Ræddu um fátækt á Íslandi: Eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2017 14:50 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræddu þar um fátækt og hvernig hægt sé að stemma stigu við henni í íslensku samfélagi. Umræðan hefst þegar 22 og hálf mínúta er liðin af þættinum. Voru þar meðal annars rædd þau viðbrögð sem Nichole hefur fengið, vegna ummæla sinna um fátækt, en hun hefur áður sagt umræðuna um fátækt „vera of einhliða,“ þar sem hún vill líta á heildarmyndina. Nichole þvertók fyrir að hún hefði með nokkrum hætti viljað afneita því að til væri fátækt fólk á Íslandi. Þá gagnrýndu Katrín og Logi þá vegferð sem umræðan hefði verið á, umræðan ætti að snúast um málefnin en ekki fólk.Sjá einnig: Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meiri máli en hreimurinnÞurfum að ræða kerfin og líta á heildarmyndinaNichole lagði áherslu á að hún vildi ræða þau kerfi sem væru til staðar, til þess að leysa vandamálin. Mikilvægt væri að líta á heildarmyndina og hvernig fólk væri skilgreint, og hvernig vandamálið væri leyst. „Við erum að fara að tala um húsnæðismál. Ég er að reyna að vera skrefi á undan umræðunni til þess að skilja nákvæmlega hvað er að gerast.“ Hún benti á að núverandi ríkisstjórn hefði einungis verið við völd í tvo mánuði. „Hefðum við átt að laga öll vandamálin, á þessum tveimur mánuðum? Talið við okkur um málefnin, því við þurfum að átta okkur á því hvað er næsta skref, og það skref þarf að vera tekið með ábyrgð.“Um að ræða kerfi misskiptingar og hægristefnuKatrín sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að hér væri um að ræða kerfi misskiptingar og að fátækt væri birtingarmynd þeirrar misskiptingar. Hún gagnrýndi í því samhengi stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. „Við höfum séð gríðarlega sterka hægri stefnu hér á síðasta kjörtímabili. Til dæmis þar sem var farið í massífar skattabreytingar, sem miðuðu að því að létta skattbyrðina á tekjuhæstu hópana.“ Logi tók undir með Katrínu og sagði að tími væri kominn til þess að fátækir skiluðu skömminni til þeirra sem maka krókinn í samfélaginu, í kerfi sem stjórnmálamenn hafa búið til. „Við lögðum af stað í kosningabaráttu, við vinstri flokkarnir með mjög skýr markmið um það að jafna þennan mun. Það gengur ekki að það vaxi hér upp samfélag, sem sífellt er þannig að færri og færri verði ríkari og ríkari, á meðan stærri og stærri hópur er skilinn eftir.“Mikilvægt að líta til vilja til virkniNichole benti á mikilvægi þess að samfélagið færi að líta til þess þegar fólk væri reiðubúið til þess að vinna, þrátt fyrir erfiðleika. Hún benti á að atvinnulífið í landinu væri ekki tilbúið til þess að taka á móti fólki sem væri tilbúið til þess að vinna. „Við erum ekki með samfélag, sem lítur til vilja til virkni. Við eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks. Er það ekki markmið?“ Katrín tók undir með Nichole, en benti á að lönd í kringum Ísland hefði tekið upp starfsgetumat, til þess eins að hreinsa fólk af örorkuskrám, til þess að spara í kerfinu. Þær voru sammála um það að skoða þyrfti þessi mál mjög vandlega. Katrín, Nichole og Logi voru sammála því að staðan í húsnæðismálum væri alvarleg. Aðspurð um það hvort að nú væri ekki tækifæri til að taka til hendinni í þeim málum, þar sem allir væru með sama skilning á stöðunni sagði Katrín að áhersla núverandi ríkisstjórnar væri á áframhaldandi aðhald. „Við eigum ekki að fjármagna þetta með því að skattleggja fólkið í landinu meira en orðið er, við eigum að skattleggja þá sem mestan pening eiga.“ Kallaði hún jafnframt eftir skýrari reglum á leigumarkaðnum. Nichole sagðist binda vonir við aðgerðarhóp sem Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra hefði sett á laggirnar í málaflokknum. Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Víglínuna á Stöð 2 í dag og ræddu þar um fátækt og hvernig hægt sé að stemma stigu við henni í íslensku samfélagi. Umræðan hefst þegar 22 og hálf mínúta er liðin af þættinum. Voru þar meðal annars rædd þau viðbrögð sem Nichole hefur fengið, vegna ummæla sinna um fátækt, en hun hefur áður sagt umræðuna um fátækt „vera of einhliða,“ þar sem hún vill líta á heildarmyndina. Nichole þvertók fyrir að hún hefði með nokkrum hætti viljað afneita því að til væri fátækt fólk á Íslandi. Þá gagnrýndu Katrín og Logi þá vegferð sem umræðan hefði verið á, umræðan ætti að snúast um málefnin en ekki fólk.Sjá einnig: Forsetafrúin til varnar þingkonunni: Orðin skipta meiri máli en hreimurinnÞurfum að ræða kerfin og líta á heildarmyndinaNichole lagði áherslu á að hún vildi ræða þau kerfi sem væru til staðar, til þess að leysa vandamálin. Mikilvægt væri að líta á heildarmyndina og hvernig fólk væri skilgreint, og hvernig vandamálið væri leyst. „Við erum að fara að tala um húsnæðismál. Ég er að reyna að vera skrefi á undan umræðunni til þess að skilja nákvæmlega hvað er að gerast.“ Hún benti á að núverandi ríkisstjórn hefði einungis verið við völd í tvo mánuði. „Hefðum við átt að laga öll vandamálin, á þessum tveimur mánuðum? Talið við okkur um málefnin, því við þurfum að átta okkur á því hvað er næsta skref, og það skref þarf að vera tekið með ábyrgð.“Um að ræða kerfi misskiptingar og hægristefnuKatrín sagði að mikilvægt væri að átta sig á því að hér væri um að ræða kerfi misskiptingar og að fátækt væri birtingarmynd þeirrar misskiptingar. Hún gagnrýndi í því samhengi stefnu stjórnvalda á undanförnum árum. „Við höfum séð gríðarlega sterka hægri stefnu hér á síðasta kjörtímabili. Til dæmis þar sem var farið í massífar skattabreytingar, sem miðuðu að því að létta skattbyrðina á tekjuhæstu hópana.“ Logi tók undir með Katrínu og sagði að tími væri kominn til þess að fátækir skiluðu skömminni til þeirra sem maka krókinn í samfélaginu, í kerfi sem stjórnmálamenn hafa búið til. „Við lögðum af stað í kosningabaráttu, við vinstri flokkarnir með mjög skýr markmið um það að jafna þennan mun. Það gengur ekki að það vaxi hér upp samfélag, sem sífellt er þannig að færri og færri verði ríkari og ríkari, á meðan stærri og stærri hópur er skilinn eftir.“Mikilvægt að líta til vilja til virkniNichole benti á mikilvægi þess að samfélagið færi að líta til þess þegar fólk væri reiðubúið til þess að vinna, þrátt fyrir erfiðleika. Hún benti á að atvinnulífið í landinu væri ekki tilbúið til þess að taka á móti fólki sem væri tilbúið til þess að vinna. „Við erum ekki með samfélag, sem lítur til vilja til virkni. Við eigum að líta til valdeflingar og virkni fólks. Er það ekki markmið?“ Katrín tók undir með Nichole, en benti á að lönd í kringum Ísland hefði tekið upp starfsgetumat, til þess eins að hreinsa fólk af örorkuskrám, til þess að spara í kerfinu. Þær voru sammála um það að skoða þyrfti þessi mál mjög vandlega. Katrín, Nichole og Logi voru sammála því að staðan í húsnæðismálum væri alvarleg. Aðspurð um það hvort að nú væri ekki tækifæri til að taka til hendinni í þeim málum, þar sem allir væru með sama skilning á stöðunni sagði Katrín að áhersla núverandi ríkisstjórnar væri á áframhaldandi aðhald. „Við eigum ekki að fjármagna þetta með því að skattleggja fólkið í landinu meira en orðið er, við eigum að skattleggja þá sem mestan pening eiga.“ Kallaði hún jafnframt eftir skýrari reglum á leigumarkaðnum. Nichole sagðist binda vonir við aðgerðarhóp sem Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra hefði sett á laggirnar í málaflokknum.
Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira