Batman betri en Barbie? Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar