Batman betri en Barbie? Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar