HBstatz: Rúnar bestur í sókn en Ólafur bestur í vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 10:30 Rúnar Kárason skorar í leiknum á móti Túnis. Vísir/EPA Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2 Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Rúnar Kárason hefur staðið sig best af íslensku leikmönnunum í fyrstu þremur leikjunum á HM í handbolta samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz.HBstatz fylgist vel með íslenska landsliðinu á HM í handbolta og tekur saman ítarlega tölfræði um frammistöðu leikmanna. Leikmenn íslenska liðsins fá nákvæma einkunn fyrir frammistöðu sína út frá tölfræðinni, bæði í vörn og sókn. Íslenska liðið hefur nú spilað þrjá leiki á mótinu og því athyglisvert að skoða það hverjir hafa verið að standa sig best í sókn sem vörn. Rúnar Kárason er langhæstur þegar kemur að sóknarleiknum en hann er bæði markahæstur með 13 mörk (ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni) og sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar (7, einni fleiri en Ólafur Guðmundsson). Guðjóni Valur er í öðru sætinu en þeir Ólafur Guðmundsson og Arnór Atlason eru síðan jafnir í 3. til 4. sæti. Rúnar hefur nýtt helming skota sinna og það sem skiptir miklu máli er að hann hefur enn ekki tapað bolta á mótinu samkvæmt tölfræði HBstatz. Ólafur Guðmundsson er líka í nokkrum sérflokki þegar kemur að bestu einkunninni fyrir varnarleikinn. Ólafur hefur náð sextán löglegum stöðvunum (aukakast án refsingar) og þá er hann bæði með 3 stolna bolta og 3 varin skot samkvæmt tölfræði HBstatz. Guðmundur Hólmar Helgason er í öðru sæti en þriðji er síðan Bjarki Már Gunnarsson. Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason eru þeir einu sem komast inn á topp fimm í bæði sókn og vörn. Það er mjög gaman að skoða tölfræði HBstatz frá HM en hana má alla finna hér. Frábært framtak hjá HBstatz sem verður vonandi orðin aðaltölfræði íslenska handboltans hér heima áður en langt um líður.Besti sóknarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Rúnar Kárason 7,8 2. Guðjón Valur Sigurðsson 6,9 3. Ólafur Guðmundsson 6,7 4. Arnór Atlason 6,7 5. Janus Daði Smárason 6,6 6. Bjarki Már Elísson 6,4 7. Arnar Freyr Arnarsson 6,1Á móti Spáni: Arnar Freyr Arnarsson 7,1Á móti Slóveníu: Bjarki Már Elísson 9,1Á móti Túnis: Janus Daði Smárason 8,9Besti varnarmaður Íslands í fyrstu þremur leikjum liðsins á HM 2017: 1. Ólafur Guðmundsson 7,5 2. Guðmundur Hólmar Helgason 6,4 3. Bjarki Már Gunnarsson 6,1 4. Rúnar Kárason 6,0 5. Arnar Freyr Arnarsson 6,0 6. Janus Daði Smárason 5,9 7. Arnór Þór Gunnarsson 5,9Á móti Spáni: Ólafur Guðmundsson 7,3Á móti Slóveníu: Guðmundur Hólmar Helgason 7,3Á móti Túnis: Ólafur Guðmundsson 8,2
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira