Frakkar hvíldu sína bestu menn í gær Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2017 09:40 Nyokas var öflugur með franska liðinu í gær. Vísir/Getty Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Frakkar koma úthvíldir í leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum HM í Frakklandi en leikurinn fer fram í Lille á morgun. Frakkar unnu nauman sigur á Pólverjum í gær, 26-25, en leikurinn skipti engu máli. Frakkar voru búnir að tryggja sér efsta sæti A-riðils og Pólverjar voru fastir í fimmta sætinu. „Við gátum gefið leikmönnu sem hafa fengið minna að spila tækifæri,“ sagði Didier Dinart, þjálfari franska liðsins, við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Við gátum hvílt Nikola Karabatic og Valentin Porte. Þá var hægt að skipta út leikmönnum og við sáum frábæran Olivier Nyokias í kvöld.“ „Það var margt við leikinn í kvöld sem gerir okkur kleift að fara inn í 16-liða úrslitin í eins góðu ásigkomulagi og hægt er. Það verður ekki endilega auðvelt að spila gegn Íslandi,“ sagði Dinart sem vildi helst sleppa við að mæta Íslendingum á morgun. Sjá einnig: Dinart: Leikir gegn Íslandi alltaf sérstakir Markahæstur í franska liðinu í gær var Nyokast með sjö mörk í níu skotum. Hann spilaði nærri allan leikinn. Daniel Narcisse spilaði hins vegar í aðeins 23 mínútur og skoraði ekki, Michel Guigou spilaði í rúmar fimm mínútur. Leikurinn á morgun fer fram í Lille sem fyrr segir en hann verður leikinn á knattspyrnuleikvangi borgarinnar sem hefur verið breytt í handboltahöll. Hún getur tekið 27.500 manns í sæti og er reiknað með því að aðsóknarmet á handboltaleik í Frakklandi verði slegið á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður vitanlega fylgst með honum í Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira