Batman betri en Barbie? Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrirmyndir stúlkubarna hafa lengi vel verið áberandi í umræðunni og þykir mér góð ástæða til þeirrar umræðu. Hvað með fyrirmyndir ungra drengja? Þegar ég fékk að vita að ég ætti von á strák fór hugur minn að reika. Það voru svo sannarlega mikil gleðitíðindi þar sem lítið er um karlmenn í minni stórfjölskyldu. Ég hef alist upp með systrum, mæðrasystrum, frænkum og ömmum og veit því ekki mikið um strákamenningu. Eftir að hafa fylgst með litlum frændum og drengjunum á leikskólum sem ég hef unnið á þá vissi ég nokkurn veginn að eitt er óumflýjanlegt, ofurhetjutímabilið. Ég vissi til dæmis að ég gæti átt von á því að þurfa einn daginn að gefa mig og kaupa Spiderman-stígvél. Jafnvel þótt ofurhetjukvikmyndir séu vinsælar núna og ekki ætlaðar börnum þá virðast ungir drengir vera aðalskotmark varnings sem tengist ofurhetjum. En fyrst ofurhetjur eru góðar og bjarga heiminum er það ekki bara hið besta mál? Að mínu mati eru þetta ekki æskilegar fyrirmyndir fyrir unga drengi þar sem þeirra helsta og eina lausn á vandamálum er ofbeldi. Slagsmál, vopn og sprengjur eru oftast meginþema þessara kvikmynda og birtist þetta einnig í teiknimyndaþáttum um þessar ofurhetjur sem eru ekki bannaðir börnum. Nútíma ofurhetjur eru í breyttari mynd, þær setja ákveðna líkamsstaðla sem erfitt er að fylgja. Hægt er að kaupa ofurhetjubúning með viðbættum vöðvum, því ofurhetjur eru og eiga að vera vöðvastæltar. Hetjurnar starfa flestar einar, eru miklir einfarar og virka oft félagslega bældir menn sem eiga erfitt með að festa ráð sitt. Ofurkraftar þeirra og vopn gera þeim kleift að sigrast á illmennum sem heilum her af lögregluþjónum er ógerlegt. Ef ofurhetjurnar hafa ekki ofurkrafta þá hafa þeir vopn eða rosalega bardagahæfileika.Bardagarnir aðalatriðið Þegar ungir drengir eru að leika Spiderman eða Batman þá hlaupa þeir um, sparka og kýla út í loftið. Þeir virðast ekki vera með neitt sérstaklega djúpar pælingar um neinn boðskap eða þess háttar. Þeir vita að þessar ofurhetjur eru „góðar“ en samt sem áður eru slagsmálin eða bardagarnir aðalatriðið. Skilaboðin sem ég tel að ungir drengir skynji einna helst eru: Vertu sterkur, ekki treysta á neinn og ef einhver er vondur – kýld'ann. Viljum við ekki kenna okkar drengjum aðrar lausnir? Ég vil að drengurinn minn eigi aðrar fyrirmyndir en þegar ofurhetjurnar eru teknar í burtu þá er ekki mikið í boði. Mikið hefur verið fjallað um neikvæðar fyrirmyndir stúlkna, mittismjóar prinsessur í neyð, og aukist hefur aðeins við framboð á þeim fyrirmyndum með sterkari kvenpersónum. Prinsessurnar virðast þó ná að halda velli. Margir lofsama litlar dömur sem segja nei við prinsessukjólunum og mæta í ofurhetjubúningi á öskudaginn. Er það eitthvað skárri fyrirmynd? Hvað er þá til ráða? Erum við foreldrarnir gjörsamlega varnarlaus gegn þessari markaðssetningu? Verðum við að sætta okkur við þá staðreynd að póníhestarnir séu komnir með mjótt mitti og augnháralengingu og að ofurhetjurnar verði sífellt sterkari, vopnaðri og ofbeldishneigðari?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun