Óskar Bjarni: Ég hef húmor fyrir þessu Smári Jökull Jónsson skrifar 9. apríl 2017 19:33 Óskar Bjarni Óskarsson hafði húmor fyrir söng sem stuðningsmenn ÍBV sungu í leiknum í dag. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson annar af þjálfurum Vals sagði sitt lið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag en ÍBV vann átta marka sigur og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í leik liðanna á miðvikudag. „Við vorum alltaf að elta, mér fannst við ekki ná takti hvorki varnarlega né sóknarlega. Við vorum ekki að ná hraðaupphlaupum og ekki að ná að brjóta mikið á þeim og stjórna leiknum. Þeir stjórnuðu leiknum og voru bara betri og áttu skilið að vinna þennan leik. Það skemmtilega við úrslitakeppnina er að það er bara 1-0,“ sagði Óskar Bjarni við Vísi eftir leik. „Við þurfum bara að gera miklu betur á öllum vígstöðum. Vörn, hraðaupphlaup, sókn og hlaupa aftur. Til að vinna Eyjamenn þarftu að eiga toppleik. Það vantaði áræðni í þessu og ef við náum því ekki erum við í vandræðum. Við eigum þar inni og við náum því fram.“ Valsmenn voru alltaf að elta í leiknum í dag og það var eins og það hefði vantað meiri ákefð í þeirra lið. Stemningin á pöllunum var frábær og stuðningsmenn Vals mættu til Eyja með Herjólfi. „Alveg frábært að spila hérna, mikil stemmning og alltaf gaman að koma til Eyja. Ég hef oft sagt að þetta sé skemmtilegasti útivöllurinn að koma á. Þó ákveðnir hlutir hafi ekki verið að ganga upp þá vorum við fínir að halda niðri muninum. Svo hentum við þessu frá okkur í lokin og þá var þetta erfitt.“ Það voru töluverð læti eftir leik liðanna í deildarkeppninni í síðustu viku og meðal annars tókust þeir á þjálfararnir, Óskar Bjarni og Arnar Pétursson. Stuðningsmannasveit ÍBV lét Óskar stundum heyra það í dag og söng orðin sem Arnar notaði um kollega sinn í síðasta leik. „Það er allt komið í gott mál. Hann var að verja sinn leikmann og við aðeins að takast á sem við höfum gert síðan við vorum 13-14 ára og orðið rólegir strax á eftir. Helst viljum við ekkert vera að ræða þetta heldur leyfa leikmönnum að eiga sviðið. Strax eftir leikinn um daginn var þetta ekkert vandamál.“ „Eyjamenn voru eitthvað að kalla í dag og blessaður vertu, ég hef húmor fyrir þessu. Þetta er skemmtilegur þjóðflokkur hérna og yndislegt fólk. Við þurfum bara að koma hérna aftur því það er svo hrikalega gaman að vera hérna.“ Valsmenn fara ekki í sumarfrí þó þeir detti úr leik á miðvikudaginn því þeir eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppninni. Er sú keppni eitthvað að trufla leikmenn Vals í úrslitakeppninni? „Hún truflar ekkert hér, hún á ekki að gera það. Við höfum spilað mikið af leikjum sem við höfum grætt á og þetta á ekkert að hafa áhrif. Nú byrjar ný keppni, síðasta umferðin í deildinni var erfið og nú er bara nýtt líf og við þurfum að nýta það,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45 Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 29-21 | ÍBV fór illa með Val í Eyjum ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum í dag. 9. apríl 2017 19:45
Athugasemd send til HSÍ: „Fokkaðu þér, Óskar" ÍBV er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Val í Olís-deild karla eftir öruggan sigur í Vestmannaeyjum en leikurinn fór 29-21. 9. apríl 2017 19:30
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn