Segir riftunina ekki hafa áhrif á starfsemi Fáfnis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2017 06:45 Fáfnir Viking er sem stendur aðeins skelin ein en átti að líta svona út. MYND/FÁFNIR Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Norska skipasmíðastöðin Havyard Ship Technology tilkynnti í gær um að hún hefði rift samningi við Polar Maritime ehf. um smíði á Fáfni Viking, nýju skipi þess. Polar Maritime er dótturfélag Fáfnis Offshore. Stjórnarformaður Fáfnis segir að þetta muni ekki hafa nein áhrif á félagið. Ástæða riftunarinnar er sú að Fáfni hefur reynst erfitt að finna verkefni fyrir skipið. Lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skiptir þar miklu máli. Skipið var hugsað til að þjónusta olíuiðnað og vinnslu í Norðursjó. Án verkefna hefur lánsfjármögnun reynst ómöguleg. Hækkun á síðustu mánuðum hefur ekki dugað til að skapa verkefni fyrir skipið. Samningur Havyard og Fáfnis um smíði Fáfnis Viking var gerður í apríl 2014 en kostnaður við smíðina var áætlaður 350 milljónir norskra króna. Það er andvirði rúmlega 4,6 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag en miðað við stöðuna þá var áætlaður kostnaður 6,6 milljarðar. Upphaflega átti að afhenda skipið í mars 2016 en því var síðan frestað í tvígang, fyrst til júní 2017 og síðar til apríl 2019. Vinnu við skipið hafði verið hætt á haustmánuðum ársins 2015 og hefur skel þess staðið nær óhreyfð frá þeim tíma. Skipasmíðastöðin mun krefjast þess að Fáfnir Viking verði seldur upp í skuldir Polar Maritime við sig. Þá er að auki farið fram á greiðslu bóta vegna vanefnda á samningnum. „Þetta hefur engin áhrif á rekstur Fáfnis Offshore,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis. Jóhannes tók við stjórnarformennsku félagsins af Bjarna Ármannssyni í upphafi síðasta árs. „Smíðaverkefnið var aðskilið frá Fáfni með samningum sem gerðir voru í mars 2015. Það er því í sér félagi. Á milli félaganna er engin ábyrgð eða skuldbindingar og smíðin því algerlega einangruð,“ segir Jóhannes. Fyrir á Fáfnir Offshore skipið Polarsyssel en það var sjósett í mars árið 2014. Skipið er hið stærsta í Íslandssögunni en smíði þess kostaði 7,3 milljarða króna. Sem stendur er það brúkað til birgðaflutninga og til eftirlits við Svalbarða. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00 Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00 Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00 Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
Íslandsbanki fjarlægði viðtal við forstjóra Fáfnis af vefsíðu sinni Viðtalið var tekið út eftir að Steingrími Erlingssyni var sagt upp sem forstjóra Fáfnis. 7. janúar 2016 08:00
Vildu lækka hlutafé Fáfnis um 85% á hluthafafundi í desember Til stóð að lækka hlutafé í Fáfni Offshore um allt að 85 prósent á hluthafafundi sem halda átti 7. desember síðastliðinn. 29. febrúar 2016 07:00
Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Danskt félag lýsti áhuga á að borga afborgun Fáfnis Offshore til skipasmíðastöðvarinnar Havyard og leggja til nýtt hlutafé. Boðinu var hafnað. 27. febrúar 2016 07:00
Höfnuðu tilboði í hluti í Fáfni Heimildir fréttastofu herma að fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins hafi boðið í hlutina. 4. febrúar 2016 09:15