Segja aðhaldsaðgerðir í málefnum háskólanna brjóta gegn stjórnarsáttmála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. mars 2017 13:49 Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton Stúdentaráð Háskóla Íslands segist leggjast alfarið gegn þeirri aðhaldsstefnu stjórnvalda sem hefur verið ríkjandi í málefnum háskólans undanfarin ár. Sú stefna hafi leitt til verulegrar undirfjármögnunar háskólans. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. „Það hefur alvarleg áhrif á gæði náms sem sést meðal annars á niðurfellingu um 50 námskeiða við skólanná þessu ári vegna kröfu stjórnvalda um aðhald. Benda má á að fleiri námskeið hafa verið felld niður undanfarin ár og því er ekki um að ræða fyrsta skiptið sem gripið hefur verið til slíkra aðhaldsaðgerða,“ segir í ályktuninni. „Þær aðhaldsaðgerðir geta leitt til þess að einstaklingar þurfi að fresta útskrift auk þess sem þær minnka val innan námsgreina, draga úr möguleika námsmanna á sérhæfingu í námi og skerða jafnrétti til náms. Þær brjóta gegn stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem kveðið er á um að „háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni.“ Það skýtur skökku við að mæla fyrir auknum stuðningi við háskólana, en um leið boða aðhaldsaðgerðir í málefnum þeirra.“ Í ályktuninni segir jafnframt að á undanförnum misserum hafi ítrekað komið fram að íslenskir háskólar standist ekki alþjóðlegan samanburð þegar kemur að fjármögnun þeirra. „Íslenskir háskólar fá um helmingi lægri framlög á hvern háskólanema en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.3 Enn eru framlög á hvern nemanda í íslensku háskólakerfi lægri en þau voru fyrir áratug- og það þrátt fyrir að háskólakerfið hafi samkvæmt erlendum úttektum verið undirfjármagnað á þeim tíma. Stúdentaráð krefst þess að sú staða verði leiðrétt. Öflugt menntakerfi er grunnstoð framsækinna og samkeppnishæfra nútímasamfélaga. Stúdentaráð Háskóla Íslands trúir því að stjórnvöld hafi áhuga á að byggja upp slíkt samfélag á Íslandi og krefst þess að þau sýni það í verki.“ Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands segist leggjast alfarið gegn þeirri aðhaldsstefnu stjórnvalda sem hefur verið ríkjandi í málefnum háskólans undanfarin ár. Sú stefna hafi leitt til verulegrar undirfjármögnunar háskólans. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. „Það hefur alvarleg áhrif á gæði náms sem sést meðal annars á niðurfellingu um 50 námskeiða við skólanná þessu ári vegna kröfu stjórnvalda um aðhald. Benda má á að fleiri námskeið hafa verið felld niður undanfarin ár og því er ekki um að ræða fyrsta skiptið sem gripið hefur verið til slíkra aðhaldsaðgerða,“ segir í ályktuninni. „Þær aðhaldsaðgerðir geta leitt til þess að einstaklingar þurfi að fresta útskrift auk þess sem þær minnka val innan námsgreina, draga úr möguleika námsmanna á sérhæfingu í námi og skerða jafnrétti til náms. Þær brjóta gegn stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem kveðið er á um að „háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni.“ Það skýtur skökku við að mæla fyrir auknum stuðningi við háskólana, en um leið boða aðhaldsaðgerðir í málefnum þeirra.“ Í ályktuninni segir jafnframt að á undanförnum misserum hafi ítrekað komið fram að íslenskir háskólar standist ekki alþjóðlegan samanburð þegar kemur að fjármögnun þeirra. „Íslenskir háskólar fá um helmingi lægri framlög á hvern háskólanema en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.3 Enn eru framlög á hvern nemanda í íslensku háskólakerfi lægri en þau voru fyrir áratug- og það þrátt fyrir að háskólakerfið hafi samkvæmt erlendum úttektum verið undirfjármagnað á þeim tíma. Stúdentaráð krefst þess að sú staða verði leiðrétt. Öflugt menntakerfi er grunnstoð framsækinna og samkeppnishæfra nútímasamfélaga. Stúdentaráð Háskóla Íslands trúir því að stjórnvöld hafi áhuga á að byggja upp slíkt samfélag á Íslandi og krefst þess að þau sýni það í verki.“
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira