Óraunveruleg staða fyrir hið „góða Ísland“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 08:45 Hrund Brynjólfsdóttir segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Vísir/Sammi „Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Þetta er ótrúleg staða. Hún er eitthvað svo óraunveruleg fyrir hið „góða Ísland“.“ Þetta segir Hrund Brynjólfsdóttir en hún er að missa íbúð sem hún hefur verið a' leigja í Grafarvoginum undanfarin fjögur ár. Íbúðin er nú seld og þarf hún að flytja út fyrir 1. maí. Ekkert gengur að finna aðra íbúð fyrir hana og dætur hennar þrjár, sem eru sex, þrettán og fimmtán ára gamlar. Hrund segist sækja um nánast allar íbúðir sem hún sjái auglýstar, svo framarlega sem hún sjái fram á að geta greitt leiguna. Henni finnst mikilvægt að búa áfram í Grafarvoginum eða sem næst honum svo dætur hennar geti haldið áfram í sínum skóla og tómstundum. Eins og áður segir hefur Hrund sótt um fjölmargar íbúðir að undanförnu og segist hún sjaldan fá svör við umsóknum. Hún hefur jafnvel sótt um stúdíóíbúð og tveggja herbergja íbúðir fyrir þær fjórar. „Ef ég fæ svör, þá er það yfirleitt til að láta mig vita að búið er að leigja íbúðirnar út.“Setið um íbúðir Ástandið á leigumarkaðinum í Reykjavík er að flestra mati alvarlegt. Setið er um íbúðir sem eru til leigu og hefur verð þeirra hækkað til muna á undanförnum árum. Greiningardeild Arion banka spáði því nýverið að til að anna eftirspurn þyrfti að byggja átta til tíu þúsund íbúðir á landinu öllu fram til ársloka 2019. Þá segir deildin ólíklegt að það muni takast.Sjá einnig: Nánast ekkert til af íbúðum sem kosta minna en 30 milljónirSjá einnig: Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Þar að auki segir Greiningardeildin að það þyrfti að byggja 35 til 40 þúsund íbúðir til ársins 2040. Fjöldi íbúða til sölu og meðal sölutími hefur lækkað verulega og er í sögulegu lágmarki. Færri íbúðir eru á markaðinum, fleiri eru um hverja íbúð og þær seljast fljótt.Reynir á taugarnar Hrund er að skila BA ritgerð nú í vor ásamt því að vinna á sambýli. Hún segir ástandið reyna verulega á taugarnar og koma niður á svefni. Það sé erfitt að vita til þess að mögulega geti hún og dætur hennar endað á götunni eftir nokkrar vikur. „Það dregur mann verulega niður að fá sömu svörin aftur og aftur. þetta tekur á, óvissan um að geta ekki verið örugg um að hafa þak yfir höfuðið, er slítandi,“ segir Hrund.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira