Nýr þrívídarskanni auðveldar störf lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2017 19:49 Nokkur lögregluembætti á Íslandi, fyrst allra lögregluembætta á Norðurlöndunum, hafa fest kaup á þrívíddarskanna sem getur endurskapað vettvang slys eða glæps. Rannsóknarlögreglumaður segir að skanninn muni koma til með að auðvelda lögreglu mikið rannsókn mála. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti lögreglunnar á Vesturlandi, Norðausturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa, keypti skannann í upphafi árs á um 8 milljónir króna. „Ef ég fer rétt með held ég að við séum fyrsta þjóðin í Skandinavíu sem eignumst þetta tæki. Þetta er tæki sem gerir okkur kleift búa til og raungera vettvanga sem við erum á,“ segir Guðjón Grétarsson, rannsóknarlögreglumaður. Með því að skjóta frá sér innrauðum geislum og taka á móti þeim aftur í allt að 10 milljón punktum á mínútu býr skanninn til veröld sem er allt að 300 metrar að þvermáli. Með þessari nýju tæki er lögreglunni fært að endurskapa vettvang slysa eða glæps og ferðast um hann líkt og í raunveruleikanum. „Helsta breytingin við að eiga þessa græju er kannski að sú góða vinna, sem þó er unnin á svona vettvöngum, verður okkur mun auðveldari. Það eykst nákvæmnin, vinnuhraðinn eykst,“ segir Guðjón Hægt er að ferðast um stafrænu veröldina að og skoða hana frá þeim sjónarhornum sem hver vill hverju sinni. Þá er unnt að gera mjög nákvæmar mælingar. „Við erum tilbúin hvenær sem, 24 tíma sólarhrings, að fara hvert á landinu sem er með þetta tæki ef óskað er eftir því. Við reynum að komast eins fljótt og hægt er áður en það verður mikil hreyfing á vettvangnum og reynum að taka hann upp eins og hann er strax eftir slysið. Þá skilum við af okkur afurð mjög nákvæm.“Koma með vettvanginn í dómsal Vettvangurinn er svo varðveittur og má nota eins lengi og þörf er á. Guðjón segir að í framtíðinni muni stafræni vettvangurinn nýtast fyrir dómi. „Ekki endilega að fara á vettvanginn, eins og gert er í dag í sumum málum, í svokallaða vettvangskönnun heldur komum við með vettvanginn í dóminn,“ segir Guðjón. Lögreglan er nú þegar byrjuð að nota skannann. „Við höfum farið í nokkur mál; umferðarslys, bruna og höfum verið að prófa okkur áfram þar en lærdómsferlið er svona í gangi og hefur verið undanfarinn mánuð,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Grétarsson. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Nokkur lögregluembætti á Íslandi, fyrst allra lögregluembætta á Norðurlöndunum, hafa fest kaup á þrívíddarskanna sem getur endurskapað vettvang slys eða glæps. Rannsóknarlögreglumaður segir að skanninn muni koma til með að auðvelda lögreglu mikið rannsókn mála. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við embætti lögreglunnar á Vesturlandi, Norðausturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum, Ríkislögreglustjóra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa, keypti skannann í upphafi árs á um 8 milljónir króna. „Ef ég fer rétt með held ég að við séum fyrsta þjóðin í Skandinavíu sem eignumst þetta tæki. Þetta er tæki sem gerir okkur kleift búa til og raungera vettvanga sem við erum á,“ segir Guðjón Grétarsson, rannsóknarlögreglumaður. Með því að skjóta frá sér innrauðum geislum og taka á móti þeim aftur í allt að 10 milljón punktum á mínútu býr skanninn til veröld sem er allt að 300 metrar að þvermáli. Með þessari nýju tæki er lögreglunni fært að endurskapa vettvang slysa eða glæps og ferðast um hann líkt og í raunveruleikanum. „Helsta breytingin við að eiga þessa græju er kannski að sú góða vinna, sem þó er unnin á svona vettvöngum, verður okkur mun auðveldari. Það eykst nákvæmnin, vinnuhraðinn eykst,“ segir Guðjón Hægt er að ferðast um stafrænu veröldina að og skoða hana frá þeim sjónarhornum sem hver vill hverju sinni. Þá er unnt að gera mjög nákvæmar mælingar. „Við erum tilbúin hvenær sem, 24 tíma sólarhrings, að fara hvert á landinu sem er með þetta tæki ef óskað er eftir því. Við reynum að komast eins fljótt og hægt er áður en það verður mikil hreyfing á vettvangnum og reynum að taka hann upp eins og hann er strax eftir slysið. Þá skilum við af okkur afurð mjög nákvæm.“Koma með vettvanginn í dómsal Vettvangurinn er svo varðveittur og má nota eins lengi og þörf er á. Guðjón segir að í framtíðinni muni stafræni vettvangurinn nýtast fyrir dómi. „Ekki endilega að fara á vettvanginn, eins og gert er í dag í sumum málum, í svokallaða vettvangskönnun heldur komum við með vettvanginn í dóminn,“ segir Guðjón. Lögreglan er nú þegar byrjuð að nota skannann. „Við höfum farið í nokkur mál; umferðarslys, bruna og höfum verið að prófa okkur áfram þar en lærdómsferlið er svona í gangi og hefur verið undanfarinn mánuð,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón Grétarsson.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira