Aftur til framtíðar Bjarni Halldór Janusson skrifar 31. janúar 2017 09:41 Okkur er kennt í æsku að æfingin skapi meistarann þegar við reynum að ná tökum á nýja hjólinu okkar án hjálpardekkja. Síðar á lífsleiðinni er okkur kennt að læra reglulega heima því auðvitað er það æfingin sem skapar meistarann þegar kemur að því að ná tökum á námsefninu. Þetta á við um nær allt sem við gerum í lífinu. Við þurfum reglulega að endurnýja þekkingu okkar og uppfæra hana samhliða breyttum aðstæðum og tíðaranda hverju sinni. Það er ekki að ástæðulausu að svo mikil áhersla sé lögð á einmitt þetta á frumstigi menntunar. Menntun er nefnilega lykill að árangri og forsenda bættra lífskjara. Samfélag með annars flokks menntun er annars flokks samfélag. Við erum öll sammála um þetta; að menntun sé undirstaða velmegunar og eigi að vera í forgrunni. Þess vegna skýtur það skökku við að á háskólastigi eigi sumpart allt aðrar reglur við. Þar eru jafnvel algengar kennsluaðferðir sem hafa verið ríkjandi án endurskoðunar í fleiri áratugi. Námsefnið er að mestu leyti algerlega miðlægt og oftar en ekki bitnar það á nemendum sem ekki lengur eru settir í fyrsta sæti. Slíkt fyrirkomulag tekur hvorki tillit til breyttra aðstæðna né síbreytilegra þarfa nemenda. Þess vegna þarf að uppfæra þjónustu og nútímavæða kennslu. Það þarf að endurskoða kennslu með það í huga að þarfir nemenda eiga jafn mikið erindi og annað þegar kemur að skipulagningu menntastarfs. Til að mynda væri hægt að minnka vægi fyrirlestra í sjálfum kennslustundum og nýta þann tíma fremur í úrlausn verkefna og beitingu þekkingar. Væru fyrirlestrar nýttir sem undirbúningur fyrir kennslustundir nemenda ykist líklegast áhugi þeirra á námsefninu og sömuleiðis yrði árangur betri samhliða virkari þátttöku nemenda sjálfra. Skipulegt námsefni yrði þá vegvísir til að þoka nemendum í átt til frekari þroska, fremur en þungamiðja alls í öllu. Það er alveg eðlilegt að menntakerfið geri varúðarráðstafanir og sé fremur íhaldssamt í eðli sínu, enda er um ansi mikilvæg mál að ræða þar. Það er ekki skynsamlegt að kollvarpa að ástæðulausu og án almennilegra raka. Að vísu er þetta ekki svo byltingarkennd hugmynd. Í öllum helstu framsæknu skólum heimsins hafa kennsluhættir hlotið almennilega endurskoðun eftir rækilega naflaskoðun menntayfirvalda. Þetta hefur einungis verið af hinu góða og reynst öllu samfélaginu vel. Það er kominn tími til að fylgja góðu fordæmi annarra og taka skref inn í nútíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir En ég vil ekki verða fræðimaður Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. 28. janúar 2017 14:58 Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Með hamarinn á lofti Eftir margra ára baráttu náðist í gegn að hafa endurtökupróf í janúar. 30. janúar 2017 10:13 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Okkur er kennt í æsku að æfingin skapi meistarann þegar við reynum að ná tökum á nýja hjólinu okkar án hjálpardekkja. Síðar á lífsleiðinni er okkur kennt að læra reglulega heima því auðvitað er það æfingin sem skapar meistarann þegar kemur að því að ná tökum á námsefninu. Þetta á við um nær allt sem við gerum í lífinu. Við þurfum reglulega að endurnýja þekkingu okkar og uppfæra hana samhliða breyttum aðstæðum og tíðaranda hverju sinni. Það er ekki að ástæðulausu að svo mikil áhersla sé lögð á einmitt þetta á frumstigi menntunar. Menntun er nefnilega lykill að árangri og forsenda bættra lífskjara. Samfélag með annars flokks menntun er annars flokks samfélag. Við erum öll sammála um þetta; að menntun sé undirstaða velmegunar og eigi að vera í forgrunni. Þess vegna skýtur það skökku við að á háskólastigi eigi sumpart allt aðrar reglur við. Þar eru jafnvel algengar kennsluaðferðir sem hafa verið ríkjandi án endurskoðunar í fleiri áratugi. Námsefnið er að mestu leyti algerlega miðlægt og oftar en ekki bitnar það á nemendum sem ekki lengur eru settir í fyrsta sæti. Slíkt fyrirkomulag tekur hvorki tillit til breyttra aðstæðna né síbreytilegra þarfa nemenda. Þess vegna þarf að uppfæra þjónustu og nútímavæða kennslu. Það þarf að endurskoða kennslu með það í huga að þarfir nemenda eiga jafn mikið erindi og annað þegar kemur að skipulagningu menntastarfs. Til að mynda væri hægt að minnka vægi fyrirlestra í sjálfum kennslustundum og nýta þann tíma fremur í úrlausn verkefna og beitingu þekkingar. Væru fyrirlestrar nýttir sem undirbúningur fyrir kennslustundir nemenda ykist líklegast áhugi þeirra á námsefninu og sömuleiðis yrði árangur betri samhliða virkari þátttöku nemenda sjálfra. Skipulegt námsefni yrði þá vegvísir til að þoka nemendum í átt til frekari þroska, fremur en þungamiðja alls í öllu. Það er alveg eðlilegt að menntakerfið geri varúðarráðstafanir og sé fremur íhaldssamt í eðli sínu, enda er um ansi mikilvæg mál að ræða þar. Það er ekki skynsamlegt að kollvarpa að ástæðulausu og án almennilegra raka. Að vísu er þetta ekki svo byltingarkennd hugmynd. Í öllum helstu framsæknu skólum heimsins hafa kennsluhættir hlotið almennilega endurskoðun eftir rækilega naflaskoðun menntayfirvalda. Þetta hefur einungis verið af hinu góða og reynst öllu samfélaginu vel. Það er kominn tími til að fylgja góðu fordæmi annarra og taka skref inn í nútíðina.
En ég vil ekki verða fræðimaður Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. 28. janúar 2017 14:58
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Með hamarinn á lofti Eftir margra ára baráttu náðist í gegn að hafa endurtökupróf í janúar. 30. janúar 2017 10:13
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar