Löggjöf um líffæragjafir: Er franska leiðin skynsamleg fyrir Íslendinga? Runólfur Pálsson og Birgir Jakobsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið talsverð umfjöllun um líffæragjafir í fjölmiðlum í tilefni af lagabreytingu í Frakklandi á þann veg að allir þegnar séu sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga með skriflegri yfirlýsingu. Ýmsir hafa haldið fram þeirri skoðun að við Íslendingar ættum að fara sömu leið og Frakkar svo unnt sé að mæta skorti á líffærum til ígræðslu. Opinber umræða um líffæragjafir er mikilvæg því hún getur stuðlað að fjölgun líffæragjafa. Á hinn bóginn er þetta viðkvæmt mál og nauðsynlegt að öllum sé ljóst hvaða afleiðingar breyting á löggjöf hefur í för með sér.Lög um líffæragjafir Í Frakklandi hefur lengi verið við lýði löggjöf um líffæragjafir sem byggir á ætluðu samþykki. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir að fólk væri reiðubúið að gefa líffæri sín, en engu að síður þurfti að hafa samráð við aðstandendur. Samkvæmt nýju lögunum þarf hins vegar ekki lengur að leita til aðstandenda í því skyni að kanna afstöðu hins látna til líffæragjafar. Haldin verður skrá yfir andvíga, en óvíst er að hún muni nægja til að tryggja rétt þeirra sem ekki vilja gefa líffæri sín. Lögin eru því umdeild, ekki síst vegna ótta við að alvarlegur ágreiningur við fjölskyldu hins látna geti skapast. Meðal flestra annarra þjóða er leitað til ættingja þótt lög feli í sér ætlað samþykki og er það víðast hvar lagaleg skylda. Á Íslandi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 og byggja þau á upplýstu samþykki, en þá er gengið út frá því að hinn látni væri andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín. Löggjöf Dana er hliðstæð okkar en Finnar, Norðmenn og Svíar búa við ætlað samþykki eins og meirihluti Evrópuþjóða. Nýlega var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögunum um brottnám líffæra úr upplýstu í ætlað samþykki en það hlaut ekki brautargengi. Áform munu vera um að leggja slíkt frumvarp fram að nýju.Leiðir til að fjölga líffæragjöfum Deilt hefur verið um hvort lagaleg umgjörð hafi áhrif á fjölda líffæragjafa. Það er óneitanlega vísbending í þá átt að tíðni líffæragjafa er áberandi hærri í löndum þar sem lög fela í sér ætlað samþykki. Á hinn bóginn hefur ekki verið sýnt fram á með vissu að breyting úr upplýstu í ætlað samþykki leiði til fjölgunar gjafa. Þetta er þó ekki auðvelt að meta því að oftast hefur verið ráðist í aðrar aðgerðir samhliða lagabreytingu. Margvíslegar leiðir hafa verið reyndar til að fjölga líffæragjöfum og hefur reynslan verið best þar sem beitt hefur verið fjölþættu átaki. Auk löggjafar sem byggir á ætluðu samþykki hefur almenningsfræðsla og leiðir sem stuðla að umræðu innan fjölskyldunnar reynst hafa mikla þýðingu. Einnig hefur öflugt skipulag og umgjörð um líffæragjafaferlið gefið góða raun. Athyglisvert er að opinber skrá um vilja til að gefa líffæri eða hið gagnstæða hefur hvergi náð flugi. Hér á landi hefur verið farin fremur einföld leið þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar á vef Embættis landlæknis (https://donor.landlaeknir.is) og á www.heilsuvera.is. Standa vonir til að hún muni skila árangri.Er ástæða til að breyta íslensku löggjöfinni? Hérlendis hefur sýnt sig að stór hluti almennings er hlynntur líffæragjöf við andlát. Flestir virðast telja það eðlilegt viðhorf, enda geta allir einhvern tíma þurft á líffæraígræðslu að halda og því eðlilegt að þeir sem sækjast eftir slíkri meðferð séu jafnframt reiðubúnir að gefa líffæri sín. En þetta gildir ekki um alla og geta ýmsar ástæður legið að baki, m.a. menningarlegur bakgrunnur og trúarskoðanir. Það er mat okkar að það sé óskynsamlegt að ganga jafnlangt og Frakkar með nýjum lögum um líffæragjafir. Engu að síður er fyllsta ástæða til að íslenskri löggjöf verði breytt í átt að ætluðu samþykki þar sem það speglar vilja þorra þjóðarinnar. En jafnframt verður að vernda rétt allra einstaklinga til ákvörðunar um eigin hagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun