Skortur á einbýlum á Landspítala – vandamál við einangrun smitandi sjúklinga Faghópur um hjúkrun skrifar 26. janúar 2017 07:00 Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun