Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 24-23 | Stjarnan í toppsætið eftir spennuleik Smári Jökull Jónsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 18. febrúar 2017 16:00 Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar. vísir/anton brink Leikurinn fór rólega af stað og var mikið um mistök í sóknarleik beggja liða. Þau töpuðu boltanum hvað eftir annað og gekk gestunum sérstaklega illa að klára sínar sóknir með skoti. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og komust mest í fjögurra marka forystu, 14-10. Hafdís Renötudóttir var frábær í marki Stjörnunnar en hin öfluga Elín Jóna Þorsteinsdóttir náði sér ekki á strik í marki Hauka. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik og skoruðu síðasta mark hálfleiksins í tómt mark heimastúlkna sem freistuðu þess að auka muninn fyrir leikhlé en misstu boltann klaufalega í sókninni. Staðan í hálfleik var 14-12, Stjörnunni í vil. Haukar byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og Halldór Harri þjálfari Stjörnunnar varð að taka leikhlé í stöðunni 16-14 enda Haukar þá búnir að skora sex mörk í röð. Haukarnir höfðu yfirhöndina áfram og varnarleikur þeirra var afar sterkur auk þess sem Elín Jóna fann fjölina í markinu. Stjarnan skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiks og átti í miklu basli. Stjarnan missti gestina þó aldrei langt fram úr sér. Þeim tókst að jafna metin þegar skammt var eftir og spennan var mikil í lokin. Þar voru það heimastúlkur sem voru klókari og Haukar fóru afar illa að ráði sínu í sókninni á síðustu mínútum leiksins. Sólveig Lára Kjærnested kom Stjörnunni yfir úr hraðaupphlaupi þegar um mínúta var eftir og skömmu seinna var Nataly Sæunni Valencia vikið af velli og Stjarnan því einum færri. Haukum gekk illa að skapa sér færi í sókninni þrátt fyrir að vera einum fleiri og Hafdís Renötudóttir varði loks síðasta skot Hauka og heimasigur því staðreynd. Sólveig Lára skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og dró vagninn sóknarlega. Hafdís var eins og áður segir frábær í markinu, varði 21 skot eða nærri helming þeirra sem hún fékk á sig. Þá átti Brynhildur Kjartansdóttir góða innkomu í sóknarleikinn og skoraði mikilvæg mörk. Hjá Haukum voru þær Ramune Pekarskyte og Guðrún Erla Bjarnadóttir markahæstar með 6 mörk og markverðir Haukaliðsins vörðu samtals 15 skot. Sigrún Jóhannsdóttir átti fína innkomu í fjarveru Karenar Díönudóttir og gerði Stjörnuvörninni oft lífið leitt. Halldór Harri: Við eigum mikið inniHalldór Harri Kristjánsson er þjálfari StjörnunnarHalldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með stigin tvö sem hans stúlkur náðu í með sigrinum á Haukum í Garðabæ í dag. Hann sagði liðið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag. „Við lentum í smá krísu í byrjun seinni hálfleiks og sóknarleikurinn var ekki nógu flæðandi. Þær komust yfir okkur en við sýndum karakter með því að landa sigrinum eftir að sigurinn gat fallið hvoru megin sem var þarna í lokin,“ sagði Halldór Harri í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er sáttur með tvö stig en við eigum mikið inni. Við náum ekki floti í sóknarleikinn okkar en við náum að gera það sem þarf. Miðað við að það voru nokkrir leikmenn í stúkunni í dag að horfa á þá er ég sáttur, það munaði um þær,“ en Halldór Harri á þar við Esther Viktoríu Ragnarsdóttur, Þorgerði Önnu Atladóttur og Elenu Birgisdóttur sem allar voru frá vegna meiðsla. „Þær verða klárar fyrir bikarhelgina. Esther lenti í smá óhappi í gær og hún verður klár eftir 2-3 daga og Elena sömuleiðis. Togga (Þorgerður Anna) er að gera sig klára fyrir bikarleikinn og er búin að vera í smá pakka síðustu 2-3 vikur að gera sig klára. Hún verður fersk,“ bætti Halldór Harri við. Eins og áður segir náði Stjarnan efsta sæti deildarinnar með sigrinum í dag og framundan er hörð barátta við Fram um deildarmeistaratitilinn sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Ég held að það skipti engum sköpum að hafa heimaleikjaréttinn. En við erum með þannig lið að við ætlum að spila um alla titla og við ætlum okkur að hirða þennan deildarmeistaratitil líka. Þetta verður jafnt í gegnum allt mótið og vonandi skemmtilegt í síðustu umferðinni,“ sagði Halldór Harri að lokum en Fram og Stjarnan mætast einmitt í Framhúsinu í lokaumferð deildarkeppninnar. Óskar: Slæmar ákvarðanir kostuðu okkur sigurinnÓskar Ármansson þjálfari Hauka var ósáttur með ákvarðanatöku sinna leikmanna undir lok leiksins í dag.Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var afar óánægður með lokamínúturnar hjá sínum stúlkum í dag og lét það berlega í ljós á hliðarlínunni. Hann sagði liðið hafa misst hausinn í lokin en var þó nokkuð sáttur með leikinn í heild sinni þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við köstum þessu frá okkur. Auðvitað var þetta spennandi allan tímann en slæmar ákvarðanir á síðustu mínútunum þær kostuðu okkur sigurinn, það er bara svo einfalt,“ sagði Óskar. Haukar náðu mjög góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks og komst Stjarnan lítið áleiðis gegn ógnarsterkri vörn Hauka. „Þetta var bara spurning í restina um að halda haus en við gerðum það ekki. Við spiluðum nokkuð góðan leik í 55 mínútur þar sem ég er nokkuð sáttur með stelpurnar að flestu leyti. Þetta er klárlega á réttri leið hjá okkur,“ bætti Óskar við. Haukar, líkt og Stjarnan, eru á leið inn í bikarhelgina í næstu viku og mæta Fram í undanúrslitum sem þær unnu fyrir ekki svo löngu síðan en það var aðeins annað tap Framliðsins á tímabilinu. „Ef þú ætlar þér að verða bikarmeistari þarftu að spila vel í 120 mínútur, það er ósköp einfalt. Þetta eru erfið verkefni því Framliðið er feykisterkt. Við spiluðum mjög vel gegn þeim í deildinni og ef við æltum að eiga einhvern séns þá þurfum við í það minnsta að endurtaka það og helst gera betur." Karen Helga Díönudóttir var ekki með Haukaliðinu í dag en hún hefur komið vel inn í liðið nú eftir áramótin. „Við söknuðum hennar kannski ekki akkúrat í þessum leik. Mér fannst Sigrún spila vel lengst af í dag og hún stóð fyllilega undir þeirri stöðu sem hún spilaði í leiknum í dag. En Karen kemur klárlega inn í hópinn fyrir bikarleikinn,“ sagði Óskar Ármannsson þjálfari Hauka að lokum. Rakel Dögg: Stolt af liðinuRakel Dögg í leik með StjörnunniVísir/ValliRakel Dögg Bragadóttir sagðist gríðarlega stolt af leikmönnum Stjörnunnar í dag eftir sigurinn á Haukum. Hún sagðist spennt fyrir bikarhelginni þar sem Stjarnan á titil að verja. „Þetta var karaktersigur í dag, við gáfumst aldrei upp þrátt fyrir mikið mótlæti. Við sýnum gríðarlega sterkan karakter að koma til baka og við héldum einbeitingu allan tímann. Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur svo við náum að halda áfram að pressa á Framliðið,“ sagði Rakel Dögg við Vísi eftir leik en Stjarnan náði toppsætinu af Fram með sigrinum í dag. Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Stjörnunnar í dag og þær geta þakkað henni fyrir stigin því hún varði skot Hauka á síðustu sekúndum leiksins. „Markvarðastaðan er eiginlega mikilvægasta staðan á vellinum, ekki samt segja henni að ég hafi sagt þetta,“ sagði Rakel Dögg brosandi. „Það er ótrúlega mikilvægt að hafa góðan markvörð fyrir aftan sig. Í dag var hún stórkostleg og tók mikilvæga bolta. Hún ver í dauðafærum og tekur svo síðasta skotið þeirra. Hún er að stíga upp núna sem er frábært,“ bætti Rakel við. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og framundan er undanúrslitaleikur í bikarnum gegn Selfossi á fimmtudaginn. Rakel Dögg sagði stefnuna að sjálfsögðu setta á að verja bikartitilinn. „Við ætlum okkur að gera það og hin liðin sem mæta í Höllina ætla sér auðvitað að sækja titilinn. Nú kemur bikarfiðringur í mann og það er gaman að fara í þetta „final four“, mér finnst það skemmtilegt fyrirkomulag. Nú tekur við undirbúningur fyrir það strax í kvöld og svo hittumst við á mánudag í góðri æfingu,“ „Við höfum lent í basli með Selfossliðið í síðustu tvö skipti sem við höfum mætt þeim. Það er því ekkert gefið þó það sé töluvert á milli okkar í töflunni. Við þurfum að mæta klárar á fimmtudag og hlökkum mikið til,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Leikurinn fór rólega af stað og var mikið um mistök í sóknarleik beggja liða. Þau töpuðu boltanum hvað eftir annað og gekk gestunum sérstaklega illa að klára sínar sóknir með skoti. Heimastúlkur höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og komust mest í fjögurra marka forystu, 14-10. Hafdís Renötudóttir var frábær í marki Stjörnunnar en hin öfluga Elín Jóna Þorsteinsdóttir náði sér ekki á strik í marki Hauka. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk fyrir hálfleik og skoruðu síðasta mark hálfleiksins í tómt mark heimastúlkna sem freistuðu þess að auka muninn fyrir leikhlé en misstu boltann klaufalega í sókninni. Staðan í hálfleik var 14-12, Stjörnunni í vil. Haukar byrjuðu svo síðari hálfleikinn af miklum krafti og Halldór Harri þjálfari Stjörnunnar varð að taka leikhlé í stöðunni 16-14 enda Haukar þá búnir að skora sex mörk í röð. Haukarnir höfðu yfirhöndina áfram og varnarleikur þeirra var afar sterkur auk þess sem Elín Jóna fann fjölina í markinu. Stjarnan skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tólf mínútum síðari hálfleiks og átti í miklu basli. Stjarnan missti gestina þó aldrei langt fram úr sér. Þeim tókst að jafna metin þegar skammt var eftir og spennan var mikil í lokin. Þar voru það heimastúlkur sem voru klókari og Haukar fóru afar illa að ráði sínu í sókninni á síðustu mínútum leiksins. Sólveig Lára Kjærnested kom Stjörnunni yfir úr hraðaupphlaupi þegar um mínúta var eftir og skömmu seinna var Nataly Sæunni Valencia vikið af velli og Stjarnan því einum færri. Haukum gekk illa að skapa sér færi í sókninni þrátt fyrir að vera einum fleiri og Hafdís Renötudóttir varði loks síðasta skot Hauka og heimasigur því staðreynd. Sólveig Lára skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna og dró vagninn sóknarlega. Hafdís var eins og áður segir frábær í markinu, varði 21 skot eða nærri helming þeirra sem hún fékk á sig. Þá átti Brynhildur Kjartansdóttir góða innkomu í sóknarleikinn og skoraði mikilvæg mörk. Hjá Haukum voru þær Ramune Pekarskyte og Guðrún Erla Bjarnadóttir markahæstar með 6 mörk og markverðir Haukaliðsins vörðu samtals 15 skot. Sigrún Jóhannsdóttir átti fína innkomu í fjarveru Karenar Díönudóttir og gerði Stjörnuvörninni oft lífið leitt. Halldór Harri: Við eigum mikið inniHalldór Harri Kristjánsson er þjálfari StjörnunnarHalldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar var ánægður með stigin tvö sem hans stúlkur náðu í með sigrinum á Haukum í Garðabæ í dag. Hann sagði liðið eiga mikið inni miðað við leikinn í dag. „Við lentum í smá krísu í byrjun seinni hálfleiks og sóknarleikurinn var ekki nógu flæðandi. Þær komust yfir okkur en við sýndum karakter með því að landa sigrinum eftir að sigurinn gat fallið hvoru megin sem var þarna í lokin,“ sagði Halldór Harri í samtali við Vísi eftir leik. „Ég er sáttur með tvö stig en við eigum mikið inni. Við náum ekki floti í sóknarleikinn okkar en við náum að gera það sem þarf. Miðað við að það voru nokkrir leikmenn í stúkunni í dag að horfa á þá er ég sáttur, það munaði um þær,“ en Halldór Harri á þar við Esther Viktoríu Ragnarsdóttur, Þorgerði Önnu Atladóttur og Elenu Birgisdóttur sem allar voru frá vegna meiðsla. „Þær verða klárar fyrir bikarhelgina. Esther lenti í smá óhappi í gær og hún verður klár eftir 2-3 daga og Elena sömuleiðis. Togga (Þorgerður Anna) er að gera sig klára fyrir bikarleikinn og er búin að vera í smá pakka síðustu 2-3 vikur að gera sig klára. Hún verður fersk,“ bætti Halldór Harri við. Eins og áður segir náði Stjarnan efsta sæti deildarinnar með sigrinum í dag og framundan er hörð barátta við Fram um deildarmeistaratitilinn sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Ég held að það skipti engum sköpum að hafa heimaleikjaréttinn. En við erum með þannig lið að við ætlum að spila um alla titla og við ætlum okkur að hirða þennan deildarmeistaratitil líka. Þetta verður jafnt í gegnum allt mótið og vonandi skemmtilegt í síðustu umferðinni,“ sagði Halldór Harri að lokum en Fram og Stjarnan mætast einmitt í Framhúsinu í lokaumferð deildarkeppninnar. Óskar: Slæmar ákvarðanir kostuðu okkur sigurinnÓskar Ármansson þjálfari Hauka var ósáttur með ákvarðanatöku sinna leikmanna undir lok leiksins í dag.Óskar Ármannsson þjálfari Hauka var afar óánægður með lokamínúturnar hjá sínum stúlkum í dag og lét það berlega í ljós á hliðarlínunni. Hann sagði liðið hafa misst hausinn í lokin en var þó nokkuð sáttur með leikinn í heild sinni þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum. „Við köstum þessu frá okkur. Auðvitað var þetta spennandi allan tímann en slæmar ákvarðanir á síðustu mínútunum þær kostuðu okkur sigurinn, það er bara svo einfalt,“ sagði Óskar. Haukar náðu mjög góðum kafla í upphafi síðari hálfleiks og komst Stjarnan lítið áleiðis gegn ógnarsterkri vörn Hauka. „Þetta var bara spurning í restina um að halda haus en við gerðum það ekki. Við spiluðum nokkuð góðan leik í 55 mínútur þar sem ég er nokkuð sáttur með stelpurnar að flestu leyti. Þetta er klárlega á réttri leið hjá okkur,“ bætti Óskar við. Haukar, líkt og Stjarnan, eru á leið inn í bikarhelgina í næstu viku og mæta Fram í undanúrslitum sem þær unnu fyrir ekki svo löngu síðan en það var aðeins annað tap Framliðsins á tímabilinu. „Ef þú ætlar þér að verða bikarmeistari þarftu að spila vel í 120 mínútur, það er ósköp einfalt. Þetta eru erfið verkefni því Framliðið er feykisterkt. Við spiluðum mjög vel gegn þeim í deildinni og ef við æltum að eiga einhvern séns þá þurfum við í það minnsta að endurtaka það og helst gera betur." Karen Helga Díönudóttir var ekki með Haukaliðinu í dag en hún hefur komið vel inn í liðið nú eftir áramótin. „Við söknuðum hennar kannski ekki akkúrat í þessum leik. Mér fannst Sigrún spila vel lengst af í dag og hún stóð fyllilega undir þeirri stöðu sem hún spilaði í leiknum í dag. En Karen kemur klárlega inn í hópinn fyrir bikarleikinn,“ sagði Óskar Ármannsson þjálfari Hauka að lokum. Rakel Dögg: Stolt af liðinuRakel Dögg í leik með StjörnunniVísir/ValliRakel Dögg Bragadóttir sagðist gríðarlega stolt af leikmönnum Stjörnunnar í dag eftir sigurinn á Haukum. Hún sagðist spennt fyrir bikarhelginni þar sem Stjarnan á titil að verja. „Þetta var karaktersigur í dag, við gáfumst aldrei upp þrátt fyrir mikið mótlæti. Við sýnum gríðarlega sterkan karakter að koma til baka og við héldum einbeitingu allan tímann. Þetta var mikilvægur sigur fyrir okkur svo við náum að halda áfram að pressa á Framliðið,“ sagði Rakel Dögg við Vísi eftir leik en Stjarnan náði toppsætinu af Fram með sigrinum í dag. Hafdís Renötudóttir átti frábæran leik í marki Stjörnunnar í dag og þær geta þakkað henni fyrir stigin því hún varði skot Hauka á síðustu sekúndum leiksins. „Markvarðastaðan er eiginlega mikilvægasta staðan á vellinum, ekki samt segja henni að ég hafi sagt þetta,“ sagði Rakel Dögg brosandi. „Það er ótrúlega mikilvægt að hafa góðan markvörð fyrir aftan sig. Í dag var hún stórkostleg og tók mikilvæga bolta. Hún ver í dauðafærum og tekur svo síðasta skotið þeirra. Hún er að stíga upp núna sem er frábært,“ bætti Rakel við. Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og framundan er undanúrslitaleikur í bikarnum gegn Selfossi á fimmtudaginn. Rakel Dögg sagði stefnuna að sjálfsögðu setta á að verja bikartitilinn. „Við ætlum okkur að gera það og hin liðin sem mæta í Höllina ætla sér auðvitað að sækja titilinn. Nú kemur bikarfiðringur í mann og það er gaman að fara í þetta „final four“, mér finnst það skemmtilegt fyrirkomulag. Nú tekur við undirbúningur fyrir það strax í kvöld og svo hittumst við á mánudag í góðri æfingu,“ „Við höfum lent í basli með Selfossliðið í síðustu tvö skipti sem við höfum mætt þeim. Það er því ekkert gefið þó það sé töluvert á milli okkar í töflunni. Við þurfum að mæta klárar á fimmtudag og hlökkum mikið til,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira