Þjálfari í Olís-deildinni réðst að dómurum sem áhorfandi með „óbótaskömmum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. mars 2017 09:00 vísir/ernir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir framkomu sína í garð dómara á leik Stjörnunnar U og KR í 1. deild karla. Þar var Einar ekki að þjálfa heldur var hann áhorfandi á leiknum.Fram kemur í úrskurði aganefndar HSÍ sem hittist á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum í gær að Einar „réðst að dómurum með óbótaskömmum eftir að leik Stjörnunnar U og KR í M.fl.ka. 24.03.2017 lauk“ eins og segir í greinargerð fundarins. Einar er sagður hafa sýnt af sér „óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum.“ Þessi litríki þjálfari var ekki þátttakandi í leiknum og var ekki á leikskýrslu. Því hafði aganefnd HSÍ ekki leyfi til að refsa honum á fundi í gær. „Þar sem Einar var ekki þátttakandi í leiknum og ekki á leikskýrslu var ekki unnt að beita útilokun og ekki hefur aganefnd heimild til pesónubundinna refsinga fyrir aðra en þátttakendur í leiknum,“ segir í greinargerð aganefndar. Þar stendur enn fremur að úrskurðurinn verður í samræði við V: kafla 17. greinar í reglugerð HSÍ um agamál og er Stjörnunni gefinn kostur á því að skila inn greinargerð til varnar Einari. Málinu var frestað til næsta fundar. Þess má geta að Stjarnan U, sem er í áttunda sæti 1. deildar, vann leikinn á móti KR sem er í þriðja sæti deildarinnar, 34-30. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar kemur sér í vandræði á tímabilinu en í október í fyrra var hann úrskurðaður í eins leiks bann fyrir framkomu sína í garð dómara í leik Stjörnunnnar og Aftureldingar. Einar gekk enn lengra og krafðist afsökunarbeiðni frá dómurum leiksins í viðtali við Vísi: „Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ sagði hann meðal annars en viðtalið fór ekki vel í forsvarsmenn HSÍ og aganefndina. Fyrir þessi ummæli fékk hann annað eins leiks bann en liðið vann svo ekki í sjö leikjum í röð eftir að Einar var úrskurðaður í leikbannið. Þegar tvær umferðir eru eftir af Olís-deild karla er Stjarnan í níunda og næst neðsta sæti með 19 stig, stigi minna en Fram og á leik á móti Gróttu í Hertz-höllinni í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir framkomu sína í garð dómara á leik Stjörnunnar U og KR í 1. deild karla. Þar var Einar ekki að þjálfa heldur var hann áhorfandi á leiknum.Fram kemur í úrskurði aganefndar HSÍ sem hittist á reglubundnum þriðjudagsfundi sínum í gær að Einar „réðst að dómurum með óbótaskömmum eftir að leik Stjörnunnar U og KR í M.fl.ka. 24.03.2017 lauk“ eins og segir í greinargerð fundarins. Einar er sagður hafa sýnt af sér „óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum.“ Þessi litríki þjálfari var ekki þátttakandi í leiknum og var ekki á leikskýrslu. Því hafði aganefnd HSÍ ekki leyfi til að refsa honum á fundi í gær. „Þar sem Einar var ekki þátttakandi í leiknum og ekki á leikskýrslu var ekki unnt að beita útilokun og ekki hefur aganefnd heimild til pesónubundinna refsinga fyrir aðra en þátttakendur í leiknum,“ segir í greinargerð aganefndar. Þar stendur enn fremur að úrskurðurinn verður í samræði við V: kafla 17. greinar í reglugerð HSÍ um agamál og er Stjörnunni gefinn kostur á því að skila inn greinargerð til varnar Einari. Málinu var frestað til næsta fundar. Þess má geta að Stjarnan U, sem er í áttunda sæti 1. deildar, vann leikinn á móti KR sem er í þriðja sæti deildarinnar, 34-30. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar kemur sér í vandræði á tímabilinu en í október í fyrra var hann úrskurðaður í eins leiks bann fyrir framkomu sína í garð dómara í leik Stjörnunnnar og Aftureldingar. Einar gekk enn lengra og krafðist afsökunarbeiðni frá dómurum leiksins í viðtali við Vísi: „Ég get ekki fengið annað á tilfinninguna en að það sé verið að dæma gegn okkur,“ sagði hann meðal annars en viðtalið fór ekki vel í forsvarsmenn HSÍ og aganefndina. Fyrir þessi ummæli fékk hann annað eins leiks bann en liðið vann svo ekki í sjö leikjum í röð eftir að Einar var úrskurðaður í leikbannið. Þegar tvær umferðir eru eftir af Olís-deild karla er Stjarnan í níunda og næst neðsta sæti með 19 stig, stigi minna en Fram og á leik á móti Gróttu í Hertz-höllinni í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira