Að gefnu tilefni: Ábending til ábyrgðarmanna Arnar Ingi Ingvarsson skrifar 10. janúar 2017 07:00 Fjölmargir einstaklingar skrifuðu undir ábyrgðir á árunum fyrir efnahagshrunið og jafnvel fyrr. Dæmi eru um að ábyrgðarmenn séu nú að fá greiðsluáskoranir frá fjármálastofnunum þar sem þeir eru krafðir um greiðslu á grundvelli ábyrgðar. Getur þetta komið flatt upp á marga, enda í mörgum tilfellum langt um liðið frá því að gengist var í ábyrgðina og lántaki hefur ekki greitt af skuldinni í lengri tíma. Skýringar á þessum langa tíma eru oft þær að lántakar hafa ekki fengið úrlausn sinna mála hjá embætti umboðsmanns skuldara af einhverjum orsökum og fjármálastofnanir ekki gengið á ábyrgðarmann á meðan lántaki var í greiðsluskjóli. Oftar en ekki eru það foreldrar, makar eða einhverjir nákomnir, sem skrifuðu undir sjálfskuldarábyrgð eða veittu veð í fasteign sinni til tryggingar. Allnokkur dæmi eru nú um að fjármálastofnanir gangi nokkuð hart fram gegn þessum hópi og innheimti kröfur sínar hjá ábyrgðarmönnum, geti lántaki á annað borð ekki greitt. Mikilvægt er þó að benda ábyrgðarmönnum á rétt sinn til að mótmæla kröfum fjármálastofnana, áður en þeir fara huga að því að greiða kröfurnar. Ábyrgðarmenn ættu því að kanna rétt sinn og hvort þeim ber lagaleg skylda til greiðslu. Fjölmörg dæmi eru um að kröfurnar séu hreinlega fyrndar. Í öðrum tilfellum hafa lánastofnanir ekki framkvæmt greiðslumat með fullnægjandi hætti og í þeim tilfellum kann að vera að um ógildanlegar ábyrgðir sé að ræða. Í þessu samhengi athugast að fjármálafyrirtækin gæta ekki að hagsmunum ábyrgðarmanna. Fjármálafyrirtækin benda ábyrgðarmönnum því ekki á að skuldin sé fyrnd eða mistök hafi verið gerð við upphaf lánveitingar sem leiði til þess að ábyrgðin sé ógild og því niður fallin. Þvert á móti eru ábyrgðirnar innheimtar af krafti. En hvað er til ráða fyrir ábyrgðarmenn?Fyrning ábyrgða Í fyrsta lagi kann að vera að krafa fjármálafyrirtækisins gagnvart ábyrgðarmanni sé fyrnd. Um ábyrgðir sem stofnað var til fyrir 1. janúar 2008 gilda eldri fyrningarlög. Samkvæmt þeim lögum fyrnast kröfur á borð við sjálfskuldarábyrgðir á fjórum árum frá þeim tíma sem lánið féll í gjalddaga. Nokkuð algengt er að ekki hafi verið greitt af kröfum í lengri tíma, t.d. vegna þess að skuldari hafi verið í ferli hjá umboðsmanni skuldara. Séu atvik þau að ekki hafi verið greitt inn á kröfuna í meira en fjögur ár og skuldara hvorki stefnt inn vegna ábyrgðar né tekið hjá honum fjárnám getur sú aðstaða hæglega verið uppi að krafan sé fyrnd gagnvart ábyrgðarmanni. Það athugast að fyrningartími kröfu gagnvart lántaka sjálfum er þó yfirleitt annar og lengri. Oft á tíðum reyna fjármálafyrirtækin að fá skuldara eða ábyrgðarmenn til að greiða inn á lánin, í því skyni að rjúfa fyrningu. Slík gylliboð eru gjarnan sett fram af fjármálafyrirtækjunum með þeim formerkjum að ábyrgðarmaðurinn fái afslátt af skuldinni ef hann greiði inn á hana, eða ef hann taki nýtt lán til að greiða upp ábyrgðina. Með því kann þó fyrning kröfunnar að rofna og því getur verið varhugavert að skrifa upp á slíka samninga nema að ráðfæra sig við hlutlausa sérfræðinga.Greiðslumat skilyrði Þrátt fyrir að ábyrgð verði ekki talin fyrnd gilda þó ákveðnar reglur um skuldbindingar ábyrgðarmanna sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum, sem staðfest höfðu samkomulagið, bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni, með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara.Ábyrgðarmenn hugi að réttarstöðu sinni Fjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þá eru mörg dæmi þess að ábyrgðir séu fyrndar eða við það að fyrnast. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna stöðu sína og hvað varðar fyrningu og lögmæti ábyrgða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fjölmargir einstaklingar skrifuðu undir ábyrgðir á árunum fyrir efnahagshrunið og jafnvel fyrr. Dæmi eru um að ábyrgðarmenn séu nú að fá greiðsluáskoranir frá fjármálastofnunum þar sem þeir eru krafðir um greiðslu á grundvelli ábyrgðar. Getur þetta komið flatt upp á marga, enda í mörgum tilfellum langt um liðið frá því að gengist var í ábyrgðina og lántaki hefur ekki greitt af skuldinni í lengri tíma. Skýringar á þessum langa tíma eru oft þær að lántakar hafa ekki fengið úrlausn sinna mála hjá embætti umboðsmanns skuldara af einhverjum orsökum og fjármálastofnanir ekki gengið á ábyrgðarmann á meðan lántaki var í greiðsluskjóli. Oftar en ekki eru það foreldrar, makar eða einhverjir nákomnir, sem skrifuðu undir sjálfskuldarábyrgð eða veittu veð í fasteign sinni til tryggingar. Allnokkur dæmi eru nú um að fjármálastofnanir gangi nokkuð hart fram gegn þessum hópi og innheimti kröfur sínar hjá ábyrgðarmönnum, geti lántaki á annað borð ekki greitt. Mikilvægt er þó að benda ábyrgðarmönnum á rétt sinn til að mótmæla kröfum fjármálastofnana, áður en þeir fara huga að því að greiða kröfurnar. Ábyrgðarmenn ættu því að kanna rétt sinn og hvort þeim ber lagaleg skylda til greiðslu. Fjölmörg dæmi eru um að kröfurnar séu hreinlega fyrndar. Í öðrum tilfellum hafa lánastofnanir ekki framkvæmt greiðslumat með fullnægjandi hætti og í þeim tilfellum kann að vera að um ógildanlegar ábyrgðir sé að ræða. Í þessu samhengi athugast að fjármálafyrirtækin gæta ekki að hagsmunum ábyrgðarmanna. Fjármálafyrirtækin benda ábyrgðarmönnum því ekki á að skuldin sé fyrnd eða mistök hafi verið gerð við upphaf lánveitingar sem leiði til þess að ábyrgðin sé ógild og því niður fallin. Þvert á móti eru ábyrgðirnar innheimtar af krafti. En hvað er til ráða fyrir ábyrgðarmenn?Fyrning ábyrgða Í fyrsta lagi kann að vera að krafa fjármálafyrirtækisins gagnvart ábyrgðarmanni sé fyrnd. Um ábyrgðir sem stofnað var til fyrir 1. janúar 2008 gilda eldri fyrningarlög. Samkvæmt þeim lögum fyrnast kröfur á borð við sjálfskuldarábyrgðir á fjórum árum frá þeim tíma sem lánið féll í gjalddaga. Nokkuð algengt er að ekki hafi verið greitt af kröfum í lengri tíma, t.d. vegna þess að skuldari hafi verið í ferli hjá umboðsmanni skuldara. Séu atvik þau að ekki hafi verið greitt inn á kröfuna í meira en fjögur ár og skuldara hvorki stefnt inn vegna ábyrgðar né tekið hjá honum fjárnám getur sú aðstaða hæglega verið uppi að krafan sé fyrnd gagnvart ábyrgðarmanni. Það athugast að fyrningartími kröfu gagnvart lántaka sjálfum er þó yfirleitt annar og lengri. Oft á tíðum reyna fjármálafyrirtækin að fá skuldara eða ábyrgðarmenn til að greiða inn á lánin, í því skyni að rjúfa fyrningu. Slík gylliboð eru gjarnan sett fram af fjármálafyrirtækjunum með þeim formerkjum að ábyrgðarmaðurinn fái afslátt af skuldinni ef hann greiði inn á hana, eða ef hann taki nýtt lán til að greiða upp ábyrgðina. Með því kann þó fyrning kröfunnar að rofna og því getur verið varhugavert að skrifa upp á slíka samninga nema að ráðfæra sig við hlutlausa sérfræðinga.Greiðslumat skilyrði Þrátt fyrir að ábyrgð verði ekki talin fyrnd gilda þó ákveðnar reglur um skuldbindingar ábyrgðarmanna sem vert er að kynna sér vel. Í gildi eru lög um ábyrgðarmenn sem kveða á um að lánastofnun skuli vinna greiðslumat á skuldara og kynna fyrir ábyrgðarmanni áður en ábyrgðarmaðurinn skrifar undir. Vanræki lánveitandi að sinna þessum skyldum þýðir það að ábyrgðin eða lánsveðið er að öllum líkindum ólögmætt. Lögin tóku gildi vorið 2009 en fram að þeim tíma og allt aftur til ársins 1998 var í gildi samkomulag um sambærilegar verklagsreglur við gerð ábyrgða og veðleyfa. Hið sama átti við þar, þ.e. lánastofnunum, sem staðfest höfðu samkomulagið, bar að vinna greiðslumat af skuldara og kynna ábyrgðarmanni, með þeirri undantekningu að ef lánsfjárhæðin var ein milljón króna eða minna gat ábyrgðarmaðurinn skriflega undanþegið sig þeim rétti að vera kynnt greiðslumat skuldara.Ábyrgðarmenn hugi að réttarstöðu sinni Fjölmörg dæmi eru um að lánastofnanir hafi ekki fylgt ofangreindum reglum og að ábyrgðir hafi verið felldar úr gildi í kjölfarið. Þá eru mörg dæmi þess að ábyrgðir séu fyrndar eða við það að fyrnast. Þeir sem hafa gengist í ábyrgð fyrir skuld geta og eiga að kanna stöðu sína að þessu leyti. Hver og einn verður að sækja þennan rétt fyrir sig, þar sem lánveitendur skoða þetta ekki að eigin frumkvæði. Það getur því margborgað sig fyrir ábyrgðarmenn að fá óháða sérfræðinga til að kanna stöðu sína og hvað varðar fyrningu og lögmæti ábyrgða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar