Hótað brottvísun úr Verzló: Nemandi sagður hafa afbakað orð Bjarna Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2017 11:45 Bjarni Benediktsson mætti í Verzlunarskólann sem gestur í stjórnmálafræðiáfanga í síðustu viku. Vísir Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“ Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Nemanda Verzlunarskóla Íslands, sem tók Bjarna Benediktsson forsætisráðherra upp á myndband í tíma í liðinni viku og birti á Twitter, var gert að hugsa sinn gang og biðjast afsökunar hefði hann áhuga á áframhaldandi skólavist. Eftir að myndskeið voru birt á samfélagsmiðlum úr þessum tíma kviknaði heit umræða á Twitter um það sem Bjarni átti að hafa sagt í umræddum tíma. Bjarni tjáði sig um málið á Twitter þar sem hann sagði meðal annars að hann hafi hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. „Afar dapurleg umræða,“ sagði Bjarni á Twitter.Að gefnu tilefni. Ég hef hvergi sagt að geðlyf virki ekki eða að lyfjagjöf sé líkt og að vökva dáið blóm. Afar dapurleg umræða.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) March 24, 2017 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða vaxandi vandamál í skólum landsins, bæði í grunn- og framhaldsskólum, að nemendur séu farnir að taka bæði ljósmyndir og myndskeið af kennurum eða öðrum í tímum með tilkomu snjallsímanna. Það sé ekki í boði í Verzlunarskóla Íslands og tekið hart á því. Um var að ræða tíma í stjórnmálafræðiáfanga í skólanum síðastliðinn fimmtudag þar sem Bjarni Benediktsson hafði verið fenginn sem gestur. Kennari áfangans hefur undanfarin ár fengið fulltrúa frá öllum flokkum, þingmenn og ráðherra, til að mæta sem gesti og spjalla við nemendur.Fékk skilaboð um að hugsa sinn gangIngi segir umræddan nemanda hafa tekið Bjarna upp á myndband þegar hann ræddi við nemendur og birt afbakaða útgáfu af því á netinu. „Hann fékk skilaboð um það að hugsa sinn gang og koma svo á minn fund í gær, sem hann gerði og við ræddum málin. Ég ætla ekki að tala meira um það hvað okkur fór í milli,“ segir Ingi og tekur fram að þetta hafi ekkert með það að gera að umræddur gestur hafi verið forsætisráðherra landsins, þetta sé einfaldlega bannað, sama hver eigi í hlut. Hann segir að ef nemendur brjóta af sér, alveg sama hver það er, þá sé þeim gert að hugsa sinn gang og mæta þá á fund skólastjóra; hafi þeir áhuga á áframhaldandi skólavist.„Gjörsamlega misboðið“Vísir hefur heimildir fyrir því að skólinn hafi gert nemandanum að biðja Bjarna Benediktsson afsökunar skriflega en Ingi vildi ekki ræða hvað hefði farið þeirra á milli, hans og nemandans. „Þingmenn og ráðherrar eru mjög viljugir að koma og spjalla við krakkana. Okkur er gjörsamlega misboðið þegar nemandi hagar sér svona,“ segir Ingi.Nemendurnir eiga að vera aðgangsharðirNemendur í umræddum stjórnmálafræðiáfanga voru, samkvæmt heimildum Vísis, fremur ágengir þegar kom að opnum spurningum til Bjarna. Til að mynda voru spurningar bornar upp sem snéru að Panama-skjölum, afstöðu hans til fóstureyðingarlaga í Póllandi og þá var hann gagnrýndur fyrir framgöngu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum. Ingi segist ekki vita hvað fór fram í umræddum tíma en segist vona að nemendurnir hafi verið aðgangsharðir í spurningum til forsætisráðherrans. „Krakkarnir eiga að vera það og pólitíkusar eiga að sitja fyrir svörum og svara fyrir sínar skoðanir og gjörðir.“
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent