Breytum hugarfarinu – og kynjakerfinu Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 8. mars 2017 07:00 Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1910 var ákveðið á þingi sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn að gera 8. mars að alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Löngu síðar tóku Sameinuðu þjóðirnar daginn upp á sína arma og nú er hann notaður til ýmiss konar baráttu fyrir mannréttindum kvenna um allan heim. Undanfarin átta ár hefur Íslands verið í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Það sem er mælt er kynjabilið á sviði menntunar, heilbrigðis, pólitískra valda og stöðu á vinnumarkaði. Við getum hælt okkur af því að hafa stigið stór skref hvað varðar pólitíska þátttöku kvenna á undanförnum 35 árum eða svo, en konur eru nú 44% sveitarstjórnarmanna og tæp 48% þingmanna. Menntun kvenna hefur aukist gríðarlega, svo mikið að það er fremur áhyggjuefni hve fáir karlar ljúka háskólanámi. Staðan er þannig nú að 48% kvenna á aldrinum 25-64 ára eru með háskólamenntun en aðeins 33% karla. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er nokkuð jafn milli kvenna og karla þótt við mættum ræða meira um þann mun sem er á lífsstíl og sjúkdómum kvenna og karla og greina hann. Á fjórða sviðinu sem WEF skoðar, vinnumarkaðnum og hagkerfinu, eru margir pottar brotnir og þar hallar verulega á konur.Skoðum allt kerfið Á ráðstefnu sem haldin var í Ósló í febrúar síðastliðnum kom fram að litlar breytingar hafa orðið á jafnrétti kynjanna á norrænum vinnumarkaði um árabil. Vinnumarkaðurinn er enn jafn kynskiptur og hann var fyrir áratugum, karlar stýra og stjórna miklum meirihluta fyrirtækja og hafa mikil völd. Ísland og Noregur skera sig þó úr hvað varðar þau fyrirtæki sem falla undir lögin um kvóta í stjórnum fyrirtækja. Launamunur kynjanna haggast lítið (hvað sem hver segir) en hann felst ekki aðeins í því að fólki sem vinnur jafn verðmæt störf sé mismunað eftir kyni heldur einnig í því hvernig störf eru metin. Þau störf sem fluttust út af heimilunum endur fyrir löngu eru enn metin til færri fiska en þau sem t.d. tengjast vélum að ekki sé nú talað um peninga. Verðmætamat samfélagsins elur á launamisrétti. Einn fyrirlesara á ráðstefnunni í Ósló, Lynn Roseberry, sagði að tækin sem við værum að nota, t.d. kynjasamþætting, starfs- og launaviðtöl dygðu skammt vegna þess hve rótgróið kynjakerfið er í hugum okkar. Bara nafn, kvenkyns eða karlkyns, skapar strax ákveðin hugrenningatengsl. Það þarf að horfa á myndina í heild, sagði Roseberry, breyta hugsunarhættinum með því að skoða allt kerfið. Byrja á uppeldi barna, endurmennta kennara, skoða námsefni í skólum, efla jafnréttisráðgjöf, stunda rannsóknir og endurskoða hvernig fólk er ráðið í störf. Svo væri það félagslega hliðin sem skipti miklu máli. Fæðingarorlof, lífeyrisréttindi, skattar, leik- og grunnskólar, allt er þetta mikilvægt við að jafna stöðu kynjanna. Hún sagði að það væri eftir miklu að slægjast fyrir vinnumarkaðinn. Meiri fjölbreytni, meiri nýsköpun og betri nýting á mannauðnum þýðir öflugra atvinnulíf. Þetta þurfum við að hafa í huga við lögleiðingu jafnlaunastaðalsins, fólk þarf að skilja hvers vegna er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að útrýma kynjamisrétti.Félagslega kerfið er mikilvægt Það er vert að taka sérstaklega undir þau orð Roseberry hve mikilvægt félagslega kerfið er. Góðir og vel mannaðir leik- og grunnskólar, samfelldur skóladagur, fæðingarorlof sem bæði feður og mæður geta nýtt sér og jöfn skipting heimilisstarfa. Allt er þetta mikilvægt. Við þurfum líka að ganga á hólm við (kynjaða) aldursfordóma, bæði til að gefa þeim sem vilja vinna lengur tækifæri til þess og til að nýta mannauðinn betur. Það þarf að jafna lífeyrisréttindi kvenna og karla en úti í Evrópu er mikil umræða um þau mál og bent á sívaxandi hóp fátækra kvenna sem hefur lélegan lífeyri í ellinni. Átta ár á toppnum, en það er svo sannarlega af nógu að taka við að breyta kynjakerfinu, jafna kjörin og tryggja öllum mannréttindi og viðunandi lífsgæði. Takið þátt í viðburðum dagsins og eflum baráttuandann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun