Með hamarinn á lofti Jakob Eiríksson Schram skrifar 30. janúar 2017 10:13 Í Vöku látum við verkin tala. Eftir margra ára baráttu náðist í gegn að hafa endurtökupróf í janúar. Það var nauðsynlegt skref í réttindabaráttu nemenda. Á verkfræði- og nátturúvísindasviði eru flest próf þung lokapróf sem vega 70 – 100% af lokaeinkunn, því gat verið dýrkeypt að falla í desember og taka prófið í maí, þegar heil önn af öðru námsefni hefur liðið á milli prófanna. Efnið er ennþá ferskt í minni í janúar, og því þarf ekki að læra það upp á nýtt. Það er einungis nauðsynlegt að betrumbæta þá þekkingu sem brast í desemberprófinu. Pússa þekkinguna til og sparsla í holurnar. Einning losnar nemandinn við stressið sem fylgir því að hafa auka lokapróf hangandi yfir sér yfir alla önnina, þar sem það er nóg af nýju námsefni á önninni án þess að gamla efnið hangi yfir þér. Þó jólin verði skemmri, þá er það verðugur fórnarkostnaður þegar litið er heildrænt á málið. Ég fór kannski minna á jólaböllin, og fékk mér minna hangikjöt en í staðinn þá er stressið minna og vigtin ber léttari byrði. Enginn verður smiður við fyrsta högg, og í þessari fyrstu atrennu mátti sumt fara betur. Það hefðu t.d. mátt vera fleiri dagar á milli prófa, meira tillit tekið til erfiðari áfanga og nemendur látnir vita fyrr hvenær endurtökuprófin færu fram. Yfir heildina voru nemendur ánægðir með þessa skipan mála. Það er betra að hafa endurtökuprófin í janúar, það er ekki spurning. Næsta skref er að negla niður endurtökuprófin og sjá til þess að þau verði varanlega í janúar. Það eru vankantar en þá má saga af. Í Vöku munum við berjast fyrir því að svo verði. Við mundum hamarinn, látum verkin tala og linnum ekki látum fyrr en naglinn hefur verið rekinn á kaf. Verkfræði og náttúruvísindasvið er bara upphafið, við viljum að þessi skipan standi til boða í öllum faggreinum háskólans. Þá fyrst leggjum við hamarinn niður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir En ég vil ekki verða fræðimaður Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. 28. janúar 2017 14:58 Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í Vöku látum við verkin tala. Eftir margra ára baráttu náðist í gegn að hafa endurtökupróf í janúar. Það var nauðsynlegt skref í réttindabaráttu nemenda. Á verkfræði- og nátturúvísindasviði eru flest próf þung lokapróf sem vega 70 – 100% af lokaeinkunn, því gat verið dýrkeypt að falla í desember og taka prófið í maí, þegar heil önn af öðru námsefni hefur liðið á milli prófanna. Efnið er ennþá ferskt í minni í janúar, og því þarf ekki að læra það upp á nýtt. Það er einungis nauðsynlegt að betrumbæta þá þekkingu sem brast í desemberprófinu. Pússa þekkinguna til og sparsla í holurnar. Einning losnar nemandinn við stressið sem fylgir því að hafa auka lokapróf hangandi yfir sér yfir alla önnina, þar sem það er nóg af nýju námsefni á önninni án þess að gamla efnið hangi yfir þér. Þó jólin verði skemmri, þá er það verðugur fórnarkostnaður þegar litið er heildrænt á málið. Ég fór kannski minna á jólaböllin, og fékk mér minna hangikjöt en í staðinn þá er stressið minna og vigtin ber léttari byrði. Enginn verður smiður við fyrsta högg, og í þessari fyrstu atrennu mátti sumt fara betur. Það hefðu t.d. mátt vera fleiri dagar á milli prófa, meira tillit tekið til erfiðari áfanga og nemendur látnir vita fyrr hvenær endurtökuprófin færu fram. Yfir heildina voru nemendur ánægðir með þessa skipan mála. Það er betra að hafa endurtökuprófin í janúar, það er ekki spurning. Næsta skref er að negla niður endurtökuprófin og sjá til þess að þau verði varanlega í janúar. Það eru vankantar en þá má saga af. Í Vöku munum við berjast fyrir því að svo verði. Við mundum hamarinn, látum verkin tala og linnum ekki látum fyrr en naglinn hefur verið rekinn á kaf. Verkfræði og náttúruvísindasvið er bara upphafið, við viljum að þessi skipan standi til boða í öllum faggreinum háskólans. Þá fyrst leggjum við hamarinn niður.
En ég vil ekki verða fræðimaður Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. 28. janúar 2017 14:58
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar