Lífsýni og DeCODE Genetics Birgir Guðjónsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Ég er hissa og nánast hneykslaður á því að tilboði Kára Stefánssonar, forstjóra DeCODE, um lífsýnarannsóknir skuli hafnað jafnmikill og sannfæringakraftur hans hefur verið í öðrum málum. Hann gæti örugglega sannfært dómstóla um hvað sem er til sönnunar eða sýknu eins og dæmi eru um. Sannfæringakraftur hans hefur verið slíkur að þegar hann stofnar DeCODE Genetics tekst honum að sannfæra almenning og jafnvel byggðarlög um að fara í sitt sparifé og varasjóði til kaupa á hlutabréfum með loforðum um mikla ávöxtun og nánast læknisfræðileg kraftaverk. Eitthvað standa efndir á sér. Honum tókst að fá ríkisábyrgð fyrir smáupphæð fyrir DeCODE Genetics. Íslenska hlutabréfið er þrotið en nú nær hann fé úr vösum Bandaríkjamanna. Þetta er snjallt. Ponzi hefði ekki gert betur. Sannfæringasnilli Kára náði þó hámarki í lyfja/dóping máli skjólstæðings hans. Lyfjamisnotkun þykir almennt mikil hneisa fyrir íþróttamann, íþrótt hans og jafnvel land. Norðmenn eru í sárum síðan margverðlaunuð heimsþekkt skíðagöngukona féll á lyfjaprófi og kenndi um varaþurrksáburði! Íþróttamönnum kjarnorkuveldisins Rússlands er bönnuð þátttaka í alþjóðamótum vegna viðtæks lyfjamisferlis. Þegar skjólstæðingur Kára varð uppvís að lyfjamisnotkun varð þáverandi forseti ÍSÍ æfur þegar ég varð að ákæra keppanda úr hans eigin félagsliði. Kári hringdi í mig sem formann lyfjanefndar ÍSÍ og við áttum kurteislegt samtal. Ég sat þá einnig í Læknanefnd Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins IAAF sem þá var virkasta aflið í lyfjaeftirliti í heiminum. Í nefndinni voru þrír einstaklingar sem sátu einnig í Læknanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar sem skilgreinir lyfjabannlistann og tveir þeirra jafnframt í sjálfri Alþjóðaólympíunefndinni. Ég hafði stjórnað lyfjaeftirliti á heimsmeistaramótum, haldið fyrirlestra á námskeiðum IAAF erlendis, skrifað bókarkafla og tímaritsgreinar í útgáfur IAAF. Eitthvað hlýt ég að hafa getað upplýst hann um þessi mál. Þetta dugði þó lítið þegar kom að málsókn þar sem lágu fyrir niðurstaða um jákvætt sýni skjólstæðings hans frá viðurkenndri rannsóknarstofu, skrifleg afstaða Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi Alþjóðasérsambands. Lögfræðingur Kára veifaði málskjölum greinilega merktum DeCODE Genetics og krafðist sýknunar skjólstæðings hans og þáverandi forseta ÍSÍ og fékk. Þetta er einsdæmi í heiminum í sögu lyfjadóps eins og fleira með hans fyrirtæki. Þurfti kannski eitthvað meira en stóð í venjulegum málskjölum til að láta dómara blindast fyrir augljósum staðreyndum. Skjólstæðingur Kára og lið forseta ÍSÍ gátu keppt áfram, en kjarnorkuveldið Rússland verður að sitja heima og fær ekki að keppa á alþjóðavettvangi. Hafa Rússar virkilega ekki leitað til hans? Ekki dettur mér í hug að vega að því að svipað gæti orðið með lífsýni einstaklings sem er honum kær ef hann fengi verkefnið. Að sjálfsögðu varð ekki framar þörf á alvöru lyfjaeftirliti á Íslandi né mínu framlagi og ég gat snúið mér að öðru. Framtíðarhorfur DeCODE Genetics geta verið óvissar en nafn þess mun varðveitast um alla framtíð sem réttlætingaraðili í Dóping. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hissa og nánast hneykslaður á því að tilboði Kára Stefánssonar, forstjóra DeCODE, um lífsýnarannsóknir skuli hafnað jafnmikill og sannfæringakraftur hans hefur verið í öðrum málum. Hann gæti örugglega sannfært dómstóla um hvað sem er til sönnunar eða sýknu eins og dæmi eru um. Sannfæringakraftur hans hefur verið slíkur að þegar hann stofnar DeCODE Genetics tekst honum að sannfæra almenning og jafnvel byggðarlög um að fara í sitt sparifé og varasjóði til kaupa á hlutabréfum með loforðum um mikla ávöxtun og nánast læknisfræðileg kraftaverk. Eitthvað standa efndir á sér. Honum tókst að fá ríkisábyrgð fyrir smáupphæð fyrir DeCODE Genetics. Íslenska hlutabréfið er þrotið en nú nær hann fé úr vösum Bandaríkjamanna. Þetta er snjallt. Ponzi hefði ekki gert betur. Sannfæringasnilli Kára náði þó hámarki í lyfja/dóping máli skjólstæðings hans. Lyfjamisnotkun þykir almennt mikil hneisa fyrir íþróttamann, íþrótt hans og jafnvel land. Norðmenn eru í sárum síðan margverðlaunuð heimsþekkt skíðagöngukona féll á lyfjaprófi og kenndi um varaþurrksáburði! Íþróttamönnum kjarnorkuveldisins Rússlands er bönnuð þátttaka í alþjóðamótum vegna viðtæks lyfjamisferlis. Þegar skjólstæðingur Kára varð uppvís að lyfjamisnotkun varð þáverandi forseti ÍSÍ æfur þegar ég varð að ákæra keppanda úr hans eigin félagsliði. Kári hringdi í mig sem formann lyfjanefndar ÍSÍ og við áttum kurteislegt samtal. Ég sat þá einnig í Læknanefnd Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins IAAF sem þá var virkasta aflið í lyfjaeftirliti í heiminum. Í nefndinni voru þrír einstaklingar sem sátu einnig í Læknanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar sem skilgreinir lyfjabannlistann og tveir þeirra jafnframt í sjálfri Alþjóðaólympíunefndinni. Ég hafði stjórnað lyfjaeftirliti á heimsmeistaramótum, haldið fyrirlestra á námskeiðum IAAF erlendis, skrifað bókarkafla og tímaritsgreinar í útgáfur IAAF. Eitthvað hlýt ég að hafa getað upplýst hann um þessi mál. Þetta dugði þó lítið þegar kom að málsókn þar sem lágu fyrir niðurstaða um jákvætt sýni skjólstæðings hans frá viðurkenndri rannsóknarstofu, skrifleg afstaða Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi Alþjóðasérsambands. Lögfræðingur Kára veifaði málskjölum greinilega merktum DeCODE Genetics og krafðist sýknunar skjólstæðings hans og þáverandi forseta ÍSÍ og fékk. Þetta er einsdæmi í heiminum í sögu lyfjadóps eins og fleira með hans fyrirtæki. Þurfti kannski eitthvað meira en stóð í venjulegum málskjölum til að láta dómara blindast fyrir augljósum staðreyndum. Skjólstæðingur Kára og lið forseta ÍSÍ gátu keppt áfram, en kjarnorkuveldið Rússland verður að sitja heima og fær ekki að keppa á alþjóðavettvangi. Hafa Rússar virkilega ekki leitað til hans? Ekki dettur mér í hug að vega að því að svipað gæti orðið með lífsýni einstaklings sem er honum kær ef hann fengi verkefnið. Að sjálfsögðu varð ekki framar þörf á alvöru lyfjaeftirliti á Íslandi né mínu framlagi og ég gat snúið mér að öðru. Framtíðarhorfur DeCODE Genetics geta verið óvissar en nafn þess mun varðveitast um alla framtíð sem réttlætingaraðili í Dóping.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun