Of snemmt að afskrifa Viðreisn og Bjarta framtíð Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2017 10:16 Staða Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er þröng en Stefanía Óskarsdóttir telur þó oft snemmt að afskrifa þessar stjórnmálahreyfingar. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur enn of snemmt um að segja hvort ríkisstjórnarsamstarfið muni reynast Viðreisn og Bjartri framtíð banvænt. Eiríkur Bergmann hefur lýst Sjálfstæðisflokki sem hákarli íslenskra stjórnmála sem éti upp allt fylgi samstarfsflokkanna. Eins og fram kom á Vísi í gær fengju hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð fengi 3,8 prósent og Viðreisn 3,1 prósent. Meðan þessu fer fram heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínu og gott betur með 32,1 prósents fylgis.VG tekur dregur fylgi Pírata til sín„Oftar en ekki eiga ný framboð sem ná manni á þing erfitt uppdráttar jafnvel þótt þau séu utan ríkisstjórnar. Björt framtíð mældist á síðasta kjörtímabili með það lítið fylgi að ekki virtust líkur á að hún næði mönnum inn þegar kosið yrði á ný. Annað kom á daginn. Viðreisn er óskrifað blað. Í forystu flokksins er fólk sem á sér langa sögu innan Sjálfstæðisflokksins auk nýs fólks. Kjósendur eiga núna ef til vill erfitt með að aðgreina Viðreisn frá Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn er klárlega ekki valkostur fyrir þá sem eru ósáttir við ríkisstjórnina,“ segir Stefanía en Vísir fékk hana til að rýna með sér í þessa nýju könnun, sem óneitanlega sætir tíðindum. Stefanía bendir á að VG græði á því að vera utan ríkisstjórnar.„Lausafylgið til vinstri sem fór á Píratana leitar núna til þeirra. Píratar halda sínu frá kosningum. Samfylking mælist enn lítil og Framsókn er í lægð en það gæti breyst nái þeir sér á strik í umræðu um vogunarsjóði og framtíð fjármálakerfisins.“Hið flöktandi frjálslyndiÍ kosningunum gáfu Viðreisn og Björt framtíð sig út fyrir að vera frjálslyndir flokkar en þeirra helstu mál í upphafi kjörtímabils, þau sem helst eru áberandi, eru jafnlaunavottun og hertar reglur um notkun veipa? Stefanía telur ekki ósennilegt að þetta skipti máli, en telur þó önnur mál þyngri á metunum.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir meðal annars á að fylgi Viðreisnar sé lausafylgi, sem nú leitar annað.„Þeir töluðu um að þeir væru „frjálslyndir“ og einnig talaði Viðreisn fyrir „róttækum kerfisbreytingum“. Það sem þeir áttu kannski við var að stefna að nánara samstarfi við ESB og taka upp evru eða fyrirkomulag sem festi gengið betur. Stuðningur við ESB er ekki mikill - jafnvel hefur dregið úr honum innan raða atvinnurekenda.“Kjósendur Viðreisnar lausafylgiStefanía bendir jafnframt á að breytingar á sjávarútvegi og landbúnaði hafi verið meðal áherslumála í kosningabaráttunni. „En stjórnarsáttmálinn ber ekki með sér að stefnt verði að miklum áherslubreytingum. En það hefur lítið enn reynt á ríkisstjórnina. Hún hefur fá mál lagt fram, enginn veit hvernig fjármálaætlunin mun líta út. Það gætu orðið átök þegar hún birtist við ýmsa hagsmunaaðila.“ Sjálfstæðisflokkurinn fær ábyggilega plús í kladdann hjá mörgum kjósendum fyrir efnahagsuppsveifluna, að mati Stefaníu. „Kjósendur Viðreisnar voru lausafylgi - nú horfa margir þeirra annað. Björt framtíð hélt sínum hlut að mestu i síðustu kosningum. XD hefur haft um fjórðung fylgis sem fastafylgi síðustu ár. Það er aðeins að siga upp en það er ekkert í hendi.“ Tengdar fréttir Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Vinstri græn gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingunni. Ný könnun bendir til að einungis fimm flokkar næðu fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn ennþá langstærsti flokkurinn en VG saxar á forskotið. 23. mars 2017 07:00 Fréttaskýring: Sjálfstæðisflokkur hákarl íslenskra stjórnmála Flokkurinn étur upp fylgi samstarfsflokkanna. 23. mars 2017 11:10 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur telur enn of snemmt um að segja hvort ríkisstjórnarsamstarfið muni reynast Viðreisn og Bjartri framtíð banvænt. Eiríkur Bergmann hefur lýst Sjálfstæðisflokki sem hákarli íslenskra stjórnmála sem éti upp allt fylgi samstarfsflokkanna. Eins og fram kom á Vísi í gær fengju hvorki Viðreisn né Björt framtíð fengju kjörinn mann á þing ef kosið væri núna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Björt framtíð fengi 3,8 prósent og Viðreisn 3,1 prósent. Meðan þessu fer fram heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínu og gott betur með 32,1 prósents fylgis.VG tekur dregur fylgi Pírata til sín„Oftar en ekki eiga ný framboð sem ná manni á þing erfitt uppdráttar jafnvel þótt þau séu utan ríkisstjórnar. Björt framtíð mældist á síðasta kjörtímabili með það lítið fylgi að ekki virtust líkur á að hún næði mönnum inn þegar kosið yrði á ný. Annað kom á daginn. Viðreisn er óskrifað blað. Í forystu flokksins er fólk sem á sér langa sögu innan Sjálfstæðisflokksins auk nýs fólks. Kjósendur eiga núna ef til vill erfitt með að aðgreina Viðreisn frá Sjálfstæðisflokknum og flokkurinn er klárlega ekki valkostur fyrir þá sem eru ósáttir við ríkisstjórnina,“ segir Stefanía en Vísir fékk hana til að rýna með sér í þessa nýju könnun, sem óneitanlega sætir tíðindum. Stefanía bendir á að VG græði á því að vera utan ríkisstjórnar.„Lausafylgið til vinstri sem fór á Píratana leitar núna til þeirra. Píratar halda sínu frá kosningum. Samfylking mælist enn lítil og Framsókn er í lægð en það gæti breyst nái þeir sér á strik í umræðu um vogunarsjóði og framtíð fjármálakerfisins.“Hið flöktandi frjálslyndiÍ kosningunum gáfu Viðreisn og Björt framtíð sig út fyrir að vera frjálslyndir flokkar en þeirra helstu mál í upphafi kjörtímabils, þau sem helst eru áberandi, eru jafnlaunavottun og hertar reglur um notkun veipa? Stefanía telur ekki ósennilegt að þetta skipti máli, en telur þó önnur mál þyngri á metunum.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur bendir meðal annars á að fylgi Viðreisnar sé lausafylgi, sem nú leitar annað.„Þeir töluðu um að þeir væru „frjálslyndir“ og einnig talaði Viðreisn fyrir „róttækum kerfisbreytingum“. Það sem þeir áttu kannski við var að stefna að nánara samstarfi við ESB og taka upp evru eða fyrirkomulag sem festi gengið betur. Stuðningur við ESB er ekki mikill - jafnvel hefur dregið úr honum innan raða atvinnurekenda.“Kjósendur Viðreisnar lausafylgiStefanía bendir jafnframt á að breytingar á sjávarútvegi og landbúnaði hafi verið meðal áherslumála í kosningabaráttunni. „En stjórnarsáttmálinn ber ekki með sér að stefnt verði að miklum áherslubreytingum. En það hefur lítið enn reynt á ríkisstjórnina. Hún hefur fá mál lagt fram, enginn veit hvernig fjármálaætlunin mun líta út. Það gætu orðið átök þegar hún birtist við ýmsa hagsmunaaðila.“ Sjálfstæðisflokkurinn fær ábyggilega plús í kladdann hjá mörgum kjósendum fyrir efnahagsuppsveifluna, að mati Stefaníu. „Kjósendur Viðreisnar voru lausafylgi - nú horfa margir þeirra annað. Björt framtíð hélt sínum hlut að mestu i síðustu kosningum. XD hefur haft um fjórðung fylgis sem fastafylgi síðustu ár. Það er aðeins að siga upp en það er ekkert í hendi.“
Tengdar fréttir Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Vinstri græn gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingunni. Ný könnun bendir til að einungis fimm flokkar næðu fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn ennþá langstærsti flokkurinn en VG saxar á forskotið. 23. mars 2017 07:00 Fréttaskýring: Sjálfstæðisflokkur hákarl íslenskra stjórnmála Flokkurinn étur upp fylgi samstarfsflokkanna. 23. mars 2017 11:10 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Gjörbreytt staða frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun Vinstri græn gætu myndað þriggja flokka ríkisstjórn með Pírötum og Samfylkingunni. Ný könnun bendir til að einungis fimm flokkar næðu fulltrúa á þing. Sjálfstæðisflokkurinn ennþá langstærsti flokkurinn en VG saxar á forskotið. 23. mars 2017 07:00
Fréttaskýring: Sjálfstæðisflokkur hákarl íslenskra stjórnmála Flokkurinn étur upp fylgi samstarfsflokkanna. 23. mars 2017 11:10