Karabatic var í lykilhlutverki í liði Frakka sem vann alla leiki sína á mótinu og tryggði sér sjötta heimsmeistaratitilinn með því að leggja Norðmenn að velli í gær, 33-26.
Þrátt fyrir að vera valinn besti leikmaður HM var ekki pláss fyrir Karabatic í úrvalsliði mótsins.
Tveir Frakkar eru í úrvalsliðinu; markvörðurinn Vincent Gerard og hægri skyttan Nedim Remili.
Norðmenn eiga flesta fulltrúa í úrvalsliðinu, eða þrjá. Þetta eru línumaðurinn Bjarte Myrhol, hægri hornamaðurinn Kristian Björnsen og vinstri skyttan Sander Sagosen.
Auk ofantaldra leikmanna eru sænski hornamaðurinn Jerry Tollbring og króatíski leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak í úrvalsliðinu.
Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov var markakóngur HM með 50 mörk í aðeins sex leikjum. Sergio Lopes frá Angóla kom næstur með 47 mörk og Amine Bannour frá Túnis og Kristian Björnsen frá Noregi voru jafnir í 3. sætinu með 45 mörk hvor.
Call it the Phenomenal Team!#Handball2017 #PhenomenalHandball pic.twitter.com/uHbi2HmjgT
— France Handball 2017 (@Hand2017) January 29, 2017