Einn helsti stjórnmálaleiðtogi Norður-Írlands látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2017 07:47 Martin McGuinness. vísir/getty Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London. Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Martin McGuinness, fyrrverandi leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálarms Írska lýðveldishersins (IRA) á Norður-Írlandi og fyrrverandi fyrsti ráðherra í heimastjórn landsins, er látinn, 66 ára að aldri. Talið er að hann hafi látist vegna sjaldgæfs hjartasjúkdóms en frá þessu er greint á vef BBC. McGuinness var einn af lykilmönnunum á bak við friðarsamkomulagið sem kennt er við Good Friday (föstudaginn langa) og var undirritað árið 1998. Í því fólst að lýðveldissinnar í flokki Sinn Féin (kaþólikkar) myndu fara sameiginlega með stjórn landsins ásamt sambandssinnum í stjórnmálaflokkinum Democratic Unionist Party (mótmælendur). Lýðveldissinnar hafa barist fyrir sameinuðu Írlandi í áratugi á meðan sambandssinnar vilja að Norður-Írlandi verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi. Árið 2007 varð McGuinness fyrsti ráðherrann í heimastjórn landsins. Hann sagði hins vegar af sér í janúar síðastliðnum í mótmælaskyni þar sem hann var ósáttur við hvernig sambandssinnar tóku á orkumálahneyksli sem skók landið. Afsögn McGuinness kallaði á kosningar sem fram fóru fyrr í þessum mánuði.Varð ungur einn af leiðtogum IRA McGuinness ólst upp í Derry, annarri stærstu borg Norður-Írlands á eftir höfuðborg Belfast. Árið 1972, á blóðuga sunnudeginum þegar breskir hermenn skutu 14 manns til bana sem voru í mótmælagöngu í Derry, var McGuinness 21 árs og orðinn næstráðandi í Írska lýðveldishernum. Hann var einn af leiðtogum hersins þegar herinn stóð fyrir miklum sprengjuárásum í Derry og sat McGuinness í fangelsi eftir að hann var handtekinn nærri bíl sem var fullur af sprengiefnum. Leiðtogahæfileikar hans vöktu þó fljótt athygli og hann var aðeins 22 ára gamall þegar honum og Gerry Adams, formanns Sinn Féin, var flogið til London fyrir leynilegar viðræður við bresk stjórnvöld. McGuinness sagðist hafa hætt í lýðveldishernum árið 1974 og snúið sér alfarið að stjórnmálum en margir telja þó að hann hafi enn verið leiðtogi í IRA á 9. áratugnum þear flestar alræmdustu árásum hersins voru framdar. McGuinness var einn af lykilmönnunum í friðarviðræðunum sem leiddu til samkomulagsins sem kennt er við Good Friday. Hin síðari ár sagði hann að sínu stríði væri lokið. „Mitt starf sem stjórnmálaleiðtogi er að koma í veg fyrir stríð og ég er fullur af ástríðu fyrir því verkefni.“Fréttin hefur verið uppfærð þar sem farið var rangt með aldur McGuinness þar sem fjallað er um ferð hans og Adams til London.
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira