Krónan borðar börnin sín Lúðvík Börkur Jónsson skrifar 7. mars 2017 07:00 Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturluðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stóralvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samningum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljanleg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áframhaldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóðlegri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlindanýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sameiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Gengisskráning krónunnar minnir á þá sturluðu tíma þegar krónan styrktist í kjölfar þess að ameríski herinn fór. Stóralvarlegt mál í efnahagslegum skilningi og varanleg veiking á sambandi okkar við Bandaríkin. En heimur krónunnar var verndaður í framvirkum samningum, braski, bralli, vaxtamunarviðskiptum og almennri þenslu. Herinn og framtíðin mátti eiga sig. Eftir 10 vikna sjómannaverkfall þar sem lítill gjaldeyrir var að skila sér fyrir sjávarafurðir – á daprasta árstíma ferðaþjónustunnar – styrkist krónan dag eftir dag. Styrking sem er jafn óskiljanleg og sú sem varð þegar herinn fór. Hvíslað er um mikla framvirka samninga og nýjar leiðir sem fundnar hafa verið í vaxtamunarviðskiptum. Greinilegt er að krónan er heillum horfin á nýjan leik í spákaupmennsku fárra. Allir veðja á áframhaldandi hækkun og velgengni ferðaþjónustunnar sem nú hefur tekið við hlutverki bankanna sem drifkraftur gengishækkunar. Verðlagið í landinu er þegar orðið glórulaust. Kaffibollinn hér er seldur á máltíðarverði í Bretlandi. Vinnulaun á Íslandi eru að verða þau hæstu í Evrópu í annað sinn á tíu árum. Við erum að fórna samkeppnishæfni Íslands og setja alla aðra útflutningsstarfsemi hratt og örugglega á hausinn vegna þess að Ísland er í tísku. Að halda að nýfenginn túrismi á Íslandi sé óháður alþjóðlegri samkeppni og að hér geti verðlag tvöfaldast í evrum og dollurum á fáum árum án hrikalegra afleiðinga – er enn á ný gífurlegt ofmat á eigin ágæti, eða algjört ráðaleysi. Krónan er að drepa þau útflutningsfyrirtæki landsins sem ekki byggjast á beinni auðlindanýtingu. Öll nýsköpunarfyrirtækin og sprotarnir – öll þróunin og markaðsvinnan – öll flóran. Veika krónan bjó þetta til en sterka krónan drepur þetta niður. Krónan íslenska og byltingar eiga það sameiginlegt að borða börnin sín. Ætlar þing og ríkisstjórn að horfa á eða stjórna? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun