Gott aðgengi að samfélaginu er allra hagur Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. mars 2017 13:48 Næstkomandi laugardagur 11. mars er tileinkaður aðgengi fyrir alla en markmið hans er að varpa ljósi á hversu víða er pottur brotin þegar kemur að því að tryggja öllum í þjóðfélaginu jafnan rétt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu. Vikan er römmuð inn af tveimur atburðum sem báðum er ætlað að draga athyglina að þessari mismunun og að koma hreyfingu á hlutina í átt til réttlátara samfélags. Mánudaginn 6. mars tók aðgerðarhópur á vegum ENIL (European Network on Independent Living) sér stöðu framan við Evrópuþingið og krafðist skilvirkari Evrópulöggjafar sem tryggir öllum aðgengi. Ástæðan er augljós, milljónir Evrópubúa eru útilokaðir frá því að nýta sér margskonar grundvallar þjónustu og vörur sem flestum öðrum þykir alveg sjálfsögð. Vegna takmarkaðs aðgengis eru allt of mörgum gert ókleyft að gera hversdagslegar aðgerðir eins og að notfæra sér hraðbanka, komast leiðar sinnar inn í banka og opinberar stofnanir, kaupa miða í sjálfsala, nota tölvur og síma, horfa á sjónvarp, gista á hóteli eða nota þvottavélina sína svo eitthvað sé nefnt. Þetta er raunveruleiki margra sem búa við fötlun af ýmsu tagi og einnig á þetta við um marga úr hópi eldri borgara. Fyrir Evrópuþinginu liggur nú lagafrumvarp sem gæti, ef vel tekst til, gert margvíslega óaðgengilega þjónustu og vörur nothæfar fyrir þær 80 milljónir Evrópubúa sem búa við fötlun að viðbættum enn stærra hópi eldir borgara. Með aðgengislöggjöfinni opnast tækifæri til að samræma skyldur og kröfur sem gera á til vöru og þjónustu til að tryggja gott aðgengi fyrir alla og draga úr kostnaði og fyrirhöfn notenda. En jafnvel á bestu bæjum rétt eins og hér eiga góð og þörf mál það til að útvatnast í meðförum þingnefnda. Sú er enda raunin og því var markmiðið með aðgerðunum að hvetja Evrópuþingið til dáða til að taka upp strangari og metnaðarfyllri afstöðu til aðgengislöggjafarinnar. Meðal atriða sem vakin er athygli á er að víkka gildissvið löggjafarinnar til að ná til hins manngerða umhverfis, að undanskilja ekki lítil og meðalstór fyrirtæki frá því að uppfylla sjálfsagðar kröfur um aðgengi fyrir alla og að tryggja skilvirkar valdheimildir til að framfylgja lögunum. Evrópusambandið og öll lönd innan þess, utan Írlands, hafa staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar af leiðandi hafa þau skuldbundið sig til að tryggja öllum aðgengi við hæfi. Ísland hefur einnig staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með undirgengist að tryggja sömu réttarbætur. Við eigum samt langt í land með að tryggja öllum aðgengi að íslensku samfélagi og gildir þá einu hvort horft er til þess að afla sér upplýsinga í hinum rafræna heimi nútímans eða komast leiðar sinnar í raunheimum. Vegna stóraukins fjölda ferðamanna undanfarin ár hefur aðgengi og átroðningur á helstu ferðamannastöðum verið mikið í sviðsljósinu, enda ekki vanþörf á. Úttekt sem Átak, félag fólks með þroskahömlun, gerði sumarið 2016 leiðir í ljós að aðgengi fyrir fatlaða að nokkrum af helstu ferðamannastöðum landsins er allstaðar ábótavant og hvergi til fyrirmyndar. Hafa skal í huga að fatlað fólk eru líka ferðamenn og þar sem aðgengi fyrir fatlaða er gott, þar er líka gott aðgengi fyrir alla hina. Annar ávinningur er að umferð fólks er betur stýrt og það dregur úr ágangi á náttúruperlurnar. Innan þéttbýlismarkanna er staðan víða síst skárri og ljóst að þar má gera miklu betur til að tryggja gott aðgengi fyrir alla. Það er margsannað mál að það er ódýrara og skilvirkara að gera hlutina rétt í byrjun en að þurfa að tjasla einhverju upp eftir á. Vöntun á hönnunarreglum og stöðlum gerir það að verkum að fyrirmyndir og viðmið fyrir góðum útfærslum á aðgengislausnum skortir. Það gerir bæði þeim sem fara með skipulagsvald sem og metnaðarfullum hönnuðum erfitt fyrir með að koma fram með góðar og faglegar lausnir. Því má spyrja sig, er leiðin greið?. Til að leita svara við því býður aðgengishópur Öryrkjabandalags Íslands, Blindrafélagið, Verkís hf. Átak - félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg til málþings um algilda hönnun og aðgengi innan borgarmarka og á ferðamannastöðum. Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úttektar sem unnin var af verkfræðistofunni Verkíss, en tilgangur hennar var að gera ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bera saman við íslenskar reglur og staðla. Kynntur verður nýr leiðbeiningarbæklingur sem aðgengishópur ÖBÍ gefur út þar sem brugðið er ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga. Staða aðgengismála á ferðamannastöðum verður einnig í brennidepli og sagt frá niðurstöðum aðgengisúttektar Átaks – félags fólks með þroskahömlun, á nokkrum af helstu og fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Það eru margir kallaðir til þátttöku enda þarf sameiginlegt átak og vilja löggjafarvalds og framkvæmdaaðila til til að þoka málum til betri vegar. Nánari upplýsingar um málþingið má finna á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is. Málþingið á erindi við alla sem koma með einum eða öðrum hætti að skipulagsvinnu, hönnun og framkvæmdum, svo sem sveitastjórnarfólks, arkitekta, skipulags- og verkfræðinga og verktaka en ekki síður til ferðaþjónustuaðila og almennings sem lætur sig varða þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi gott aðgengi að sínu samfélagi. Þetta verður því annasöm aðgengisvika hér heima og í Evrópu og verður vonandi til þess að gott aðgengi verði sjálfsagður hlutur en ekki afgangsstærð á Íslandi í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardagur 11. mars er tileinkaður aðgengi fyrir alla en markmið hans er að varpa ljósi á hversu víða er pottur brotin þegar kemur að því að tryggja öllum í þjóðfélaginu jafnan rétt og aðgengi að upplýsingum og þjónustu. Vikan er römmuð inn af tveimur atburðum sem báðum er ætlað að draga athyglina að þessari mismunun og að koma hreyfingu á hlutina í átt til réttlátara samfélags. Mánudaginn 6. mars tók aðgerðarhópur á vegum ENIL (European Network on Independent Living) sér stöðu framan við Evrópuþingið og krafðist skilvirkari Evrópulöggjafar sem tryggir öllum aðgengi. Ástæðan er augljós, milljónir Evrópubúa eru útilokaðir frá því að nýta sér margskonar grundvallar þjónustu og vörur sem flestum öðrum þykir alveg sjálfsögð. Vegna takmarkaðs aðgengis eru allt of mörgum gert ókleyft að gera hversdagslegar aðgerðir eins og að notfæra sér hraðbanka, komast leiðar sinnar inn í banka og opinberar stofnanir, kaupa miða í sjálfsala, nota tölvur og síma, horfa á sjónvarp, gista á hóteli eða nota þvottavélina sína svo eitthvað sé nefnt. Þetta er raunveruleiki margra sem búa við fötlun af ýmsu tagi og einnig á þetta við um marga úr hópi eldri borgara. Fyrir Evrópuþinginu liggur nú lagafrumvarp sem gæti, ef vel tekst til, gert margvíslega óaðgengilega þjónustu og vörur nothæfar fyrir þær 80 milljónir Evrópubúa sem búa við fötlun að viðbættum enn stærra hópi eldir borgara. Með aðgengislöggjöfinni opnast tækifæri til að samræma skyldur og kröfur sem gera á til vöru og þjónustu til að tryggja gott aðgengi fyrir alla og draga úr kostnaði og fyrirhöfn notenda. En jafnvel á bestu bæjum rétt eins og hér eiga góð og þörf mál það til að útvatnast í meðförum þingnefnda. Sú er enda raunin og því var markmiðið með aðgerðunum að hvetja Evrópuþingið til dáða til að taka upp strangari og metnaðarfyllri afstöðu til aðgengislöggjafarinnar. Meðal atriða sem vakin er athygli á er að víkka gildissvið löggjafarinnar til að ná til hins manngerða umhverfis, að undanskilja ekki lítil og meðalstór fyrirtæki frá því að uppfylla sjálfsagðar kröfur um aðgengi fyrir alla og að tryggja skilvirkar valdheimildir til að framfylgja lögunum. Evrópusambandið og öll lönd innan þess, utan Írlands, hafa staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar af leiðandi hafa þau skuldbundið sig til að tryggja öllum aðgengi við hæfi. Ísland hefur einnig staðfest sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með undirgengist að tryggja sömu réttarbætur. Við eigum samt langt í land með að tryggja öllum aðgengi að íslensku samfélagi og gildir þá einu hvort horft er til þess að afla sér upplýsinga í hinum rafræna heimi nútímans eða komast leiðar sinnar í raunheimum. Vegna stóraukins fjölda ferðamanna undanfarin ár hefur aðgengi og átroðningur á helstu ferðamannastöðum verið mikið í sviðsljósinu, enda ekki vanþörf á. Úttekt sem Átak, félag fólks með þroskahömlun, gerði sumarið 2016 leiðir í ljós að aðgengi fyrir fatlaða að nokkrum af helstu ferðamannastöðum landsins er allstaðar ábótavant og hvergi til fyrirmyndar. Hafa skal í huga að fatlað fólk eru líka ferðamenn og þar sem aðgengi fyrir fatlaða er gott, þar er líka gott aðgengi fyrir alla hina. Annar ávinningur er að umferð fólks er betur stýrt og það dregur úr ágangi á náttúruperlurnar. Innan þéttbýlismarkanna er staðan víða síst skárri og ljóst að þar má gera miklu betur til að tryggja gott aðgengi fyrir alla. Það er margsannað mál að það er ódýrara og skilvirkara að gera hlutina rétt í byrjun en að þurfa að tjasla einhverju upp eftir á. Vöntun á hönnunarreglum og stöðlum gerir það að verkum að fyrirmyndir og viðmið fyrir góðum útfærslum á aðgengislausnum skortir. Það gerir bæði þeim sem fara með skipulagsvald sem og metnaðarfullum hönnuðum erfitt fyrir með að koma fram með góðar og faglegar lausnir. Því má spyrja sig, er leiðin greið?. Til að leita svara við því býður aðgengishópur Öryrkjabandalags Íslands, Blindrafélagið, Verkís hf. Átak - félag fólks með þroskahömlun og Reykjavíkurborg til málþings um algilda hönnun og aðgengi innan borgarmarka og á ferðamannastöðum. Málþingið er haldið í samvinnu við Umhverfisráðuneytið, Ferðamálastofu, Mannvirkjastofnun og Vegagerðina. Á málþinginu verða kynntar niðurstöður úttektar sem unnin var af verkfræðistofunni Verkíss, en tilgangur hennar var að gera ítarlega úttekt á hönnunarreglum og stöðlum sem lúta að algildri hönnun í útiumhverfi í Svíþjóð, Danmörku og Noregi og bera saman við íslenskar reglur og staðla. Kynntur verður nýr leiðbeiningarbæklingur sem aðgengishópur ÖBÍ gefur út þar sem brugðið er ljósi á aðgengisþarfir fatlaðs fólks í almenningsrými innan byggðar og af hverju algild hönnun er mikilvæg við skipulagningu gatna og torga. Staða aðgengismála á ferðamannastöðum verður einnig í brennidepli og sagt frá niðurstöðum aðgengisúttektar Átaks – félags fólks með þroskahömlun, á nokkrum af helstu og fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Það eru margir kallaðir til þátttöku enda þarf sameiginlegt átak og vilja löggjafarvalds og framkvæmdaaðila til til að þoka málum til betri vegar. Nánari upplýsingar um málþingið má finna á heimasíðu Öryrkjabandalags Íslands www.obi.is. Málþingið á erindi við alla sem koma með einum eða öðrum hætti að skipulagsvinnu, hönnun og framkvæmdum, svo sem sveitastjórnarfólks, arkitekta, skipulags- og verkfræðinga og verktaka en ekki síður til ferðaþjónustuaðila og almennings sem lætur sig varða þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi gott aðgengi að sínu samfélagi. Þetta verður því annasöm aðgengisvika hér heima og í Evrópu og verður vonandi til þess að gott aðgengi verði sjálfsagður hlutur en ekki afgangsstærð á Íslandi í dag.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar