Krónan borðar börnin sín Lúðvík Börkur Jónsson skrifar 7. mars 2017 07:00 Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturluðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stóralvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samningum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljanleg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áframhaldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóðlegri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlindanýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sameiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturluðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stóralvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samningum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljanleg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áframhaldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóðlegri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlindanýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sameiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar