Rannsóknarhagsmunir og viðskiptahagsmunir Sigríður Á. Andersen skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sendi mér kveðju hér í blaðinu í fyrradag. Tilefnið er að ég hafði í stuttu máli lýst athugun sem fram fór á vegum innanríkisráðuneytisins, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012 - 2013 á fyrirkomulagi lífsýnarannsókna í sakamálum. Niðurstaða þeirrar skoðunar var þá að halda áfram samstarfi við sænska rannsóknarstofu á þessu sviði. Ég nefndi einnig að það gæti verið kostur fremur en galli að framkvæma svo viðkvæmar og sérhæfðar rannsóknir erlendis en ekki hér í fámenninu þar sem allir þekkja alla. Orðin sem Kári notar um þessa upprifjun eru „ráðherrabull“, „ábyrgðarlaust blaður“, „minnimáttarkennd“, „fáfræði“, „glapræði“ auk þess sem hann telur störf mín „ruddaleg“ og „ofbeldisfull“. Það er auðvitað ekki nýtt að handhafar sannleikans þurfi að nota svo stór orð um hinn léttvæga málstað andstæðingsins. En ástæðan sem Kári gefur upp fyrir reiðilestri sínum er að hann vill fá þessar rannsóknir á lífssýnum í sakamálum inn í fyrirtæki sitt. Sem dómsmálaráðherra vil ég taka af allan vafa um það að rannsóknarhagsmunir verða ávallt í fyrsta sæti þegar kemur að málum sem þessum. Viðskiptahagsmunir Kára Stefánssonar og annarra munu alltaf víkja fyrir því meginmarkmiði að tryggja skjóta og umfram allt örugga og óháða rannsókn sakamála.Áhyggjuefni Forstjórinn lýsir því í greininni að fyrirtæki hans gæti „sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum.“ Hann skýrir að vísu ekki nánar, með hvaða hætti hann hyggst sakbenda menn með þessum hætti. Svo virðist sem hann hugsi sér að nota í þessa vinnslu þau gögn sem honum hafa verið lögð til af og um þátttakendur í vísindarannsóknum sem stundaðar eru af fyrirtæki hans. Ef svo er þá er það mikið áhyggjuefni. Þeirra upplýsinga á að hafa verið aflað í samræmi við skilyrði í leyfum frá Persónuvernd, áður tölvunefnd og á grundvelli upplýsts samþykkis þátttakenda sem hafa tekið þátt í rannsóknum hans í góðri trú um að sú þátttaka myndi ekki hafa neikvæð áhrif á réttindi þeirra eða ættmenna þeirra í framtíðinni. Þá er það sannarlega óvarfærið af forstjóranum að setja þessar hugmyndir sínar fram í samhengi við þann harmleik sem nýlega hefur átt sér stað hér á landi. Slíkar tilvísanir leiða tæpast til yfirvegaðra ákvarðana, byggðar á skynsemi og rökum. Ég flutti á síðasta kjörtímabili frumvarp um brotfall laga sem veita fjármálaráðherra heimild til að veita bandarísku fyrirtæki að nafni DeCODE Genetics Inc. ríkisábyrgð fyrir allt að 200 milljónir Bandaríkjadala vegna aukinnar starfsemi dótturfélags, Íslenskar erfðagreiningar, hér á landi. Frumvarpið náði ekki fram að ganga fyrir þinglok. Heimildin til 23 milljarða króna ríkisábyrgðarinnar á þessum viðskiptaævintýrum Kára Stefánssonar stendur því enn óhögguð í íslenskum lögum. Til samanburðar má nefna að 23 milljarðar eru um það bil helmingur af rekstrarkostnaði Landspítalans á ári. Þetta nefni ég nú bara hér í ljósi tilboðs Kára um þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar við að „hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum“ af vettvangi glæps; „ókeypis“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar