Dulinn kostnaður vegna ágreiningsmála Lilja Bjarnadóttir skrifar 11. janúar 2017 07:00 Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst. Ef horft er á ágreiningsmál á vinnustað þá eru afleiðingarnar oft mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Beinn kostnaður af ágreiningsmálum er ekki alltaf svo augljós, nema kannski kostnaður við málaferli. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Óleyst ágreiningsmál fela einnig í sér kostnað í formi aukinnar starfsmannaveltu, tímasóunar og vinnutaps sem felur í sér minni framleiðni, auknar fjarvistir og veikindi, seinlegri ákvörðunartöku, mistaka sem rekja má til samskiptavanda og ekki síst áhrifanna sem spenna og leiðindi hafa á andrúmsloft á vinnustað og líðan starfsmanna. Samkvæmt erlendri rannsókn frá 2008 þá eyðir hver starfsmaður að meðaltali 2,1 klst. á viku – eða um heilum degi í mánuði – í ágreining á vinnustað beint eða óbeint, þ.e. annaðhvort á starfsmaðurinn í ágreiningi sjálfur eða tími fer í að leysa úr ágreiningi milli samstarfsmanna.[1] Til þess að stemma stigu við þessu er nauðsynlegt að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk sé þjálfað í því hvernig best sé að takast á við ágreining sem óhjákvæmilega mun koma upp þegar fólk með ólíkar skoðanir og gildi starfar saman. Vandamálið er ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur neikvæðar afleiðingar sem ágreiningsmál hafa þegar ekki er gripið inn í með skipulögðum hætti. Hættum að stinga hausnum í sandinn og hjálpumst að við að fyrirbyggja ágreiningsmál og misskilning með því að hlúa betur að samskiptum á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst. Ef horft er á ágreiningsmál á vinnustað þá eru afleiðingarnar oft mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Beinn kostnaður af ágreiningsmálum er ekki alltaf svo augljós, nema kannski kostnaður við málaferli. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Óleyst ágreiningsmál fela einnig í sér kostnað í formi aukinnar starfsmannaveltu, tímasóunar og vinnutaps sem felur í sér minni framleiðni, auknar fjarvistir og veikindi, seinlegri ákvörðunartöku, mistaka sem rekja má til samskiptavanda og ekki síst áhrifanna sem spenna og leiðindi hafa á andrúmsloft á vinnustað og líðan starfsmanna. Samkvæmt erlendri rannsókn frá 2008 þá eyðir hver starfsmaður að meðaltali 2,1 klst. á viku – eða um heilum degi í mánuði – í ágreining á vinnustað beint eða óbeint, þ.e. annaðhvort á starfsmaðurinn í ágreiningi sjálfur eða tími fer í að leysa úr ágreiningi milli samstarfsmanna.[1] Til þess að stemma stigu við þessu er nauðsynlegt að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk sé þjálfað í því hvernig best sé að takast á við ágreining sem óhjákvæmilega mun koma upp þegar fólk með ólíkar skoðanir og gildi starfar saman. Vandamálið er ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur neikvæðar afleiðingar sem ágreiningsmál hafa þegar ekki er gripið inn í með skipulögðum hætti. Hættum að stinga hausnum í sandinn og hjálpumst að við að fyrirbyggja ágreiningsmál og misskilning með því að hlúa betur að samskiptum á nýju ári.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar