Krónan borðar börnin sín Lúðvík Börkur Jónsson skrifar 7. mars 2017 07:00 Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturluðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stóralvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samningum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljanleg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áframhaldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóðlegri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlindanýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sameiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturluðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stóralvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samningum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljanleg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áframhaldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóðlegri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlindanýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sameiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar