Guðni tekinn á beinið í viðtali við rússneskan blaðamann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 18:25 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á dögunum í viðtal til rússneska fréttamiðilsins RT, þar sem hann svaraði spurningum blaðakonunnar Oksana Boyko og má með sanni segja að hart hafi verið sótt að forsetanum. Umræddur miðill er í eigu rússneska ríkisins og var upprunalega stofnaður til þess að sýna ríkisstjórn Vladimír Pútín í jákvæðu ljósi en nú er jafnan talið að hlutverk miðilsins sé að afvegaleiða umræðuna og dreifa áróðri til stuðnings Rússlandi. Í viðtalinu má segja að Guðni hafi fengið spurningar sem ekki er algengt að þjóðhöfðingi Íslands þurfi að svara.Hvers vegna taka Íslendingar á móti svo fáum flóttamönnum? Hann var til að mynda spurður út í ástæður þess að Ísland, ólíkt hinum norðurlöndunum, tæki við svo fáum flóttamönnum, þrátt fyrir að líta á sig sem land samkenndar. Forsetinn svaraði henni því að Íslendingar tækju við mörgum flóttamönnum miðað við höfðatölu en að það væri stjórnvalda að marka stefnu í þeim málum. Þá gagnrýnir blaðakonan Guðna fyrir ummæli sín um loftárásir Rússa í Aleppo í Sýrlandi og að hann hafi ekki gagnrýnt loftárásir Bandaríkjamanna í Mosul með sama hætti. Hann bendir henni á að hann hafi ekki verið að gagnrýna með beinum hætti framferði Rússa.Eru Íslendingar ekki líkir Donald Trump? Guðni var þá spurður hvort að Íslendingar séu í raun og veru ekki skoðanasystkin Donald Trump, Bandaríkjaforseta, vegna þess að meirihluti fólks hér á landi sé á móti Evrópusambandinu. Íslendingar virðist styðja verndarstefnu í efnahagsmálum, rétt eins og Donald Trump. „Ég myndi ekki segja það, við erum til að mynda í svo mörgum bandalögum, þar með talið EES,“ segir Guðni.„Við vorum háð fiski og því fannst stjórnmálamönnum að við ættum að vera fyrir utan Evrópusambandið. Við munum sjá hvernig málin þróast og taka ákvarðanir út frá því.“Hvers vegna er Guðni svona vinsæll?Nú er Vladimír Pútín mjög vinsæll hér á landi en ekki nærrum því jafn vinsæll og þú, með 97% stuðning. Það er undarlegt því nú á tímum eru stjórnmálamenn yfirleitt óvinsælir. Þetta er hæfileiki sem margir kollegar þínir út í heimi vilja læra, hvað ert þú að gera sem þeir geta gert?„Ég er ekki að hugsa um það, ef ég geri það tapa ég sjónar á því sem ég vil gera. Ég vil gera þetta vel en ekki hugsa um hvernig ég get haldið áfram að vera vinsæll.“Fékk erfiða spurningu um ananas-málið Þá spurði blaðakonan Guðna jafnframt út í ummæli sín um ananas á pizzu, en eins og varð heimsfrægt, grínaðist forsetinn með það að ef hann gæti, myndi hann banna ananas á pizzur.Guðni bendir blaðakonunni þá á að um grín hafi verið að ræða. Blaðakonan er hins vegar ekki til að fallast á léttleika málsins og ýtir á forsetann um svör.Ég átta mig á því að þetta var grín en þetta er spurning sem er mjög mikilvæg spurning, sem verður að ræða.Margir hafa of mikil völd á einni hendi. Mikið af stríði og deilum er afleiðing þess. Hvernig heldur þú að þú getir breytt valdinu og að valdið geti breytt þér? „Ég vil vera einhver sem lætur Íslendinga átta sig og skilja hvað það er sem sameinar okkur sem þjóð. Ég vil vera víðsýnn. Við eigum sameiginlega sögu en heimurinn er að breytast. 10% eru innflytjendur. Harðduglegt fólk sem er að gera sitt fyrir samfélagið. Ég vil senda skilaboð til Íslendinga að þú getir verið Íslendingur þó forfeður þínir séu ekki héðan.“„Við erum sterk sameinuð en ekki sterk ef við leyfum okkur ekki að vera ósammála. Verðum að leyfa öllum að blómstra. Fólki sem fylgir lögunum, fólk sem skilur að frelsi þitt endar þar sem frelsi annars byrjar. Fólk sem vill vera löghlýðnir borgarar er velkomið og við ættum að vera saman. Allir ættu að mega að tjá sig, frelsi til ásta, frelsi fjölmiðla. Þannig er Ísland sterkara.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á dögunum í viðtal til rússneska fréttamiðilsins RT, þar sem hann svaraði spurningum blaðakonunnar Oksana Boyko og má með sanni segja að hart hafi verið sótt að forsetanum. Umræddur miðill er í eigu rússneska ríkisins og var upprunalega stofnaður til þess að sýna ríkisstjórn Vladimír Pútín í jákvæðu ljósi en nú er jafnan talið að hlutverk miðilsins sé að afvegaleiða umræðuna og dreifa áróðri til stuðnings Rússlandi. Í viðtalinu má segja að Guðni hafi fengið spurningar sem ekki er algengt að þjóðhöfðingi Íslands þurfi að svara.Hvers vegna taka Íslendingar á móti svo fáum flóttamönnum? Hann var til að mynda spurður út í ástæður þess að Ísland, ólíkt hinum norðurlöndunum, tæki við svo fáum flóttamönnum, þrátt fyrir að líta á sig sem land samkenndar. Forsetinn svaraði henni því að Íslendingar tækju við mörgum flóttamönnum miðað við höfðatölu en að það væri stjórnvalda að marka stefnu í þeim málum. Þá gagnrýnir blaðakonan Guðna fyrir ummæli sín um loftárásir Rússa í Aleppo í Sýrlandi og að hann hafi ekki gagnrýnt loftárásir Bandaríkjamanna í Mosul með sama hætti. Hann bendir henni á að hann hafi ekki verið að gagnrýna með beinum hætti framferði Rússa.Eru Íslendingar ekki líkir Donald Trump? Guðni var þá spurður hvort að Íslendingar séu í raun og veru ekki skoðanasystkin Donald Trump, Bandaríkjaforseta, vegna þess að meirihluti fólks hér á landi sé á móti Evrópusambandinu. Íslendingar virðist styðja verndarstefnu í efnahagsmálum, rétt eins og Donald Trump. „Ég myndi ekki segja það, við erum til að mynda í svo mörgum bandalögum, þar með talið EES,“ segir Guðni.„Við vorum háð fiski og því fannst stjórnmálamönnum að við ættum að vera fyrir utan Evrópusambandið. Við munum sjá hvernig málin þróast og taka ákvarðanir út frá því.“Hvers vegna er Guðni svona vinsæll?Nú er Vladimír Pútín mjög vinsæll hér á landi en ekki nærrum því jafn vinsæll og þú, með 97% stuðning. Það er undarlegt því nú á tímum eru stjórnmálamenn yfirleitt óvinsælir. Þetta er hæfileiki sem margir kollegar þínir út í heimi vilja læra, hvað ert þú að gera sem þeir geta gert?„Ég er ekki að hugsa um það, ef ég geri það tapa ég sjónar á því sem ég vil gera. Ég vil gera þetta vel en ekki hugsa um hvernig ég get haldið áfram að vera vinsæll.“Fékk erfiða spurningu um ananas-málið Þá spurði blaðakonan Guðna jafnframt út í ummæli sín um ananas á pizzu, en eins og varð heimsfrægt, grínaðist forsetinn með það að ef hann gæti, myndi hann banna ananas á pizzur.Guðni bendir blaðakonunni þá á að um grín hafi verið að ræða. Blaðakonan er hins vegar ekki til að fallast á léttleika málsins og ýtir á forsetann um svör.Ég átta mig á því að þetta var grín en þetta er spurning sem er mjög mikilvæg spurning, sem verður að ræða.Margir hafa of mikil völd á einni hendi. Mikið af stríði og deilum er afleiðing þess. Hvernig heldur þú að þú getir breytt valdinu og að valdið geti breytt þér? „Ég vil vera einhver sem lætur Íslendinga átta sig og skilja hvað það er sem sameinar okkur sem þjóð. Ég vil vera víðsýnn. Við eigum sameiginlega sögu en heimurinn er að breytast. 10% eru innflytjendur. Harðduglegt fólk sem er að gera sitt fyrir samfélagið. Ég vil senda skilaboð til Íslendinga að þú getir verið Íslendingur þó forfeður þínir séu ekki héðan.“„Við erum sterk sameinuð en ekki sterk ef við leyfum okkur ekki að vera ósammála. Verðum að leyfa öllum að blómstra. Fólki sem fylgir lögunum, fólk sem skilur að frelsi þitt endar þar sem frelsi annars byrjar. Fólk sem vill vera löghlýðnir borgarar er velkomið og við ættum að vera saman. Allir ættu að mega að tjá sig, frelsi til ásta, frelsi fjölmiðla. Þannig er Ísland sterkara.“ Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira