn mikið erindi í þjálfun við kallarnir eins og þessar tvær drottningar sýndu í vetur. Það er fullt af konum sem búa yfir mikilli þekkingu í íþróttum og skora ég á þær að miðla þeirri þekkingu til leikmanna í gegnum þjálfarastarfið,“ skrifaði Benedikt. Benedikt skorar á fleiri konur að bjóða sig fram til trúnaðarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ef ekki í gegnum þjálfarastarfið þá eru fleiri leiðir til að láta gott af sér leiða og hafa jákvæð áhrif. Formaður Breiðabliks er kona,eins og hjá KR og Þór Þorlákshöfn, og á hún örugglega ekki minni þátt í þessu afreki liðsins. Ég tala af reynslu þegar ég segi að konur eru ekki síðri formenn eða stjórnarfólk en karlar,“ skrifar Benedikt og það er svo sannarlega hægt að taka undir þessi orð.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira