Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2017 08:08 Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 28% eftir birtingu afkomuviðvörunar félagsins fyrir tveimur vikum. Mynd/Vilhelm Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira