Batman betri en Barbie? Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Landlausir Seltirningar Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar