Segja aðhaldsaðgerðir í málefnum háskólanna brjóta gegn stjórnarsáttmála Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. mars 2017 13:49 Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton Stúdentaráð Háskóla Íslands segist leggjast alfarið gegn þeirri aðhaldsstefnu stjórnvalda sem hefur verið ríkjandi í málefnum háskólans undanfarin ár. Sú stefna hafi leitt til verulegrar undirfjármögnunar háskólans. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. „Það hefur alvarleg áhrif á gæði náms sem sést meðal annars á niðurfellingu um 50 námskeiða við skólanná þessu ári vegna kröfu stjórnvalda um aðhald. Benda má á að fleiri námskeið hafa verið felld niður undanfarin ár og því er ekki um að ræða fyrsta skiptið sem gripið hefur verið til slíkra aðhaldsaðgerða,“ segir í ályktuninni. „Þær aðhaldsaðgerðir geta leitt til þess að einstaklingar þurfi að fresta útskrift auk þess sem þær minnka val innan námsgreina, draga úr möguleika námsmanna á sérhæfingu í námi og skerða jafnrétti til náms. Þær brjóta gegn stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem kveðið er á um að „háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni.“ Það skýtur skökku við að mæla fyrir auknum stuðningi við háskólana, en um leið boða aðhaldsaðgerðir í málefnum þeirra.“ Í ályktuninni segir jafnframt að á undanförnum misserum hafi ítrekað komið fram að íslenskir háskólar standist ekki alþjóðlegan samanburð þegar kemur að fjármögnun þeirra. „Íslenskir háskólar fá um helmingi lægri framlög á hvern háskólanema en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.3 Enn eru framlög á hvern nemanda í íslensku háskólakerfi lægri en þau voru fyrir áratug- og það þrátt fyrir að háskólakerfið hafi samkvæmt erlendum úttektum verið undirfjármagnað á þeim tíma. Stúdentaráð krefst þess að sú staða verði leiðrétt. Öflugt menntakerfi er grunnstoð framsækinna og samkeppnishæfra nútímasamfélaga. Stúdentaráð Háskóla Íslands trúir því að stjórnvöld hafi áhuga á að byggja upp slíkt samfélag á Íslandi og krefst þess að þau sýni það í verki.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands segist leggjast alfarið gegn þeirri aðhaldsstefnu stjórnvalda sem hefur verið ríkjandi í málefnum háskólans undanfarin ár. Sú stefna hafi leitt til verulegrar undirfjármögnunar háskólans. Þetta kemur fram í ályktun frá ráðinu. „Það hefur alvarleg áhrif á gæði náms sem sést meðal annars á niðurfellingu um 50 námskeiða við skólanná þessu ári vegna kröfu stjórnvalda um aðhald. Benda má á að fleiri námskeið hafa verið felld niður undanfarin ár og því er ekki um að ræða fyrsta skiptið sem gripið hefur verið til slíkra aðhaldsaðgerða,“ segir í ályktuninni. „Þær aðhaldsaðgerðir geta leitt til þess að einstaklingar þurfi að fresta útskrift auk þess sem þær minnka val innan námsgreina, draga úr möguleika námsmanna á sérhæfingu í námi og skerða jafnrétti til náms. Þær brjóta gegn stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem kveðið er á um að „háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni.“ Það skýtur skökku við að mæla fyrir auknum stuðningi við háskólana, en um leið boða aðhaldsaðgerðir í málefnum þeirra.“ Í ályktuninni segir jafnframt að á undanförnum misserum hafi ítrekað komið fram að íslenskir háskólar standist ekki alþjóðlegan samanburð þegar kemur að fjármögnun þeirra. „Íslenskir háskólar fá um helmingi lægri framlög á hvern háskólanema en háskólar annars staðar á Norðurlöndum.3 Enn eru framlög á hvern nemanda í íslensku háskólakerfi lægri en þau voru fyrir áratug- og það þrátt fyrir að háskólakerfið hafi samkvæmt erlendum úttektum verið undirfjármagnað á þeim tíma. Stúdentaráð krefst þess að sú staða verði leiðrétt. Öflugt menntakerfi er grunnstoð framsækinna og samkeppnishæfra nútímasamfélaga. Stúdentaráð Háskóla Íslands trúir því að stjórnvöld hafi áhuga á að byggja upp slíkt samfélag á Íslandi og krefst þess að þau sýni það í verki.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira