Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing – Seinni grein Björn Einarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun