Hugleiðingar móður Árný Björg Jóhannsdóttir skrifar 28. mars 2017 16:23 Ég geri ekki mikið af því að tjá mig í skrifum opinberlega, en nú kom að því. Ástæðan er nýtt frumvarp sem á að leggja fyrir alþingi um breytingatillögu á nafninu „fóstureyðing“ í „þungunarrof“. Þetta hljómar fyrir mér eins og verið sé að finna fínna orð yfir þessa sorglegu aðgerð. Einnig liggur fyrir, að leyfa fóstureyðingar upp að 22 vikum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð flökurt þegar ég las þetta og ég gat einhvern veginn ekki horft framan í fólkið á myndinni sem hélt á frumvarpinu fyrir framan blaðamenn. Það sem ýtti að síðustu undir þessi skrif var grein í DV sem segir frá Emelíu, sem fæddist fyrir tímann eða á 23 viku og lifir í dag. Aðrar sögur fylgdu í kjölfarið, stúlka sem fæddist á 22 viku og lifir, tvíburar sem fæddust á 22 viku og lifa. Hvað segir þetta okkur? Að þessir litlu einstaklingar séu ekki jafn lifandi innan sem utan móðurkviðar? Má grípa fram í fyrir litlu kríli sem kúrir þar rótt og á síns einskis ills von? Hjartað slær, litlar hendur og fætur hreyfa sig, næringin flæðir í gegnum naflastrenginn til þess að þessi litli einstaklingur geti vaxið og dafnað. Af hverju megum við fullorðna fólkið ráða hvort þau lifa eða deyja? Það skelfir mig að læknavísindin tjái okkur að þetta séu ekki einstaklingar heldur fóstur og þar með má ákveða örlög þeirra. Hvað með þegar það lifir utan við móðurkvið á sama tíma og því er eytt innan hans? Það er engin lógík þarna á ferð. Það sem einnig er sorglegt að mínu mati í þessum málum er þegar konur setja sig á þann stall að ráða öllu varðandi það að halda fóstri eða ekki. Þótt það fái að dafna og þroskast í móðurkviði konunnar, þá ætti hún ekki að vera sú eina sem ræður allri för. Það er faðir til staðar og svo ófædda barnið. Ég hef aldrei skilið þessa afstöðu og mun aldrei skilja hana. Það er ósanngjarnt og eigingjarnt þegar kona heldur því fram, að „þetta sé hennar líkami og hún ráði hvað gerist þar“. Börn eru hluti af föðurnum líka annars væru þau ekki í móðurkviði. Ef hann myndi vilja eiga það, ætti það að vera sjálfsagður hlutur og ef við myndum snúa dæminu við, að feður gengju með barnið, myndi konan vera sátt við að hann eyddi því án þess að vita hvað hún vildi gera? Ég er hreinlega ekki viss. Þegar börn sem eru komin á þann aldur að verða forvitin og vilja vita hvaðan þau koma og hvernig þau urðu til, þá er þeim sagt hvernig ferilinn er, það fylgir örugglega aldrei sögunni að ef foreldrar vilja ekki eignast þau, þá sé þeim bara eytt. Ég veit um feður sem eiga í stríði við að fá að umgangast börnin sín og sumir vilja að börnin þeirra fæðist. Að konan eigi að ráða öllu er algjörlega ófært, bæði varðandi fóstureyðingu og að meina feðrum umgengnisrétt við börnin sín. Ég veit að ég mun sennilega fá að heyra þetta frá lesendum: Nauðganir. Vanheilsa móður. Vanheilsa fósturs. Unglingsstúlkur sem geta ekki séð barninu farborða. Þau sem ekki vilja eignast barn. Og áreiðanlega sitthvað fleira. Eigum við að ræða slys, sjúkdóma, fötlun, fjölskyldumissi, fjárhagshrun, að missa vinnuna eða heimili okkar hérna megin móðurkviðar? Þessir ömurlegu hlutir gerast en við tökum á þeim, finnum lausnir! Það eru til lausnir á öllum málum. Það þarf bara að finna þær. Við megum ekki firra okkur ábyrgð á því sem lífið réttir okkur. Tökumst á við hlutina á réttan hátt, ekki í eigingirni heldur sanngirni. Ég ætla ekki að fara djúpt inn í getnaðarvarnir (sem enginn skortur er á) nema að ég veit að sumar unglingsstúlkur gera ráð fyrir fóstureyðingu ef þær verða þungaðar. Ég veit um nokkur þannig dæmi. Manneskjan hefur tekið sér mikið vald yfir litlum einstaklingum sem gætu orðið flugmenn, hjúkrunarkonur, ballerínur, lögfræðingar, löggur og svo framvegis.Af Doktor.is:Á aðeins tólf vikum þroskast það (fóstrið) úr því að veraeinfaldur frumuklasi yfir í fullmótað fóstur. Öll líffærimyndast á þessum tólf vikum, þar á meðal er hjartað byrjaðað slá á fjórðu meðgönguviku!Fóstrið bregst við hljóðum og regla kemst á svefn og vöku.Taugaendar fóstursins eru nægilega þróaðir til að það finni fyrir því sem snertir hendur þess. Fóstrið getur vaknað við hreyfingar móðurinnar.Vika 22:„Mundu að ef samdrættirnir verða kröftugir, sárir eða mjög tíðir skaltu hafa samband við lækni eða ljósmóður því mögulega gæti þetta verið merki um yfirvofandi fyrirburafæðingu.“Einnig er athyglisvert hvernig Wikiorðabók þýðir nafnorðið „fóstur“: fóstur (hvorugkyn); sterk beyging [1] uppeldi [2] barn í móðurkviði Við megum ekki loka augunum fyrir þróun lífsins, svona verða börn til, svona var mannkyninu ætlað að fjölga sér. Læknar berjast fyrir lífi þeirra barna sem fæðast fyrir tímann og jafnvel geta vísindin í dag gert ýmislegt til að bjarga litlu lífi innan móðurkviðar.. Ein móðir harmar dauða fósturs (barns) meðan önnur harmar fæðingu þess, þetta er allt svo öfugsnúið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég geri ekki mikið af því að tjá mig í skrifum opinberlega, en nú kom að því. Ástæðan er nýtt frumvarp sem á að leggja fyrir alþingi um breytingatillögu á nafninu „fóstureyðing“ í „þungunarrof“. Þetta hljómar fyrir mér eins og verið sé að finna fínna orð yfir þessa sorglegu aðgerð. Einnig liggur fyrir, að leyfa fóstureyðingar upp að 22 vikum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð flökurt þegar ég las þetta og ég gat einhvern veginn ekki horft framan í fólkið á myndinni sem hélt á frumvarpinu fyrir framan blaðamenn. Það sem ýtti að síðustu undir þessi skrif var grein í DV sem segir frá Emelíu, sem fæddist fyrir tímann eða á 23 viku og lifir í dag. Aðrar sögur fylgdu í kjölfarið, stúlka sem fæddist á 22 viku og lifir, tvíburar sem fæddust á 22 viku og lifa. Hvað segir þetta okkur? Að þessir litlu einstaklingar séu ekki jafn lifandi innan sem utan móðurkviðar? Má grípa fram í fyrir litlu kríli sem kúrir þar rótt og á síns einskis ills von? Hjartað slær, litlar hendur og fætur hreyfa sig, næringin flæðir í gegnum naflastrenginn til þess að þessi litli einstaklingur geti vaxið og dafnað. Af hverju megum við fullorðna fólkið ráða hvort þau lifa eða deyja? Það skelfir mig að læknavísindin tjái okkur að þetta séu ekki einstaklingar heldur fóstur og þar með má ákveða örlög þeirra. Hvað með þegar það lifir utan við móðurkvið á sama tíma og því er eytt innan hans? Það er engin lógík þarna á ferð. Það sem einnig er sorglegt að mínu mati í þessum málum er þegar konur setja sig á þann stall að ráða öllu varðandi það að halda fóstri eða ekki. Þótt það fái að dafna og þroskast í móðurkviði konunnar, þá ætti hún ekki að vera sú eina sem ræður allri för. Það er faðir til staðar og svo ófædda barnið. Ég hef aldrei skilið þessa afstöðu og mun aldrei skilja hana. Það er ósanngjarnt og eigingjarnt þegar kona heldur því fram, að „þetta sé hennar líkami og hún ráði hvað gerist þar“. Börn eru hluti af föðurnum líka annars væru þau ekki í móðurkviði. Ef hann myndi vilja eiga það, ætti það að vera sjálfsagður hlutur og ef við myndum snúa dæminu við, að feður gengju með barnið, myndi konan vera sátt við að hann eyddi því án þess að vita hvað hún vildi gera? Ég er hreinlega ekki viss. Þegar börn sem eru komin á þann aldur að verða forvitin og vilja vita hvaðan þau koma og hvernig þau urðu til, þá er þeim sagt hvernig ferilinn er, það fylgir örugglega aldrei sögunni að ef foreldrar vilja ekki eignast þau, þá sé þeim bara eytt. Ég veit um feður sem eiga í stríði við að fá að umgangast börnin sín og sumir vilja að börnin þeirra fæðist. Að konan eigi að ráða öllu er algjörlega ófært, bæði varðandi fóstureyðingu og að meina feðrum umgengnisrétt við börnin sín. Ég veit að ég mun sennilega fá að heyra þetta frá lesendum: Nauðganir. Vanheilsa móður. Vanheilsa fósturs. Unglingsstúlkur sem geta ekki séð barninu farborða. Þau sem ekki vilja eignast barn. Og áreiðanlega sitthvað fleira. Eigum við að ræða slys, sjúkdóma, fötlun, fjölskyldumissi, fjárhagshrun, að missa vinnuna eða heimili okkar hérna megin móðurkviðar? Þessir ömurlegu hlutir gerast en við tökum á þeim, finnum lausnir! Það eru til lausnir á öllum málum. Það þarf bara að finna þær. Við megum ekki firra okkur ábyrgð á því sem lífið réttir okkur. Tökumst á við hlutina á réttan hátt, ekki í eigingirni heldur sanngirni. Ég ætla ekki að fara djúpt inn í getnaðarvarnir (sem enginn skortur er á) nema að ég veit að sumar unglingsstúlkur gera ráð fyrir fóstureyðingu ef þær verða þungaðar. Ég veit um nokkur þannig dæmi. Manneskjan hefur tekið sér mikið vald yfir litlum einstaklingum sem gætu orðið flugmenn, hjúkrunarkonur, ballerínur, lögfræðingar, löggur og svo framvegis.Af Doktor.is:Á aðeins tólf vikum þroskast það (fóstrið) úr því að veraeinfaldur frumuklasi yfir í fullmótað fóstur. Öll líffærimyndast á þessum tólf vikum, þar á meðal er hjartað byrjaðað slá á fjórðu meðgönguviku!Fóstrið bregst við hljóðum og regla kemst á svefn og vöku.Taugaendar fóstursins eru nægilega þróaðir til að það finni fyrir því sem snertir hendur þess. Fóstrið getur vaknað við hreyfingar móðurinnar.Vika 22:„Mundu að ef samdrættirnir verða kröftugir, sárir eða mjög tíðir skaltu hafa samband við lækni eða ljósmóður því mögulega gæti þetta verið merki um yfirvofandi fyrirburafæðingu.“Einnig er athyglisvert hvernig Wikiorðabók þýðir nafnorðið „fóstur“: fóstur (hvorugkyn); sterk beyging [1] uppeldi [2] barn í móðurkviði Við megum ekki loka augunum fyrir þróun lífsins, svona verða börn til, svona var mannkyninu ætlað að fjölga sér. Læknar berjast fyrir lífi þeirra barna sem fæðast fyrir tímann og jafnvel geta vísindin í dag gert ýmislegt til að bjarga litlu lífi innan móðurkviðar.. Ein móðir harmar dauða fósturs (barns) meðan önnur harmar fæðingu þess, þetta er allt svo öfugsnúið!
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun