Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. apríl 2017 19:33 Óskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30