Handbolti

Eina liðið sem Ísland vann á HM í Frakklandi er lélegasta liðið á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edvaldo í leik á móti Íslandi.
Edvaldo í leik á móti Íslandi. Vísir/EPA
Landslið Angóla endaði í 24. og neðsta sæti á HM í handbolta í Frakklandi eftir sex marka tap á móti Barein, 26-32, í leiknum um 23. sæti sætið sem var upp á það að forðast júmbósæti keppninnar.

Angóla er eina liðið sem íslenska landsliðið náði að vinna á mótinu en Ísland vann lið Angóla með fjórtán mörkum í fjórða leik sínum í riðlakeppninni.

Íslenska liðið gerði jafntefli á móti bæði Túnis og Makedóníu auk þess að tapa með einu marki á móti Slóveníu en leikurinn gegn Angóla er sá ein sem íslensku strákarnir lönduðu sigri.

Sigur Barein var sannfærandi en liðið var komið í 10-5 um miðjan fyrri hálfleik, leiddi 15-13 í hálfleik og komst síðan strax aftur fjórum mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiksins.

Barein komst mest sjö mörkum yfir en í lokin varð munurinn sex mörk. Angóla hafði tapað ellefu mörkum á móti Japan í fyrsta leik sínum í neðri hluta Forsetabikarsins.

Angóla var að keppa á sinni þriðju heimsmeistarakeppni en liðið endaði í 20. sæti á HM í Túnis 2005 og í 21. sæti á HM í Þýskalandi tveimur árum síðar. Þetta er því slakasti árangur liðsins á heimsmeistaramóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×