Orkustofnun stýrir risajarðhitaverkefni þrettán Evrópulanda Svavar Hávarðsson skrifar 22. mars 2017 06:45 Jarðhiti er vannýtt auðlind víða um heim og tækifærin til nýtingar hans eru talin nær óendanleg. vísir/ernir Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Orkustofnun hefur verið falin verkefnisstjórn í stóru samstarfsverkefni Evrópusambandsins og sextán stjórnsýslu- og rannsóknamiðstöðva í þrettán Evrópulöndum. Markmið verkefnisins – sem nefnist Geothermica – er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Til að ná markmiðum verkefnisins hafa þátttakendur lagt rúmar 30 milljónir evra, eða 3,5 milljarða íslenskra króna, í sjóð sem nýttur verður til að styðja við nýsköpunar- og þróunarverkefni í jarðhita.Hjalti Páll Ingólfsson,Alls taka 10 ríki Evrópusambandsins þátt í samstarfinu; Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Spánn, Portúgal, Holland, Belgía, Danmörk, Rúmenía og Slóvenía, auk Íslands, Sviss og Tyrklands sem tengjast verkefninu í gegnum sérstaka samninga við ESB, meðal annars með EES-samningnum. Markmið samstarfsins er að samnýta rannsóknarfé frá þátttökulöndunum annars vegar og frá ESB hins vegar, til rannsókna og nýsköpunar á sviði jarðhita, og til að efla tengslanet og viðskiptasambönd innan jarðvarmageirans í Evrópu. Þá er ætlunin að koma á stefnumótandi samstarfi meðal þeirra sem veita styrki á sviði jarðhitarannsókna og nýsköpunar. Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri GEORGS rannsóknarklasa í jarðhita og rekstrarstjóri verkefnisstofu Geothermica, segist líta svo á að verkefnið geti nýst Íslendingum sérstaklega vel. Í því felist tækifæri til að koma að verkefnum á nýjum stöðum, en íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að verkefnum víða um heim á undanförnum árum. „Þetta opnar líka möguleika til að nýta okkar þekkingu á hitaveitu og möguleikum á að nota jarðhita sem uppsprettu hita, ekki bara til orkuframleiðslu. Í þessu er að verða mikil vakning í Evrópu við nýtingu á endurnýjanlegri orku, sem hefur ekki verið til þessa þrátt fyrir mikilvægið,“ segir Hjalti. Spurður hverjir hér innanlands gætu nýtt sér samkeppnissjóð eins og þennan segir Hjalti að það geti verið sérfræðingar í orkumálum sem gætu komið að ýmsum verkefnum, óháð því hvers lensk þau eru. „Þeir sem geta klárlega komið hér inn eru sjálfstæðir sérfræðingar og ráðgjafar, verkfræðistofurnar, orkufyrirtækin og þetta getur klárlega verið tækifæri fyrir sprotaverkefni sem eru komin svolítið áleiðis,“ segir Hjalti.Að baki verkefni eins og þessu liggur sú stefnumótun Evrópulanda að auka verulega hlut endurnýjanlegra orkugjafa bæði fyrir almenning og til notkunar í atvinnulífinu. Jarðvarmi er í dag einungis notaður sem orkugjafi í örfáum atvinnugreinum og á fáum afmörkuðum svæðum. Á sama tíma er talið að um fjórðungur Evrópulanda geti nýtt sér jarðvarma en ESB stefnir að því að fyrir árið 2050 komi 80 prósent allrar orku til húshitunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, þar með talið frá jarðhita sem er talinn vannýttur víðast hvar í heiminum. Það er því mat aðstandenda verkefnisins að tækifærin til frekari nýtingar hans séu nánast ótæmandi. Spurður hvort tengja megi loftslagsumræðuna í heiminum við verkefnið segir Hjalti að verkefnið staðfesti áhuga Evrópu á jarðhita og beint og óbeint tengist þetta saman. Áhugi á endurnýtanlegri orku sé auðvitað gríðarlega mikilvægur í því ljósi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira