Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Hörður Ægisson skrifar 15. febrúar 2017 08:08 Hlutabréfaverð Icelandair hefur lækkað um 28% eftir birtingu afkomuviðvörunar félagsins fyrir tveimur vikum. Mynd/Vilhelm Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. Enginn einn fjárfestingasjóðanna kemst hins vegar á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins en markaðsvirði þeirra bréfa sem eru í eigu sjóðanna, miðað við gengi bréfa Icelandair við lokun markaða í gær, er samtals um 1.600 milljónir. Fjárfestingasjóðirnir byrjuðu að fjárfesta í Icelandair 2015 en í lok þess árs áttu þrír sjóðanna – Global Macro Portfolio, Global Macro Absolute Return Advantage og JNL/ Eaton Vance Global Macro – samanlagt 0,7 prósenta hlut í félaginu. Rúmlega ári síðar hafa sjóðirnir, ásamt Global Macro Capital Opportunities Portfolio, næstum þrefaldað eignarhlut sinn í Icelandair en á sama tímabili hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 55 prósent. Eignarhlutur Global Macro Portfolio er í dag 0,99 prósent en sjóðurinn Global Macro Absolute Return Advantage á 0,84 prósent í Icelandair. Sjóðirnir eru því báðir á meðal þrjátíu stærstu hluthafa flugfélagsins en samanlagður eignarhlutur þeirra skilar þeim hins vegar í hóp fimmtán stærstu eigenda Icelandair. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa Icelandair síðastliðinn mánudag, sem Markaðurinn hefur séð, þá eru sjóðir tengdir Eaton Vance um þessar mundir einu erlendu fjárfestingasjóðirnir í hluthafahópi flugfélagsins. Greint var frá því í Markaðnum í síðustu viku að bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital hefði selt öll bréf sín í Icelandair í janúar. Sjóðurinn hafði áður átt, í gegnum félagið TCA Event Investments Opportunity sem er skráð með lögheimili í Lúxemborg, samanlagt um 11 milljónir hluta í félaginu. Miðað við gengi bréfa á Icelandair á þeim tíma má áætla að sjóðurinn hafi selt þann hlut fyrir um 230 milljónir. Fjárfestingasjóðir í stýringu Eaton Vance, eða dótturfélaga þess, hafa verið nokkuð umsvifamiklir í fjárfestingum á íslenskum hlutaog skuldabréfamarkaði á undanförnum misserum. Þannig hafa sjóðirnir keypt í flestum skráðum fyrirtækjum í Kauphöll Íslands og í lok síðustu viku voru þeir á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í sex félögum – HB Granda, Högum, Reitum, Eimskipum, Símanum og Regin. Þrátt fyrir að kaup sjóðanna í Icelandair Group hafi fram til þessa ekki skilað þeim neinum hagnaði þá vegur á móti að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst um liðlega 17 prósent frá ársbyrjun 2016. Samtímis því að ekkert lát er á fjárfestingum sjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði þá er Eaton Vance á meðal þeirra bandarísku fjárfestingasjóða sem segjast vera að kanna þann möguleika að höfða mál á hendur íslenska ríkinu vegna frumvarps um meðferð aflandskrónueigna.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira