Vilja fá hugmyndir um nýtingu lághitavatns Svavar Hávarðsson skrifar 28. mars 2017 06:30 Það skortir ekki vatn í Vaðlaheiðargöngunum. vísir/auðunn Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú rennur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMSAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því samhengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orkuauðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þessarar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp baðstað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru.„Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi-ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna.Fréttin birtist í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Nýting lághitavatns á Norðurlandi eystra, með áherslu á nýtingu heita vatnsins sem nú rennur frá Vaðlaheiðargöngum, er tilefni sérstakrar hugmyndasamkeppni á vegum Eims, Íslenskra verðbréfa og Vaðlaheiðarganga ehf.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri EIMSAlbertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Eims, sem er samstarfsverkefni um nýtingu orkuauðlinda og aukna nýsköpun í orkumálum í fjórðungnum, segir tilefnið kannski vera vatnið sem mikið hefur verið fjallað um og streymir frá Vaðlaheiðargöngunum, en kannski ekki síður þá staðreynd að lághitavatn er víða að finna á norðaustanverðu landinu, og nefnir hún Öxarfjörð sérstaklega í því samhengi. „Okkar hlutverk hjá Eimi er að finna nýjar leiðir til að nýta orkuauðlindirnar okkar – nýta þær betur. Það má segja að mikið af lágvarma sé að fara til spillis og þess vegna ákváðum við að boða til þessarar samkeppni og sjá hvort það eru ekki snilldarhugmyndir þarna úti,“ segir Albertína og bætir við að mjög mikið af lághitavatni finnist víða á Íslandi. Strax kemur upp í hugann að nýta vatnið til að koma upp baðstað fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað streyma enda óþarft að segja sérstaklega frá því hversu vinsælir slíkir staðir eru nú þegar. Önnur hugmynd sem er nærtæk er að nýta vatnið til landeldis á fiski, segir Albertína og þegar hafa slíkar hugmyndir verið nefndar í hennar eyru.„Ylrækt er líka þekkt dæmi. Við höfum spennandi dæmi eins og wasabi-ræktun á Egilsstöðum sem dæmi um ræktun á verðmætari afurð en við höfum séð áður og ný verkefni í þeim anda vonumst við eftir að sjá,“ segir hún og bætir við að Vaðlaheiðargöngin séu svo bara eitt gott dæmi um ónýtta auðlind. „Möguleikarnir sem þessari auðlind tengjast eru vísast endalausir,“ segir Albertína. Samkeppnin verður kynnt sérstaklega á blaðamannafundi í dag, en þeir sem standa að Eimi eru Landsvirkjun, Norðurorka, Orkuveita Húsavíkur og Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Auk þess eru Íslenski jarðvarmaklasinn og Íslenski ferðaklasinn aðilar að verkefninu, ásamt atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu. Verkefnið er til þriggja ára og hafa stofnaðilar lagt því til hundrað milljónir króna.Fréttin birtist í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Ábúendur í Nesi þurfa nú að greiða um sex hundruð þúsund krónur á ári í rafmagn og hita vegna vatnsskorts af völdum gerðar Vaðlaheiðarganga. Bæjarlækurinn þornaði upp. Vatn úr Vaðlaheiðinni leitar inn í göngin í staðinn. 27. mars 2017 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent