Orkustofnun stýrir risajarðhitaverkefni þrettán Evrópulanda Svavar Hávarðsson skrifar 22. mars 2017 06:45 Jarðhiti er vannýtt auðlind víða um heim og tækifærin til nýtingar hans eru talin nær óendanleg. vísir/ernir Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira