Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meira máli en hreimurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 12:30 Nichole Leigh Mosty og Eliza Reid. Vísir/Vilhelm Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Forsetafrúin Eliza Reid, kemur þingkonu Bjartrar framtíðar, Nichole Leigh Mosty, til varnar og segir mikilvægt að Íslendingar séu umburðarlyndir og sýni þeim s kilning sem komi að utan. Þetta skrifar forsetafrúin á Facebook síðu sína í dag. Þingkonan neyddist til þess að loka Facebook reikningi sínum á dögunum, eftir að hafa orðið þar fyrir miklum svívirðingum, sem níu ára gamall sonur hennar rak meðal annars augun í, þar sem svæsin og gróf ummæli mátti meðal annars finna í athugasemdakerfi fréttamiðla á Facebook. Benti Nicole meðal annars á að íslenska hennar væri ekki fullkomin, en að einhverra hluta vegna hafi orðið til fyrirsagnir út frá ummælum hennar, sem ekki standist skoðun.Sjá einnig: Þingkona hrökklast af Facebook Í færslu forsetafrúnnar, þar sem vísað er í frétt Eyjunnar af máli Nichole, þar sem meðal annars er gagnrýnt að hún tali ekki fullkomna íslensku, bendir hún á að forseti Íslands, Guðni Th. hafi í nýlegri heimsókn þeirra til Noregs, talað norsku í ræðum og í viðtölum við fjölmiðla, í stað ensku og að framburð hans hafi heldur betur mátt bæta. Samt hafi honum verið vel tekið. Hún segist stolt af því að á Alþingi sitji Íslendingar sem fæddust erlendis og segir Eliza að hún viti af eigin reynslu hversu erfitt það getur verið að læra nýtt tungumál á fullorðinsárum. „Ég tala með hreim, beygi orð rangt, segi stundum tóma vitleysu sem fær fólk til að hlæja eða það skilur ekki neitt fyrr en ég er búin að útskýra hlutina aftur.“ Í færslunni segir Eliza að það sé mikilvægt að virða mikilvægi íslensks máls og reyna að tala hana og skrifa eins vel og hægt er. Það eigi að kenna börnum hér á landi. „En við verðum að vera umburðarlynd og sýna þeim skilning sem koma að utan og eru að læra málið seinna en þeir sem eru fæddir og uppaldir á Íslandi. Ræðum það sem þingmenn segja frekar en með hvaða hreim þeir gera það.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent