Tíu dæmi um valdníðslu embættismanna Sigurður Einarsson skrifar 8. mars 2017 12:13 Frá upphafi stofnunar Embættis sérstaks saksóknara hefur refsivöndur hans verið svo hátt á lofti að hvorki saksóknarar né dómarar hafa séð til sólar og byggt þunga fangelsisdóma á stemmningu fremur en lögfræðilegu réttlæti. Saksóknari hefur ekki farið eftir þeim lögum um meðferð opinbera mála að saksækja menn í einu máli þó ákært sé fyrir fleiri en eitt brot. Ekki hefur verið farið eftir því að sameina mál „eins og hægt er vegna hagkvæmnis“ eins og segir í lögunum „ef það þykir hentugra og horfa til flýtis og sparnaðar.“ Hér flækjast persónulegir hagsmunir eftirlitslausra kerfiskarla fyrir lögum um meðferð opinbera mála þar sem saksóknari skapar sjálfum sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg í stað þess að „horfa til flýtis og sparnaðar,“ eins og segir í lögunum. Það verður seint sagt um sérstakan saksóknara, nú héraðssaksóknara að hann búi yfir merkilegum mannlegum gildum og af því hefur Mannréttindadómstóll Evrópu áhyggjur. Mannréttindadómstóllinn hefur nú þegar óskað svara ábyrgðarmanns dómsvaldsins og hefur sent dómsmálaráðherra spurninga vegna vinnubragða saksóknara og dómstóla í hrunamálum þar sem margt bendir til að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað. Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á. Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni. Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera. Ljóst er að ítrekað hefur verið brotið á mannréttindum mínum í þeim tilgangi að fá mig sakfelldan. Ég hef tekið saman nokkur atriði um það hvernig saksóknari hefur brotið á mannréttindum mínum og annarra sakborninga í Al Thani-málinu. 1. Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms. 2. Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni. 3. Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga. 4. Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga. 5. Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna. 6. Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings. 7. Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum. 8. Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin. 9. Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin. 10. Vanhæfi hæstaréttardómara. Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna. Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla. Þetta er ekki tæmandi listi. Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli. Endurbyggi kerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá upphafi stofnunar Embættis sérstaks saksóknara hefur refsivöndur hans verið svo hátt á lofti að hvorki saksóknarar né dómarar hafa séð til sólar og byggt þunga fangelsisdóma á stemmningu fremur en lögfræðilegu réttlæti. Saksóknari hefur ekki farið eftir þeim lögum um meðferð opinbera mála að saksækja menn í einu máli þó ákært sé fyrir fleiri en eitt brot. Ekki hefur verið farið eftir því að sameina mál „eins og hægt er vegna hagkvæmnis“ eins og segir í lögunum „ef það þykir hentugra og horfa til flýtis og sparnaðar.“ Hér flækjast persónulegir hagsmunir eftirlitslausra kerfiskarla fyrir lögum um meðferð opinbera mála þar sem saksóknari skapar sjálfum sér tækifæri til að drýgja tekjur sínar og starfsmanna sinna með því að kljúfa eitt mál í mörg í stað þess að „horfa til flýtis og sparnaðar,“ eins og segir í lögunum. Það verður seint sagt um sérstakan saksóknara, nú héraðssaksóknara að hann búi yfir merkilegum mannlegum gildum og af því hefur Mannréttindadómstóll Evrópu áhyggjur. Mannréttindadómstóllinn hefur nú þegar óskað svara ábyrgðarmanns dómsvaldsins og hefur sent dómsmálaráðherra spurninga vegna vinnubragða saksóknara og dómstóla í hrunamálum þar sem margt bendir til að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað. Enn eru yfir 20 ólokin hrunamál í kerfinu sem viðhalda stjórnlausri vitlausunni sem embættið og starfsmenn þess nærast á. Það blasir við að eftirlitlaust dómsvaldið stendur á brauðfótum með þeirri stefnu að viðurkenna aldrei mannleg mistök sín og glata þannig trúverðugleikanum gagnvart varnarlausri þjóðinni. Það er jú grundvallaratriði að mannréttindi séu tryggð í fyrirmyndarríkinu sem Ísland ætti að vera. Ljóst er að ítrekað hefur verið brotið á mannréttindum mínum í þeim tilgangi að fá mig sakfelldan. Ég hef tekið saman nokkur atriði um það hvernig saksóknari hefur brotið á mannréttindum mínum og annarra sakborninga í Al Thani-málinu. 1. Saksóknari leynir gögnum sem gætu sýnt fram á sakleysi sakborninga og boðar ekki lykilvitni málsins, Sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani og aðstoðarmann hans Sheikh Sultan fyrir dóm en báðir voru þeir á vitnalista héraðsdóms. 2. Saksóknari misbeitir gæsluvarðhaldsbeiðnum og dómarar taka þátt í misbeitingunni. 3. Saksóknari misbeitir valdi sínu til að fara fram á alþjóðlega eftirlýsingu sakborninga. 4. Saksóknari misbeitir valdi til þess að komast hjá því að mál séu rekin í einu lagi. Heldur er stofnað til málareksturs í mörgum málum sem eru þó öll vegna sömu ávirðinga. 5. Saksóknari misbeitir valdi og hlerar samtöl sakborninga og lögmanna. 6. Sérfræðidómari héraðsdóms er gerður gjaldþrota vegna kröfu Kaupþings í sömu viku og dómarinn er að dæma fyrrum stjórnendur Kaupþings. 7. Héraðsdómur sakfellir mig þrátt fyrir að engin gögn bendi til sektar. Meira en 40 vitni eru sammála um að ég hafi ekki haft neina aðkomu að viðskiptunum. 8. Ég er dæmdur fyrir umboðssvik þrátt fyrir að saksóknarinn og forsvarsmaður skilanefndar Kaupþings hafi báðir staðfest fyrir dómi að bankinn hafi verið betur settur eftir viðskiptin. 9. Hæstiréttur endurskoðar ekki dóm héraðsdóms eins og gert er ráð fyrir heldur skrifar nýjan dóm óháðan og ekki í samhengi við dóm héraðsdóms. Þessum nýja dómi verður ekki áfrýjað. Þannig er regla um tvö dómstig afnumin. 10. Vanhæfi hæstaréttardómara. Ljóst er nú þegar að fjöldi hæstaréttardómara urðu fyrir fjárhagslegu tjóni vegna viðskipta með hlutabréf við fall bankanna. Auk þess er ljóst að hæstaréttardómarar voru vanhæfir til að dæma í þessum málum vegna fjölskydutengsla. Þetta er ekki tæmandi listi. Birtingamynd ofsókna kerfisins hefur ótal andlit. Ég vona að nýr dómsmálaráðherra hafi það í forgangi að bretta upp ermar og grípa eftirlitslaust dómsvaldið úr frjálsu falli. Endurbyggi kerfið á forsendum laga með viðeigandi eftirliti.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar