Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2017 06:45 Fáfnir Viking er sem stendur aðeins skelin ein en átti að líta svona út. MYND/FÁFNIR Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15