Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 20:15 Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira