Líknarmeðferð, aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing – Seinni grein Björn Einarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ákvörðun um líknarmeðferð er eins og önnur læknisfræðileg meðferð á ábyrgð lækna. Þeir eiga ekki að veita gagnslausa og vonlausa læknisfræðilega meðferð. Hvorki sjúklingur né aðstandendur geta beðið um gagnslausa meðferð. Sé meðferðin mögulega gagnleg, er látið á hana reyna, en hætt reynist hún gagnslaus og vonlaus. Það er hins vegar sjúklingurinn sjálfur sem ákveður hvort hann þiggur læknisfræðilega meðferð eða ekki. Sjúklingurinn getur einnig með lífsskrá ákveðið, meðan hann er vitrænt skýr, að hann þiggi ekki læknisfræðilega meðferð t.d. þegar hann er orðin vitrænt skertur eða rænulaus. Þannig hefur hann val um það við hvaða aðstæður er ekki veitt gagnleg lífslengjandi læknisfræðileg meðferð sem leiðir til þess að hann mun fá að deyja. Sé sjúklingur hins vegar orðinn vitrænt skertur, þannig að hann sé ekki fær um slíkt val, þá er það á ábyrgð læknisins að taka slíka ákvörðun með velferð sjúklingsins í huga. Mikilvægt er að aðstandendur séu upplýstir þannig að þeir skilji aðstæðurnar og grundvöll ákvörðunarinnar. Líknarmeðferð hefur verið stunduð og þróuð hérlendis síðustu hálfa öld og vegna lögmálsins um tvennar afleiðingar eru engin takmörk fyrir því að hægt er að veita fullnægjandi líknarmeðferð og þarf því enginn að óttast að líða þjáningar á dánarbeðinum.Ákvörðun um líknardeyðingu Í Bandaríkjunum og í Hollandi eru skilyrðin ströng, tveir læknar verða að samþykkja beiðni sjúklingsins um líknardeyðingu. En í reynd hefur í Hollandi orðið sú þróun að túlkunin er orðin víðtækari, þannig að „óbærileg þjáning sem ekki er hægt að meðhöndla með öðrum ráðum“ á einnig við andlega vanlíðan og sjúkdómsgreining þarf ekki lengur að liggja fyrir. Margir sem aðhyllast lögleiðingu líknardeyðingar vilja að læknar sjái um framkvæmdina öryggisins vegna. Læknar hafa til þessa almennt verið andsnúnir því að taka þátt í beinni líknardeyðingu eða aðstoð við sjálfsvíg í einhverri mynd, þar sem það samrýmist ekki eðli læknisstarfsins. Alþjóðasamtök lækna (WMA) hafa endurtekið ályktað um að líknardeyðing sé ekki ásættanleg. Ekki er hægt að skylda lækna til þess að sjá um slíka framkvæmd ef það samrýmist ekki samvisku þeirra. Í eðli sínu fela öll ofangreind kerfi í sér sjálfsvíg, einnig það hollenska, þar sem staðfest verður að vera að einstaklingurinn óski eftir því sjálfur að binda enda á líf sitt. En í hollenska kerfinu felst einnig manndráp eins manns á öðrum af ásetningi. Má því segja að í Hollandi er það bæði sjálfsvíg og manndráp en hvorugt dæmigert. Manndráp af ásetningi á löggjafinn og dómstólar erfitt með að viðurkenna sem réttlætanlega gjörð. Í Hollandi hefur það verið leyst með praktískum hætti, þannig að eftirlitsnefndin ákveður að ákæra ekki í málinu ef allt hefur farið samkvæmt settum reglum. Ekki er eins víst að íslenskt dómskerfi myndi sætta sig við það. Vissulega eru það mannréttindi að hver einstaklingur ráði lífi sínu sjálfur. Hann ber einnig einn ábyrgð á heilsu sinni og getur ekki kennt öðrum um heilsuleysi sitt eða yfirvofandi dauða. Því ber hann einnig ábyrgð á dauða sínum. Um réttinn til að fá aðstoð við sjálfsvíg sitt eru uppi tvenn sjónarmið. Annars vegar að til staðar þurfi að vera veigamikil ástæða fyrir hendi og því eru ströng skilyrðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku, að einstaklingurinn sé með banvænan sjúkdóm og eigi skammt eftir ólifað. Hins vegar ákvað svissneski löggjafinn að slíkt væri einfaldlega leyfilegt í öllum tilfellum nema fjárhagslegir hagsmunir væru fyrir hendi. Aðstandendur hafa orðið út undan í þessari umræðu. Sjálfsvíg eru alltaf harmsaga. Fyrir aðstandendur er það mikið áfall og sorg og þeir geta upplifað það sem höfnun og getur það jafnvel valdið þeim reiði. Einnig eru sjálfsvíg með aðstoð vegna banvænna sjúkdóma harmsaga. Flestir eiga sér fjölskyldu og ástvini. Banvænn sjúkdómur er áfall, en ákvörðunin um sjálfsvíg vegna þess veldur viðbótarþjáningum. Ákvörðun um sjálfsvíg upp á sitt eindæmi er eigingjarn verknaður. Aðstoð við sjálfsvíg eða bein líknardeyðing þarf að vera í sátt við aðstandendur. Áður fyrr var það hörmung fyrir aðstandendur ef einhver dó skyndidauða. Eðlilegast þótti að deyja í faðmi fjölskyldunnar. Banalegan er hluti af sorgarúrvinnslu mannsins. En nú til dags vilja menn deyja skyndilega, vegna fjarlægðar sinnar við dauðann. Höfundur hefur unnið á sjúkrahúsum sem veita líknarmeðferð í 30 ár og er einnig heimspekimenntaður. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun