Dulinn kostnaður vegna ágreiningsmála Lilja Bjarnadóttir skrifar 11. janúar 2017 07:00 Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst. Ef horft er á ágreiningsmál á vinnustað þá eru afleiðingarnar oft mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Beinn kostnaður af ágreiningsmálum er ekki alltaf svo augljós, nema kannski kostnaður við málaferli. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Óleyst ágreiningsmál fela einnig í sér kostnað í formi aukinnar starfsmannaveltu, tímasóunar og vinnutaps sem felur í sér minni framleiðni, auknar fjarvistir og veikindi, seinlegri ákvörðunartöku, mistaka sem rekja má til samskiptavanda og ekki síst áhrifanna sem spenna og leiðindi hafa á andrúmsloft á vinnustað og líðan starfsmanna. Samkvæmt erlendri rannsókn frá 2008 þá eyðir hver starfsmaður að meðaltali 2,1 klst. á viku – eða um heilum degi í mánuði – í ágreining á vinnustað beint eða óbeint, þ.e. annaðhvort á starfsmaðurinn í ágreiningi sjálfur eða tími fer í að leysa úr ágreiningi milli samstarfsmanna.[1] Til þess að stemma stigu við þessu er nauðsynlegt að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk sé þjálfað í því hvernig best sé að takast á við ágreining sem óhjákvæmilega mun koma upp þegar fólk með ólíkar skoðanir og gildi starfar saman. Vandamálið er ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur neikvæðar afleiðingar sem ágreiningsmál hafa þegar ekki er gripið inn í með skipulögðum hætti. Hættum að stinga hausnum í sandinn og hjálpumst að við að fyrirbyggja ágreiningsmál og misskilning með því að hlúa betur að samskiptum á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestum finnst óþægilegt að eiga í ágreiningi eða útistöðum við aðra. Þegar við lendum í aðstæðum sem okkur finnst óþægilegar er algengt að fyrstu viðbrögð okkar séu að forðast þær. Vandamálið er að ágreiningsmál eiga það til að verða erfiðari úrlausnar því lengur sem þau fá að vera óáreitt. Spennan eykst og oft stigmagnast ágreiningurinn því fólk verður harðara í eigin afstöðu. Þessir þættir geta gert það erfiðara að leysa úr ágreiningnum, auk þess sem kostnaðurinn sem fellur til við ágreining eykst. Ef horft er á ágreiningsmál á vinnustað þá eru afleiðingarnar oft mun meiri en við gerum okkur grein fyrir. Beinn kostnaður af ágreiningsmálum er ekki alltaf svo augljós, nema kannski kostnaður við málaferli. En það er bara toppurinn á ísjakanum. Óleyst ágreiningsmál fela einnig í sér kostnað í formi aukinnar starfsmannaveltu, tímasóunar og vinnutaps sem felur í sér minni framleiðni, auknar fjarvistir og veikindi, seinlegri ákvörðunartöku, mistaka sem rekja má til samskiptavanda og ekki síst áhrifanna sem spenna og leiðindi hafa á andrúmsloft á vinnustað og líðan starfsmanna. Samkvæmt erlendri rannsókn frá 2008 þá eyðir hver starfsmaður að meðaltali 2,1 klst. á viku – eða um heilum degi í mánuði – í ágreining á vinnustað beint eða óbeint, þ.e. annaðhvort á starfsmaðurinn í ágreiningi sjálfur eða tími fer í að leysa úr ágreiningi milli samstarfsmanna.[1] Til þess að stemma stigu við þessu er nauðsynlegt að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fólk sé þjálfað í því hvernig best sé að takast á við ágreining sem óhjákvæmilega mun koma upp þegar fólk með ólíkar skoðanir og gildi starfar saman. Vandamálið er ekki ágreiningurinn sem slíkur heldur neikvæðar afleiðingar sem ágreiningsmál hafa þegar ekki er gripið inn í með skipulögðum hætti. Hættum að stinga hausnum í sandinn og hjálpumst að við að fyrirbyggja ágreiningsmál og misskilning með því að hlúa betur að samskiptum á nýju ári.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun