Lífsýni og DeCODE Genetics Birgir Guðjónsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Ég er hissa og nánast hneykslaður á því að tilboði Kára Stefánssonar, forstjóra DeCODE, um lífsýnarannsóknir skuli hafnað jafnmikill og sannfæringakraftur hans hefur verið í öðrum málum. Hann gæti örugglega sannfært dómstóla um hvað sem er til sönnunar eða sýknu eins og dæmi eru um. Sannfæringakraftur hans hefur verið slíkur að þegar hann stofnar DeCODE Genetics tekst honum að sannfæra almenning og jafnvel byggðarlög um að fara í sitt sparifé og varasjóði til kaupa á hlutabréfum með loforðum um mikla ávöxtun og nánast læknisfræðileg kraftaverk. Eitthvað standa efndir á sér. Honum tókst að fá ríkisábyrgð fyrir smáupphæð fyrir DeCODE Genetics. Íslenska hlutabréfið er þrotið en nú nær hann fé úr vösum Bandaríkjamanna. Þetta er snjallt. Ponzi hefði ekki gert betur. Sannfæringasnilli Kára náði þó hámarki í lyfja/dóping máli skjólstæðings hans. Lyfjamisnotkun þykir almennt mikil hneisa fyrir íþróttamann, íþrótt hans og jafnvel land. Norðmenn eru í sárum síðan margverðlaunuð heimsþekkt skíðagöngukona féll á lyfjaprófi og kenndi um varaþurrksáburði! Íþróttamönnum kjarnorkuveldisins Rússlands er bönnuð þátttaka í alþjóðamótum vegna viðtæks lyfjamisferlis. Þegar skjólstæðingur Kára varð uppvís að lyfjamisnotkun varð þáverandi forseti ÍSÍ æfur þegar ég varð að ákæra keppanda úr hans eigin félagsliði. Kári hringdi í mig sem formann lyfjanefndar ÍSÍ og við áttum kurteislegt samtal. Ég sat þá einnig í Læknanefnd Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins IAAF sem þá var virkasta aflið í lyfjaeftirliti í heiminum. Í nefndinni voru þrír einstaklingar sem sátu einnig í Læknanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar sem skilgreinir lyfjabannlistann og tveir þeirra jafnframt í sjálfri Alþjóðaólympíunefndinni. Ég hafði stjórnað lyfjaeftirliti á heimsmeistaramótum, haldið fyrirlestra á námskeiðum IAAF erlendis, skrifað bókarkafla og tímaritsgreinar í útgáfur IAAF. Eitthvað hlýt ég að hafa getað upplýst hann um þessi mál. Þetta dugði þó lítið þegar kom að málsókn þar sem lágu fyrir niðurstaða um jákvætt sýni skjólstæðings hans frá viðurkenndri rannsóknarstofu, skrifleg afstaða Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi Alþjóðasérsambands. Lögfræðingur Kára veifaði málskjölum greinilega merktum DeCODE Genetics og krafðist sýknunar skjólstæðings hans og þáverandi forseta ÍSÍ og fékk. Þetta er einsdæmi í heiminum í sögu lyfjadóps eins og fleira með hans fyrirtæki. Þurfti kannski eitthvað meira en stóð í venjulegum málskjölum til að láta dómara blindast fyrir augljósum staðreyndum. Skjólstæðingur Kára og lið forseta ÍSÍ gátu keppt áfram, en kjarnorkuveldið Rússland verður að sitja heima og fær ekki að keppa á alþjóðavettvangi. Hafa Rússar virkilega ekki leitað til hans? Ekki dettur mér í hug að vega að því að svipað gæti orðið með lífsýni einstaklings sem er honum kær ef hann fengi verkefnið. Að sjálfsögðu varð ekki framar þörf á alvöru lyfjaeftirliti á Íslandi né mínu framlagi og ég gat snúið mér að öðru. Framtíðarhorfur DeCODE Genetics geta verið óvissar en nafn þess mun varðveitast um alla framtíð sem réttlætingaraðili í Dóping. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hissa og nánast hneykslaður á því að tilboði Kára Stefánssonar, forstjóra DeCODE, um lífsýnarannsóknir skuli hafnað jafnmikill og sannfæringakraftur hans hefur verið í öðrum málum. Hann gæti örugglega sannfært dómstóla um hvað sem er til sönnunar eða sýknu eins og dæmi eru um. Sannfæringakraftur hans hefur verið slíkur að þegar hann stofnar DeCODE Genetics tekst honum að sannfæra almenning og jafnvel byggðarlög um að fara í sitt sparifé og varasjóði til kaupa á hlutabréfum með loforðum um mikla ávöxtun og nánast læknisfræðileg kraftaverk. Eitthvað standa efndir á sér. Honum tókst að fá ríkisábyrgð fyrir smáupphæð fyrir DeCODE Genetics. Íslenska hlutabréfið er þrotið en nú nær hann fé úr vösum Bandaríkjamanna. Þetta er snjallt. Ponzi hefði ekki gert betur. Sannfæringasnilli Kára náði þó hámarki í lyfja/dóping máli skjólstæðings hans. Lyfjamisnotkun þykir almennt mikil hneisa fyrir íþróttamann, íþrótt hans og jafnvel land. Norðmenn eru í sárum síðan margverðlaunuð heimsþekkt skíðagöngukona féll á lyfjaprófi og kenndi um varaþurrksáburði! Íþróttamönnum kjarnorkuveldisins Rússlands er bönnuð þátttaka í alþjóðamótum vegna viðtæks lyfjamisferlis. Þegar skjólstæðingur Kára varð uppvís að lyfjamisnotkun varð þáverandi forseti ÍSÍ æfur þegar ég varð að ákæra keppanda úr hans eigin félagsliði. Kári hringdi í mig sem formann lyfjanefndar ÍSÍ og við áttum kurteislegt samtal. Ég sat þá einnig í Læknanefnd Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins IAAF sem þá var virkasta aflið í lyfjaeftirliti í heiminum. Í nefndinni voru þrír einstaklingar sem sátu einnig í Læknanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar sem skilgreinir lyfjabannlistann og tveir þeirra jafnframt í sjálfri Alþjóðaólympíunefndinni. Ég hafði stjórnað lyfjaeftirliti á heimsmeistaramótum, haldið fyrirlestra á námskeiðum IAAF erlendis, skrifað bókarkafla og tímaritsgreinar í útgáfur IAAF. Eitthvað hlýt ég að hafa getað upplýst hann um þessi mál. Þetta dugði þó lítið þegar kom að málsókn þar sem lágu fyrir niðurstaða um jákvætt sýni skjólstæðings hans frá viðurkenndri rannsóknarstofu, skrifleg afstaða Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi Alþjóðasérsambands. Lögfræðingur Kára veifaði málskjölum greinilega merktum DeCODE Genetics og krafðist sýknunar skjólstæðings hans og þáverandi forseta ÍSÍ og fékk. Þetta er einsdæmi í heiminum í sögu lyfjadóps eins og fleira með hans fyrirtæki. Þurfti kannski eitthvað meira en stóð í venjulegum málskjölum til að láta dómara blindast fyrir augljósum staðreyndum. Skjólstæðingur Kára og lið forseta ÍSÍ gátu keppt áfram, en kjarnorkuveldið Rússland verður að sitja heima og fær ekki að keppa á alþjóðavettvangi. Hafa Rússar virkilega ekki leitað til hans? Ekki dettur mér í hug að vega að því að svipað gæti orðið með lífsýni einstaklings sem er honum kær ef hann fengi verkefnið. Að sjálfsögðu varð ekki framar þörf á alvöru lyfjaeftirliti á Íslandi né mínu framlagi og ég gat snúið mér að öðru. Framtíðarhorfur DeCODE Genetics geta verið óvissar en nafn þess mun varðveitast um alla framtíð sem réttlætingaraðili í Dóping.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar