Orkustofnun stýrir risajarðhitaverkefni þrettán Evrópulanda Svavar Hávarðsson skrifar 22. mars 2017 06:45 Jarðhiti er vannýtt auðlind víða um heim og tækifærin til nýtingar hans eru talin nær óendanleg. vísir/ernir Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira