Er nýtt debetkort lottó- vinningur fjársvikarans? Gísli B. Árnason skrifar 1. mars 2017 07:00 Bankinn minn Landsbankinn sendi mér á dögunum nýtt snertilaust debetkort sem á að leysa af hólmi eldri gerð debetkorta. Eftir að hafa kynnt mér virkni þessa nýja korts í samtali við starfsmenn Landsbankans og með því að lesa upplýsingar um það á heimasíðu Landsbankans, er augljóst að verið er að draga verulega úr því öryggi sem eldri debetkortin buðu upp á. Þegar greitt var með eldri debetkortum Landsbankans þurfti korthafi að slá inn lykilnúmer upp á fjórar tölur til að færslan færi í gegn. Í því fólst visst öryggi sem kom í veg fyrir að aðrir en þeir sem vissu lykilnúmerið, gætu verslað út á kortið. Með þessum nýju kortum getur hver sem er greitt allt að kr. 5.000 í hverri færslu með því einungis að leggja kortið upp að posanum og færslan fer í gegn. Af upplýsingum á heimasíðu Landsbankans um þessi nýju kort má ráða að ábyrgðin fyrir snertilausum úttektum sem sviknar eru út af þessu nýja debetkorti liggi hjá korthafanum. Þetta kort er því mikill happafengur, eiginlega lottóvinningur fyrir óprúttna aðila sem svífast einskis til að komast yfir peninga annarra. Í samtali við starfsmann Landsbankans spurði ég hann hvort ekki væri hægt að slökkva á þessum snertilausa möguleika því mér hugnaðist ekki að hægt væri að borga með kortinu án þess að slá inn lykilnúmerið. Svaraði hann að það væri ekki hægt. Eftir að hafa sem rannsóknarlögreglumaður rannsakað fjölmörg sakamál er varða fjársvik út af glötuðum eða stolnum greiðslukortum tel ég nokkuð öruggt að með því að ekki þurfi lengur að slá inn lykilnúmer muni glæpir sem tengjast þessum nýju greiðslukortum aukast til muna. Þá hefur komið í ljós að með hverri færslu út af þessu nýja debetkorti þarf korthafinn að greiða 17 króna þjónustugjald til Landsbankans, sem er töluverð hækkun frá því sem var með eldri debetkortin. Ég hef því ákveðið að taka nýja debetkort Landsbankans ekki í notkun af þeirri einföldu ástæðu að öryggi þess er engan veginn nægjanlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Bankinn minn Landsbankinn sendi mér á dögunum nýtt snertilaust debetkort sem á að leysa af hólmi eldri gerð debetkorta. Eftir að hafa kynnt mér virkni þessa nýja korts í samtali við starfsmenn Landsbankans og með því að lesa upplýsingar um það á heimasíðu Landsbankans, er augljóst að verið er að draga verulega úr því öryggi sem eldri debetkortin buðu upp á. Þegar greitt var með eldri debetkortum Landsbankans þurfti korthafi að slá inn lykilnúmer upp á fjórar tölur til að færslan færi í gegn. Í því fólst visst öryggi sem kom í veg fyrir að aðrir en þeir sem vissu lykilnúmerið, gætu verslað út á kortið. Með þessum nýju kortum getur hver sem er greitt allt að kr. 5.000 í hverri færslu með því einungis að leggja kortið upp að posanum og færslan fer í gegn. Af upplýsingum á heimasíðu Landsbankans um þessi nýju kort má ráða að ábyrgðin fyrir snertilausum úttektum sem sviknar eru út af þessu nýja debetkorti liggi hjá korthafanum. Þetta kort er því mikill happafengur, eiginlega lottóvinningur fyrir óprúttna aðila sem svífast einskis til að komast yfir peninga annarra. Í samtali við starfsmann Landsbankans spurði ég hann hvort ekki væri hægt að slökkva á þessum snertilausa möguleika því mér hugnaðist ekki að hægt væri að borga með kortinu án þess að slá inn lykilnúmerið. Svaraði hann að það væri ekki hægt. Eftir að hafa sem rannsóknarlögreglumaður rannsakað fjölmörg sakamál er varða fjársvik út af glötuðum eða stolnum greiðslukortum tel ég nokkuð öruggt að með því að ekki þurfi lengur að slá inn lykilnúmer muni glæpir sem tengjast þessum nýju greiðslukortum aukast til muna. Þá hefur komið í ljós að með hverri færslu út af þessu nýja debetkorti þarf korthafinn að greiða 17 króna þjónustugjald til Landsbankans, sem er töluverð hækkun frá því sem var með eldri debetkortin. Ég hef því ákveðið að taka nýja debetkort Landsbankans ekki í notkun af þeirri einföldu ástæðu að öryggi þess er engan veginn nægjanlegt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun