Ráðgjöf við einstæða foreldra Oktavía Guðmunddóttir og Dagný Rut Haraldsdóttir skrifar 4. apríl 2017 10:00 Ef þú ert einstætt foreldri getur gagnast að lesa áfram. Félag einstæðra foreldra er staðsett á Túngötu 14, í 101. Þar starfa félagsráðgjafi og lögfræðingur í hlutastörfum og bjóða upp á meðferð og ráðgjöf. Foreldrar geta ýmist pantað tíma hjá félagsráðgjafa eða lögfræðingi eða samtímis hjá þeim báðum. Til Félags einstæðra foreldra leita bæði erlendir ríkisborgarar sem íslenskir, forsjárslausir foreldrar jafnt sem lögheimilisforeldrar. Ótal spurningar geta vaknað og reynum við að leiðbeina foreldrum eftir fremsta megni. Eftirfarandi tilbúin dæmi lýsa raunveruleikanum eins og hann er í dag og er brot af þeim málum sem koma inn til félagsins.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur FEF.Dæmi 1 Ari hefur samband og lýsir áhyggjum sínum af því að hann sé allt of lítið inni í lífi dóttur sinnar Rósar, tæplega 3 ára. Ari og fyrrum sambýliskona hans Elísa slitu samvistir þegar Rós var tveggja ára. Elísa hafði veri meira með Rós meðan á sambúð stóð því Ari var talsvert í burtu vegna atvinnu sinnar. Aðstæður hjá báðum foreldrum voru nokkuð góðar. Sterkt tengslanet var til staðar þar sem afar og ömmur báðum megin höfðu tök á að hlaupa undir bagga þegar mikið lág við. Nú er Ari kominn í aðra sambúð, en Elísa býr ein með dótturinni. Haft var samband við Elísu í samráði við Ara og henni boðið að koma í viðtal út af ágreiningi um umgengni, sem hún þáði. Ari hafði ekki pantað tíma hjá sýslumanni. Hann vildi byrja sáttameðferð hjá FEF og sjá hvert hún leiddi. Sáttameðferðin varði í sex skipti og skilaði smátt og smátt árangri þar sem foreldrarnir ákváðu þegar leið á að ná sáttum með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Markmið með sáttameðferð er að aðstoða foreldra við gerð samkomulags, ætíð með þarfir barns efst í huga. Alla samninga þarf að staðfesta hjá sýslumannsembættum sem sinna sáttameðferð á landsvísu. Eftir breytingu á barnalögum frá ársbyrjun 2013 er foreldrum skylt að leita sáttameðferðar áður en höfðað er dómsmál um forsjá eða lögheimili eða óskað er úrskurðar sýslumanns um umgengni.Dæmi 2 Geðlæknir hringir og vísar útlendri einstæðri móður Doris til Félags einstæðra foreldra. Ástæða tilvísunar var að móðirin þekkti ekki rétt sinn og var einangruð og vansæl heima. Þegar Doris kom í viðtal var hún niðurlút og fremur svartsýn. Henni leið greinilega mjög illa. Hún hafði áhyggjur af syni sínum sem var vinafár með erfiðan sjúkdóm. Sjúkdómurinn krafðist mikillar umönnunar af Doris sem var sjálf ekki heilsuhraust. Hún hafði ekki unnið í nokkur ár, þar sem hún varð fyrir vinnuslysi sem hún var enn að kljást við. Eftir að hún hætti að vinna fór að bera á þunglyndi. Hún einangraðist alfarið. Heimurinn skrapp saman og varð hún og drengurinn hennar. Doris hafði hæfileika sem hún hafði ekki leitt hugann að lengi lengi. Hún var svolítið listræn, gat málað skemmtilegar myndir og lifnaði öll við þegar hún fór að rifja það upp. Doris var hvött til að taka aftur upp þráðinn og fara af stað með að sem hana langaði til að gera. Hún breytti um kúrs, sótti námskeið, hitti þar aðrar konur með sömu áhugamál. Ýmislegt breyttist, áhyggjur af syninum minnkuðu og lífsgleðin varð meiri. Meðferð hjá geðlækni ásamt viðtölum með það að markmiði að ná Doris út úr einangrun virkaði fyrir hana. Þó nokkuð er um að erlendir ríkisborgarar leiti til Félaga einstæðra foreldra. Þeir þurfa oft mikinn stuðning auk upplýsingagjafar um réttindamál. Það er því miður ekki alltaf farið vel með þá á vinnumarkaði því er mikilvægt fyrir þá og alla aðra að þekkja rétt sinn og skyldur. Tengslanet er oft ekki til staðar þar sem stórfjölskyldan er oftar en ekki víðs fjarri. Félagið leitast við að styrkja og styðja erlenda ríkisborgara eins og kostur er auk annarra sem leita til Félags einstæðra foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ef þú ert einstætt foreldri getur gagnast að lesa áfram. Félag einstæðra foreldra er staðsett á Túngötu 14, í 101. Þar starfa félagsráðgjafi og lögfræðingur í hlutastörfum og bjóða upp á meðferð og ráðgjöf. Foreldrar geta ýmist pantað tíma hjá félagsráðgjafa eða lögfræðingi eða samtímis hjá þeim báðum. Til Félags einstæðra foreldra leita bæði erlendir ríkisborgarar sem íslenskir, forsjárslausir foreldrar jafnt sem lögheimilisforeldrar. Ótal spurningar geta vaknað og reynum við að leiðbeina foreldrum eftir fremsta megni. Eftirfarandi tilbúin dæmi lýsa raunveruleikanum eins og hann er í dag og er brot af þeim málum sem koma inn til félagsins.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur FEF.Dæmi 1 Ari hefur samband og lýsir áhyggjum sínum af því að hann sé allt of lítið inni í lífi dóttur sinnar Rósar, tæplega 3 ára. Ari og fyrrum sambýliskona hans Elísa slitu samvistir þegar Rós var tveggja ára. Elísa hafði veri meira með Rós meðan á sambúð stóð því Ari var talsvert í burtu vegna atvinnu sinnar. Aðstæður hjá báðum foreldrum voru nokkuð góðar. Sterkt tengslanet var til staðar þar sem afar og ömmur báðum megin höfðu tök á að hlaupa undir bagga þegar mikið lág við. Nú er Ari kominn í aðra sambúð, en Elísa býr ein með dótturinni. Haft var samband við Elísu í samráði við Ara og henni boðið að koma í viðtal út af ágreiningi um umgengni, sem hún þáði. Ari hafði ekki pantað tíma hjá sýslumanni. Hann vildi byrja sáttameðferð hjá FEF og sjá hvert hún leiddi. Sáttameðferðin varði í sex skipti og skilaði smátt og smátt árangri þar sem foreldrarnir ákváðu þegar leið á að ná sáttum með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Markmið með sáttameðferð er að aðstoða foreldra við gerð samkomulags, ætíð með þarfir barns efst í huga. Alla samninga þarf að staðfesta hjá sýslumannsembættum sem sinna sáttameðferð á landsvísu. Eftir breytingu á barnalögum frá ársbyrjun 2013 er foreldrum skylt að leita sáttameðferðar áður en höfðað er dómsmál um forsjá eða lögheimili eða óskað er úrskurðar sýslumanns um umgengni.Dæmi 2 Geðlæknir hringir og vísar útlendri einstæðri móður Doris til Félags einstæðra foreldra. Ástæða tilvísunar var að móðirin þekkti ekki rétt sinn og var einangruð og vansæl heima. Þegar Doris kom í viðtal var hún niðurlút og fremur svartsýn. Henni leið greinilega mjög illa. Hún hafði áhyggjur af syni sínum sem var vinafár með erfiðan sjúkdóm. Sjúkdómurinn krafðist mikillar umönnunar af Doris sem var sjálf ekki heilsuhraust. Hún hafði ekki unnið í nokkur ár, þar sem hún varð fyrir vinnuslysi sem hún var enn að kljást við. Eftir að hún hætti að vinna fór að bera á þunglyndi. Hún einangraðist alfarið. Heimurinn skrapp saman og varð hún og drengurinn hennar. Doris hafði hæfileika sem hún hafði ekki leitt hugann að lengi lengi. Hún var svolítið listræn, gat málað skemmtilegar myndir og lifnaði öll við þegar hún fór að rifja það upp. Doris var hvött til að taka aftur upp þráðinn og fara af stað með að sem hana langaði til að gera. Hún breytti um kúrs, sótti námskeið, hitti þar aðrar konur með sömu áhugamál. Ýmislegt breyttist, áhyggjur af syninum minnkuðu og lífsgleðin varð meiri. Meðferð hjá geðlækni ásamt viðtölum með það að markmiði að ná Doris út úr einangrun virkaði fyrir hana. Þó nokkuð er um að erlendir ríkisborgarar leiti til Félaga einstæðra foreldra. Þeir þurfa oft mikinn stuðning auk upplýsingagjafar um réttindamál. Það er því miður ekki alltaf farið vel með þá á vinnumarkaði því er mikilvægt fyrir þá og alla aðra að þekkja rétt sinn og skyldur. Tengslanet er oft ekki til staðar þar sem stórfjölskyldan er oftar en ekki víðs fjarri. Félagið leitast við að styrkja og styðja erlenda ríkisborgara eins og kostur er auk annarra sem leita til Félags einstæðra foreldra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun