Fíll framsóknarflokkanna Bolli Héðinsson skrifar 21. mars 2017 07:00 Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í herbergjum framsóknarflokkanna þriggja, Sjálfstæðis-, VG og Framsóknarflokksins, er fíll sem lifir þar góðu lífi án þess að nokkur nærstaddur þykist taka eftir honum. Þetta er fíllinn sem boðar lausn frá gengissveiflum íslensku krónunnar, lækkun vaxta og afnám verðtryggingar en sem er samt bannað að tala um. Þegar loks kemur að því að bæta almenningi tjónið af gengisfalli krónunnar, sem er beinlínis það sem eigin mynt þjóðarinnar á að gera samkv. kokkabókum þeirra sem segja svo mikilvægt að vera með íslensku krónuna, þ.e. að vera með eigin mynt sem geti sveiflast („svo gott að hafa krónuna“) þá fara útflytjendur nú af stað og krefjast þess að stjórnvöld grípi inn í og felli gengi krónunnar. Almenningur, sem hefur mátt þola hækkað verðlag, hækkun skulda og aðra óáran í kjölfar hrunsins, mátti með réttu telja að loksins væri röðin komin að honum að fá að njóta þess þegar gengi krónunnar tók að hækka. Innfluttar vörur myndu lækka í verði, vísitala lækka og þar með lækkun skulda. Nei, þá er brugðist við og reynt að sporna við því að almenningur fái notið þessara langþráðu kjarabóta. Þar fara fremst útgerðirnar og ferðaiðnaðurinn og svo fyrrnefndir framsóknarflokkar.Gildir sveiflan bara til kjaraskerðingar? Krafan um gengisfellingu kemur fram þrátt fyrir þann afslátt sem útgerðin nýtur af auðlindagjöldum (á meðan markaðsverð ræður ekki afgjaldinu) og sérstakan afslátt til ferðaiðnaðarins af virðisaukaskatti. Þessi afsláttur sem ríkisvaldið veitir þessum tveimur atvinnugreinum er til viðbótar við þau hagstæðu rekstrarskilyrði, sem fólgin voru í lágu gengi krónunnar og þessir aðilar hafa búið við allt frá hruni. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna standa hagsmunagæslumenn útgerðanna ekki úti á torgum og krefjast þess að til allra ráða verði gripið til að draga úr sveiflum? Ástæðan virðist sú að sveiflujöfnunin á bara að virka niður á við, það á bara að nota „svo gott að hafa krónuna“ þegar þarf að rýra kjör almennings en ekki til að bæta þau. Aðrar þjóðir sem áður voru í svipaðri stöðu hafa brugðist við sveiflum sem þessum. Fyrst með myntsamstarfi og svo sameiginlegum gjaldmiðli. Íslendingum stendur til boða að taka þátt í slíku myntsamstarfi sem myndi eyða mestu sveiflunum í verðlagi inn- og útflutnings auk þess sem vextir myndu lækka og hægt yrði að afnema verðtryggingu. Síðan ef vel tekst til þá byðist þjóðinni að vera fullgildur aðili að útgáfu sameiginlegs gjaldmiðils. Gjaldmiðillinn heitir evra og samstarfsvettvangurinn heitir Evrópusambandið – það er fíllinn framsóknarflokkanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar